Lífið

Reykti gras í bílaleigubíl áður en hún hélt ferð sinni áfram um Ísland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn syngur vel með Snoop Dogg og Wiz Khalifa.
Hópurinn syngur vel með Snoop Dogg og Wiz Khalifa.
Mörg þúsund bílaleigubílar fara í útleigu á ári hverju og taka og keyra ferðamenn út um allt Ísland á þeim. 

Í gær birtist nokkuð sérstakt myndband á YouTube þar sem sjá mátti ferðamenn reykja gras inni í bílaleigubíl frá fyrirtækinu Iceland 4x4 car rental. Konan er á ferðalagi ásamt þremur öðrum og hlustar hópurinn á lagið YoungWild & Free með Snoop Dogg og Wiz Khalifa á meðan kveikt var í.

„Við höfum ekki orðið var við það að fá bíl til baka sérstaklega með graslykt inni honum en auðvitað þekkja ekki allir starfsmenn okkar graslykt,“ segir Rafn Björgvinsson, yfirmaður hjá bílaleigunni.

„Við rukkum fyrir þegar það finnst reykingarlykt og þá þurfum við að djúphreinsa bílinn en það er að sjálfsögðu bannað að reykja inni í okkar bílum. Ef við myndum finna graslykt þá væri strax hringt á lögregluna.“

Hér að neðan má sjá umrætt myndband en hópurinn er á Vestfjörðum og virðast hafa tjaldað á Ingjaldssandi. Einnig var ekið um nesið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og fóru fjórmenningarnir yfir Hrafnseyrarheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×