Maccabi Tel Aviv tryggði sér í dag sæti í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA en liðið vann 2-0 samanlagðan sigur á gríska liðinu Panionios.
Leik liðanna lauk með 1-0 sigri Maccabi í Grikklandi en markið var sjálfsmark heimamanna. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Maccabi í 1-0 sigri á heimavelli í fyrri leiknum.
Þetta var fjórði sigur Maccabi í jafn mörgum Evrópuleikjum í sumar en liðið sló KR úr leik í 2. umferð forkeppninnar. Viðar Örn var í byrjunarliði Maccabi í kvöld og spilaði fyrstu 83 mínúturnar.
Dönsku Íslendingaliðin Bröndby og Lyngby féllu úr leik í keppninni í kvöld. Hjörtur Hermansson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Hajduk Split í Króatíu. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Hallgrímur Jónasson var ekki í liði Lyngby vegna mistaka í skráningu en liðið tapaði í kvöld fyrir rússneska liðinu Krasnodar, 3-1, og 5-2 samanlagt.
FH er eitt þeirra 44 liða sem er komið í umspilsumferð Evrópudeilarinnar en dregið verður á morgun.
Meðal þeirra liða sem FH getur mætt er Ajax, Athletic Bilbao, AC Milan og Everton.
Viðar komst áfram en dönsku Íslendingaliðin úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn