Segir íslensku stelpurnar frægar fyrir grófar tæklingar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 12:30 Sara Björk Gunnarsdóttir með boltann í leiknum gegn Frakklandi. Hún spilar með Vanessu Bernauer hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, segir íslenska kvennalandsliðið vel hafa átt eitt til tvö rauð spjöld skilið í leiknum gegn Frakklandi í Tilburg á þriðjudaginn. Svissneskur blaðamaður spurði þjálfarann og tvo lykilmenn Sviss hvort þeir hefðu áhyggjur af grófum leik Íslands. „Íslendingar eru frægir fyrir grófar tæklingar og hefðu jafnvel getað fengið eitt til tvö rauð spjöld gegn Frakklandi,“ sagði Voss-Tecklenburg. Telja má líklegt að atvikin sem Voss-Tecklenburg eigi við séu tæklingar Sigríðar Láru Garðarsdóttur og Ingibjargar Sigurðardóttur í fyrri hálfleiknum. Vanessa Bernauer, samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg, segir að mögulega ræði þær við dómarann fyrir leikinn varðandi þetta. „Það sem skiptir mestu máli er að vera sjálfar harðar og jafna það sem íslensku stelpurnar gera,“ sagði Bernauer. Vanessa Bernauer, Martina Voss-Teckelnburg og Ana-Maria Crnogorcevic.Vísir/Kolbeinn Tumi Ana-Maria Crnogorcevic tók í svipaðan streng. „Við erum góðar í að taka við, en líka í að gefa,“ sagði miðvörðurinn og bætti við að liðið yrði að spila eins fast og dómarinn leyfði. Þær voru spurðar út í stuðningsmenn Íslands sem vöktu athygli í leiknum gegn Frakklandi. Þær stöllur gáfu ekkert sérstaklega mikið fyrir stuðninginn, hann myndi ekki hafa áhrif á þær enda væru þær vanar miklum áhorfendafjölda frá leikjum Sviss á HM í Kanada fyrir tveimur árum. Bernauer fékk spurningu um samherja sinn, Söru Björk. Hún fór fögrum orðum um Söru, sagði hana hjartað í íslenska liðinu og það væri öllum augljóst hvað hún væri orkumikill leikmaður. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira
Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, segir íslenska kvennalandsliðið vel hafa átt eitt til tvö rauð spjöld skilið í leiknum gegn Frakklandi í Tilburg á þriðjudaginn. Svissneskur blaðamaður spurði þjálfarann og tvo lykilmenn Sviss hvort þeir hefðu áhyggjur af grófum leik Íslands. „Íslendingar eru frægir fyrir grófar tæklingar og hefðu jafnvel getað fengið eitt til tvö rauð spjöld gegn Frakklandi,“ sagði Voss-Tecklenburg. Telja má líklegt að atvikin sem Voss-Tecklenburg eigi við séu tæklingar Sigríðar Láru Garðarsdóttur og Ingibjargar Sigurðardóttur í fyrri hálfleiknum. Vanessa Bernauer, samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg, segir að mögulega ræði þær við dómarann fyrir leikinn varðandi þetta. „Það sem skiptir mestu máli er að vera sjálfar harðar og jafna það sem íslensku stelpurnar gera,“ sagði Bernauer. Vanessa Bernauer, Martina Voss-Teckelnburg og Ana-Maria Crnogorcevic.Vísir/Kolbeinn Tumi Ana-Maria Crnogorcevic tók í svipaðan streng. „Við erum góðar í að taka við, en líka í að gefa,“ sagði miðvörðurinn og bætti við að liðið yrði að spila eins fast og dómarinn leyfði. Þær voru spurðar út í stuðningsmenn Íslands sem vöktu athygli í leiknum gegn Frakklandi. Þær stöllur gáfu ekkert sérstaklega mikið fyrir stuðninginn, hann myndi ekki hafa áhrif á þær enda væru þær vanar miklum áhorfendafjölda frá leikjum Sviss á HM í Kanada fyrir tveimur árum. Bernauer fékk spurningu um samherja sinn, Söru Björk. Hún fór fögrum orðum um Söru, sagði hana hjartað í íslenska liðinu og það væri öllum augljóst hvað hún væri orkumikill leikmaður.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira