41 lax á land í Eystri Rangá í dag Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2017 10:00 Eystri Rangá líkt og systuráin Ytri Rangá var afskaplega róleg frá opnun en það er samkvæmt öllum fréttum sem okkur berast að lifna vel yfir veiðinni. Göngurnar í Eystri Rangá hafa látið aðeins bíða eftir sér líkt og í Ytri ánni en þetta er ekkert óeðlilegt og þegar veiðitölur tíu ár aftur í tímann eru skoðaðar sést vel að um seinni stórstraum í júlí kemur alltaf fyrsta stóra smálaxagangan í báðar árnar og virðist sú ganga loksins vera mætt. Heildarveiðin í fyrradag skilaði 41 laxi á land í Eystri Rangá og veiðimenn voru varir við fisk á öllum svæðum. Það er sama sagan þarna og víðar á vestur og suðurlandi, eins árs laxinn kemur afskaplega vel haldin úr hafi og er líklega um 500 gr þyngri í meðalþyngd heldur en hann var í fyrra. Inn á milli sjálst svo fallegir tveggja ára laxar sem Eystri Rangá er þekkt fyrir en hlutfall tveggja ára laxa og heildarmagn sem hlutfall af göngu er líklega hvergi hærra á landinu. Rangárnar eru veiddar fram í lok október svo það er nóg eftir af veiðitímanum þar ár bæ. Mest lesið Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði
Eystri Rangá líkt og systuráin Ytri Rangá var afskaplega róleg frá opnun en það er samkvæmt öllum fréttum sem okkur berast að lifna vel yfir veiðinni. Göngurnar í Eystri Rangá hafa látið aðeins bíða eftir sér líkt og í Ytri ánni en þetta er ekkert óeðlilegt og þegar veiðitölur tíu ár aftur í tímann eru skoðaðar sést vel að um seinni stórstraum í júlí kemur alltaf fyrsta stóra smálaxagangan í báðar árnar og virðist sú ganga loksins vera mætt. Heildarveiðin í fyrradag skilaði 41 laxi á land í Eystri Rangá og veiðimenn voru varir við fisk á öllum svæðum. Það er sama sagan þarna og víðar á vestur og suðurlandi, eins árs laxinn kemur afskaplega vel haldin úr hafi og er líklega um 500 gr þyngri í meðalþyngd heldur en hann var í fyrra. Inn á milli sjálst svo fallegir tveggja ára laxar sem Eystri Rangá er þekkt fyrir en hlutfall tveggja ára laxa og heildarmagn sem hlutfall af göngu er líklega hvergi hærra á landinu. Rangárnar eru veiddar fram í lok október svo það er nóg eftir af veiðitímanum þar ár bæ.
Mest lesið Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði