Ísland átti eitt skot á mark allt mótið í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss. Það reyndist eina skot Íslands á mótinu sem fór á mark andstæðingsins. Vísir/Getty Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24) EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Sóknarleikur íslenska landsliðsins á EM í Hollandi skilaði aðeins einu skoti sem hitti á mark andstæðingsins. Það var mark Fanndísar Friðriksdóttur í 2-1 tapi Íslands gegn Sviss. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu, þeim síðasta gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Þegar opinber tölfræði leikjanna er skoðuð, upplýsingar sem má finna á heimasíðu mótsins, kemur í ljós að Ísland átti 21 skot í leikjunum þremur en aðeins eitt sem rataði á mark andstæðingsins. Það þýðir einnig að markverðir andstæðinganna eru ekki með nein skráð varin skot í leikjunum gegn okkar stelpum. Íslendingar sköpuðu sér þó hættuleg færi í leikjunum þremur, sér í lagi í fyrstu tveimur. Dagný fékk dauðafæri gegn Frökkum er hún skallaði rétt yfir markið á 37. mínútu og hún fékk einnig fínt skallafæri snemma í leiknum gegn Sviss. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti einnig skalla yfir markið gegn Sviss og undir lokin stýrði Sara Björk Gunnarsdóttir skoti Öglu Maríu Albertsdóttur að marki en varnarmaður Sviss bjargaði á síðustu stundu. Tilraun Söru Bjarkar er þó ekki skráð sem skot á mark á heimasíðu UEFA, heldur skot sem er varið af varnarmanni. Það var þó annað uppi á teningnum gegn Austurríki í gær en íslensku leikmennirnir náðu í raun ekki að skapa sér nein hættuleg færi í leiknum. Ísland skoraði næstflest mörk allra liða í undankeppni mótsins en meiðsli settu stórt strik í undirbúning liðsins fyrir lokamótið í Hollandi, auk þess sem að Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í undankeppninni missti af síðustu leikjum keppninnar sem og stórum hluta undirbúningins þar sem hún var barnshafandi. Þegar tölfræði Ísland er borin saman við önnur lið á mótinu kemur í ljós að Ísland á fæst skot á mark. Portúgal kemur næst með fjögur skot á mark og Skotland með fimm en bæði eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni.Skot Íslands á EM í Hollandi:Ísland - Austurríki Skot (á mark): 10-29 (0-16)Ísland - Sviss Skot (á mark): 7-7 (1-3)Ísland - Frakkland Skot (á mark): 4-21 (0-5)Samtals Skot Íslands (á mark): 21 (1) Skot andstæðinga (á mark): 57 (24)
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45 Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
EM í dag: Brasilíuleikurinn vakti falskar vonir Okkar menn velta fyrir sér stöðu íslenska liðsins, markmiðunum sem voru sett og hvers vegna fallið var svona hátt miðað við bjartsýni fyrir mót. 27. júlí 2017 10:45
Dætur Evrópu númeri of litlar Stelpurnar okkar kvöddu Evrópumótið í fótbolta í gærkvöldi með þriðja tapinu en þær lágu í valnum gegn Austurríki í Rotterdam, 3-0. Íslenska liðið var einfaldlega ekki nógu gott til að ná markmiðum sínum á þessu móti. Íslendingarnir heilluðu samt álfuna. 27. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37