Íslenska liðið er úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum og óhagstæð úrslit úr öðrum leikjum.
Stelpurnar voru gríðarlega vonsviknar eftir tapið á móti Sviss á laugardaginn en íslenski hópurinn hefur unnið vel í því að rífa sig upp fyrir lokaleikinn í kvöld. Íslenska liðið leggur áherslu á að njóta síðustu daga sína í Hollandi.
Stelpurnar okkar ætla að kveðja EM með sigri og þær voru brosmildar og kátar fyrir leikinn á móti Austurríki.
Íslensku stelpurnar skelltu í eina sjálfu inn á grasinu fyrir leikinn og myndband af brosmildum okkar konum að stilla sér upp fyrir mynd hjá markverðinum Guðbjörgu Gunnarsdóttur vakti það mikla athygli að myndbandið fór inn á Twitter-síðuna We Play Strong.
Það má sjá þessa Twiter-færslu hér fyrir neðan.
Strong selfie game from @footballiceland. Soaking it up.
Will they finish on a high?
Together #WePlayStrong pic.twitter.com/FXa1KRiWv8
— #WePlayStrong (@WePlayStrong_) July 26, 2017