Golf

Spieth fer vel af stað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spieth var í banastuði í dag.
Spieth var í banastuði í dag. vísir/getty
Fjölmargir kylfingar eru komnir í hús á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu og þrír Bandaríkjamenn sitja í efsta sætinu.

Það eru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Matt Kuchar. Spieth og Koepka komu í hús á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Næstbestu menn sem hafa klárað eru á þrem höggum undir pari.

Kuchar er á fimm höggum undir pari en er aðeins hálfnaður með völlinn. Sjóðheitur.

Fjölmargir góðir kylfingar eru tiltölulega nýlagðir af stað. Má þar nefna Rory McIlroy, Dustin Johnson og Phil Mickelson. Rory fór verst af stað með því að safna skollum á fyrstu holunum og virðist ekki vera líklegur til afreka að þessu sinni.

Gamli jálkurinn Mark O'Meara er á lélegasta skori dagsins en hann kom í hús á 81 höggi eða 11 höggum yfir pari.

Útsending frá mótinu stendur yfir á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×