Vonar að sala á kjöti til Kína hefjist í vetur Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Brátt brestur á með göngum og réttum og svo sláturtíð í framhaldinu. Ekki er búist við því að farga verði kindakjöti í stórum stíl. vísir/valli Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í vetur, segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.ta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann. Svavar Halldórsson„Það er von á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað og mun taka út öll sláturhúsin og fara yfir kerfið og svona. Hér hafa verið mikil samskipti í gangi í tvö eða þrjú ár. Vonandi verður það niðurstaðan að Kínamarkaður opnast einhvern tímann í vetur. Kínamarkaður er mjög flottur fyrir hliðarafurðir og einmitt þá bita sem við eigum nóg af núna,“ segir Svavar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn má búast við að kindakjötsbirgðir verði um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri við upphaf sláturtíðar í haust heldur en æskilegt væri. Ástæðan er sú að útflutningur hefur dregist saman tvö ár í röð. Svavar segir niðurstöðuna þó ekki verða þá að hér þurfi að farga kjöti í stórum stíl eins og tíðkaðist á árum áður heldur verði kjötið endanlega selt á mjög lágu verði. Það séu fyrst og fremst ódýrir bitar, sem ekki eru seldir sem íslenskir, sem gengur erfiðlega að selja. „Það er alveg hægt að selja þá en það fæst lægra verð af því að það er ekki hægt að selja þá sem íslenska afurð,“ segir Svavar. Þessir ódýru hlutar séu hins vegar bróðurparturinn af því sem flutt er út. Svavar segir að samdráttur í útflutningi síðustu árin skýrist af nokkrum ólíkum þáttum. Noregsmarkaður hafi dottið út og viðskiptabann á Rússland hafi líka orðið til þess að Rússlandsmarkaður datt út. Þegar viðskiptabannið var sett á hafi önnur Evrópuríki getað leitað til Kína, en það hafi Íslendingar ekki enn getað gert. Þá skipti miklu máli að breska pundið hafi fallið um leið og krónan hækkaði og það hafi spillt mörkuðum í Bretlandi. „Bretland er stærsti innflytjandi á lambakjöti í Evrópu. Pundið féll og krónan hækkaði þannig að við erum að tala um 40-50 prósenta verðlækkun þar í krónum talið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00
Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands vill stöðva gegndarlausa offramleiðslu á kindakjöti. Hann segir bændur verða að laga framleiðslu sína að markaðsaðstæðum. 2. ágúst 2017 06:00