„Jú, þetta er mjög svekkjandi. Við komumst yfir og það var mjög fúlt að fá á okkur tvö mörk,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, aðspurð hvort stemmingin hefði verið niðurlút eftir 1-2 tap gegn Sviss í viðtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi.
„Við erum með mjög gott lið varnarlega séð og ég átti von á því að þetta eina mark myndi duga okkur til í dag en svona fór þetta bara. Holningin á liðinu leit vel út eftir markið hjá Fanndísi og það var mjög svekkjandi að fá mark á sig á þeim tímapunkti.“
Agla byrjaði á varamannabekknum í dag.
„Auðvitað vill maður alltaf byrja inn á en ég var ákveðin í að koma inn á og reyna að hafa áhrif á þennan leik. Ég reyndi að koma með kraft inn af bekknum.“
Það var engan bilbug að finna á henni þrátt fyrir tapið.
„Við ætlum að vinna þann leik og sjá hvað það gefur okkur, það er enn möguleiki á að komast áfram.“
Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið
Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart.

Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka?
Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum.

Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag
Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik.