Golf

Ragnhildur með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er efst eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli en mótið er í umsjón Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði.

Ragnhildur hefur eins högg forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem er í öðru sætinu. Þriðja er síðan Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG.

Ragnhildur lék fyrstu átján holurnar á tveimur höggum undir pari. Hún fékk þrjá fugla og einn skolla.

Valdís Þóra náð fjóra fuglum en tapaði þremur höggum á tveimur holum í röð sem sá til þess að hún var einu höggi á eftir Ragnhildi.

Ragnhildur og Valdís Þóra voru þær einu sem léku undir pari á fyrsta deginum.

Heimakonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var í forystu framan af en tapaði fimm höggum á síðustu fjórum holunum og datt niður í fimmta sætið.

Efstu konur eftir fyrsta daginn:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR -2

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL -1

3. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +3

3. Karen Guðnadóttir, GS +3

5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +4

6. Þórdís Geirsdóttir, GK +5

6. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK +5

6. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5

6. Ingunn Einarsdóttir, GKG +5

10. Berglind Björnsdóttir, GR +6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×