Páll Óskar tekur ekki þátt í Gleðigöngunni í ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 22:32 Páll Óskar hefur sett svip sinn á gleðigönguna undanfarin ár. Í fyrra kom hann fram sem silfurlitaður einhyrningur á silfurlituðum einhyrningi. Vísir/Hanna Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“ Hinsegin Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“
Hinsegin Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira