Var kominn með mikinn leiða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Kristján Þór með sigurlaunin. vísir/andri marinó Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, í gær. Mótið hefur farið fram á Nesvellinum á Frídegi verslunarmanna frá árinu 1997. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig 2014. Alls tóku 11 kylfingar þátt í ár. Um morguninn var að venju leikinn níu holu höggleikur en eftir hádegið hófst sjálft Einvígið þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Á endanum stóðu þeir Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eftir og hafði sá fyrrnefndi betur. „Þetta var góður og mjög skemmtilegur dagur,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var að spila rosalega vel í Einvíginu sjálfu. Um morguninn var maður bara að fá tilfinningu fyrir vellinum. Það er alltaf gaman að spila á þessu móti,“ bætti kylfingurinn úr Mosfellsbænum við. Kristján hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga á undanförnum árum og varð m.a. Íslandsmeistari 2008. Hann segir þó að áhuginn á golfinu sé ekki alveg sá sami og hann var áður. „Rétt fyrir Íslandsmótið var ég farinn að finna að ég var kominn með rosalega mikinn leiða á golfinu og naut mín ekki á vellinum,“ sagði Kristján. „Maður tók eiginlega þátt vegna þess að maður þurfti þess. En það var önnur stemning í dag [gær]. Maður fór til að hafa gaman og þegar maður hefur gaman af þessu verður golfið betra.“ En var Kristján jafnvel farinn að hugsa um að leggja kylfuna á hilluna? „Nei, ekki alveg. En kannski ekki að taka þetta af jafn mikilli hörku. Ég vil frekar hafa gaman af þessu og geta farið í golf og leikið mér í staðinn fyrir að fara í golf og tilfinningin sé eins og það sé verið að pína mann í það,“ sagði Kristján sem vonast til að sigurinn í Einvíginu á Nesinu gefi honum spark í rassinn fyrir Íslandsmót golfklúbba um næstu helgi. Eins og áður sagði er Einvígið á Nesinu góðgerðarmót. Að þessu sinni fékk Vinaliðaverkefnið, sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum, eina milljón króna frá DHL á Íslandi.vísir/andri marinó Golf Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, í gær. Mótið hefur farið fram á Nesvellinum á Frídegi verslunarmanna frá árinu 1997. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig 2014. Alls tóku 11 kylfingar þátt í ár. Um morguninn var að venju leikinn níu holu höggleikur en eftir hádegið hófst sjálft Einvígið þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Á endanum stóðu þeir Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eftir og hafði sá fyrrnefndi betur. „Þetta var góður og mjög skemmtilegur dagur,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var að spila rosalega vel í Einvíginu sjálfu. Um morguninn var maður bara að fá tilfinningu fyrir vellinum. Það er alltaf gaman að spila á þessu móti,“ bætti kylfingurinn úr Mosfellsbænum við. Kristján hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga á undanförnum árum og varð m.a. Íslandsmeistari 2008. Hann segir þó að áhuginn á golfinu sé ekki alveg sá sami og hann var áður. „Rétt fyrir Íslandsmótið var ég farinn að finna að ég var kominn með rosalega mikinn leiða á golfinu og naut mín ekki á vellinum,“ sagði Kristján. „Maður tók eiginlega þátt vegna þess að maður þurfti þess. En það var önnur stemning í dag [gær]. Maður fór til að hafa gaman og þegar maður hefur gaman af þessu verður golfið betra.“ En var Kristján jafnvel farinn að hugsa um að leggja kylfuna á hilluna? „Nei, ekki alveg. En kannski ekki að taka þetta af jafn mikilli hörku. Ég vil frekar hafa gaman af þessu og geta farið í golf og leikið mér í staðinn fyrir að fara í golf og tilfinningin sé eins og það sé verið að pína mann í það,“ sagði Kristján sem vonast til að sigurinn í Einvíginu á Nesinu gefi honum spark í rassinn fyrir Íslandsmót golfklúbba um næstu helgi. Eins og áður sagði er Einvígið á Nesinu góðgerðarmót. Að þessu sinni fékk Vinaliðaverkefnið, sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum, eina milljón króna frá DHL á Íslandi.vísir/andri marinó
Golf Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira