Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2017 08:45 Come at me bro! Vísir/HBO Spennuspillir. Jæja. Nú ætlum við að tala um sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones og svo sem margt fleira. Þannig að, ef þið viljið ekki vita meira er best að þið lokið þessum glugga og farið aldrei á internetið fyrr en þið eruð búin að horfa. Jafnvel ekki einu sinni eftir það. via GIPHY Næst síðasti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones var frekar flottur. Það var mikið um hasar en þó tiltölulega lítið sem kom fram varðandi söguna og annað. Þátturinn skilur okkur eftir með fleiri spurningar en svör. Maður ætti að fara að vera vanur því, en það virðist ekki ætla að gerast. Ef þið eruð á sama stað í lífinu og ég eftir þennan þátt er líklega eitt sem þið viljið heyra og annað sem þið þurfið að heyra. Fyrst: Guð minn góður. Norðrið er fucked og það gerist eitthvað brjálað í næstu þáttaröð. Hitt: Takið ykkur saman í andlitinu. Það sem enginn vill heyra: Það er bara einn þáttur eftir! Það var aðallega eitt atriði í þættinum sem var mikilvægast og það var síðasta atriðið. Guð einn veit hvað þetta þýðir. Er Næturkonungurinn nú bara að fara að fljúga yfir Vegginn og drepa (og svo ódrepa) allt sem í vegi hans verður? Hvernig eru ódauðir drekar eins og Viserion sigraðir? Er dauður Viserion með sömu veikleika og hinir dauðu og Hvítgenglar almennt? Það er eldur, stál frá Valyria og hrafntinna (Dragonglass). Mun það virka jafn vel á Viserion og það gerði á dauða ísbjörninn sem réðst á þá snemma í þættinum? Um leið og Jorah stakk hann með rýtingi úr hrafntinnu var hann sigraður. Maður á einhvern veginn erfitt með að ímynda sér að það sama gildi um Viserion. Ef svo er, þá munu stórir lásbogar sem drullusokkurinn Qyburn þróaði koma hinum lifandi vel. Sömuleiðis væri hægt að gera pílur með einhverskonar Wildfire-oddum. Það væri eitthvað. Fyrst mann er farið að dreyma gætu vélbyssur virkað mjög vel.Vaxa dauðir drekar? Sömuleiðis geta drekar drepið dreka. Viserion er mun minni en til dæmis Drogon og hann mun væntanlega ekki stækka meira fyrst hann er dauður. Ef hefðbundinn eldur virkar á hann ætti það ekki að vera svo erfitt fyrir Drogon að ganga frá honum. Fyrir utan þessa byssu sem Næturkonungurinn er með. Hann væri rosalegur í handboltanum.Sjá einnig: Er erfitt að drepa dreka? Hins vegar gæti skipt máli að NK snerti Viserion áður en hann opnaði augað. Hingað til virðist sem hann hafi bara þurft að vekja dýr og menn til lífsins í gegnum gott Wi-Fi eins og við sáum í Hardhome, en ekki snertingu. Hinn hugljúfi Craster gæti gefið vísbendingar um það. Craster bjó norðan við Vegginn með haug af konum sem flestar áttu það sameiginlegt að vera dætur hans. Hann eignaðist fullt af börnum með þeim, en alla drengi bar hann út í skóg. Eitt sinn elti Jon hann út í skóg og sá hann Hvítgengil taka dreng sem Craster hafði borið út. Farið var með drenginn norður til Lands of always winter þar sem Næturkonungurinn var. Hann snerti drenginn og breytti honum í Hvítgengil.Er Viserion þá núna orðinn ísdreki? Varla spúir hann eldi. Kannski við ættum að kalla hann Hvítflygildi. Auga Viserion leit ekki út eins og augu hinna dauðu. Það var nær augum Hvítgengla hugsa ég.Það er ekkert á hreinu með hvert framhaldið verður varðandi ódauðan Viserion og engar vísbendingar heldur. Það eina sem virðist liggja almennilega fyrir er að þetta verður mjög töff.Spjótið sem Næturkonungurinn drap Viserion með virkaði lygilega vel og mun betur en lásboginn hans Qyburn. Spjótið lenti reyndar beint í hálsinum á Viserion og hann virtist svo gott sem dauður þegar hann lenti á ísnum. Konungurinn virtist eiga von á drekunum miðað við það að hann var með nokkur spjót klár. Það er mögulega ástæðan fyrir því að hinir dauðu króuðu Jon og félaga af og réðust ekki á þá strax. Mögulega voru þeir að bíða eftir Daenerys og drekunum. Ég hef séð að einhverjir halda því fram að bardaginn hafi farið fram á sama stað og Bran sá her hinna dauðu á þegar hann stjórnaði hröfnunum fyrr í þáttaröðinni. Eftir að hafa skoðað bæði atriðin sýnist mér það þó ekki vera rétt. Umhverfið er allt annað.Þegar Bran sá NK og herinn voru þeir að ganga eftir löngum dal enn ekki frosnu vatninu sem bardaginn fór fram á.Eldur og ís Það eru einhverjar andstæður í gangi varðandi vopnin í Game of Thrones og Game of Thrones yfir höfuð. Allt „dreka“-eitthvað virðist drepa Hvítgengla og hina dauðu. Það er spurning hvort að hið andstæða virki á dreka.Vopn Hvítgenglanna eru í raun unnin úr klaka og göldrum. Íbúar gömlu Valyria bjuggu til sverð úr stáli og göldrum eins og Hvítgenglarnir. Jafnvel er talið að drekar hafi komið að framleiðslu Valyrian steel. Sjálfur hefur GRRM sagt að Hvítgenglarnir geti „gert hluti við ís sem við getum ekki ímyndað okkur“.Eldur og ís.Orrustan fyrir norðan Vegginn var mjög flott, sama hvað segja má um ástæðu þess að þeir fóru norður, en hluti hennar var tekinn upp á Íslandi. Fyrir hlutann sem gerðist á frosna vatninu byggðu framleiðendur Game of Thrones stærðarinnar sett í námu í Írlandi.Ísland óraunverulegt? Hér má sjá þá David Benioff og D.B. Weiss tala um hvernig það var að taka upp á Íslandi. Þeir segjast þó hafa haft áhyggjur af því að landslagið á Íslandi gæti litið út fyrir að vera of óraunverulegt. Það hlítur að vera hrós. Leikararnir tala einnig um það hvernig tökurnar fóru fram og hvernig þeim lýst á Ísland.Hint: Þeim lýst mjög vel á Ísland. Annað væri líka fáránlegt.Daenerys sá ör Jon og virtist henni vera mjög brugðið. Eða eitthvað. Hún setti allavega upp einhvern svip. Hún hafði verið að velta fyrir sér orðum Davos frá því fyrr í þáttaröðinni um að Jon hefði verið stunginn í hjartað. Það er spurning hvað muni verða úr þessu, en forsvarsmenn Game of Thrones virðast vera að undirbúa okkur fyrir einhverja uppljóstrun.Getur Jon fengið standpínu? Eftir síðasta þátt var ég að velta fyrir mér hvert ástand Jon væri í raun og veru. Er hann ódauður eða var hann lífgaður við? Ég gerði ráð fyrir því að hann hefði verið lífgaður við, en skoðaði það aðeins betur og ég virðist hafa haft rangt fyrir mér. Í temmilega nýlegu viðtali við Time líkti GRRM ástandi Jon við ástand Beric Dondarrion. Báðir voru vaknir upp frá dauðum af prestum R'hllor. Þar sagði GRRM greinilega að Beric væri dauður. Hjarta hans slægi ekki og blóð flæddi ekki um æðar hans. Hann væri í raun uppvakningur, en uppvakningur sem hefði verið vakinn til lífsins með eldi en ekki ís.Eldur og ís.GRRM líkti þeim saman án þess þó að taka af því allan vafa. Líklega fáum við ekki almennileg svör um ástand Jon fyrr en þegar/ef bókin Winds of Winter kemur út. Ef það verður eitthvað aksjón á milli hans og Dany verður það líka vísbending um blóðflæði. Þetta ástand sem GRRM talar um gæti líka verið ástæða þess að Jon drukknaði ekki þegar hann datt ofan í vatnið og hann dó ekki úr ofkælingu.Skömmu seinna virtist Jon komast í hálfa höfn þegar hann og Daenerys tókust í hendur. Hann lýsti yfir hollustu við hana og sagði að lávarðar norðursins myndu fylgja honum þegar þeir kynntust henni. Einmitt. Það er aldrei að fara að gerast. Þessir lávarðar Norðursins eru úti að skíta. Eins og Sansa orðaði það við Littlefinger í þessum þætti þá neituðu þeir að hjálpa Jon Snow gegn Ramsay. Gerðu hann að konungi strax á eftir að hann og Sansa unnu Ramsay og eru strax að reyna að fá Sönsu til að snúast gegn honum. Er hægt að treysta þessum drullusokkum? Lyanna Mormont er augljóslega ekki talin þar með.Þá tel ég mig vera nokkuð vissan um að Jon vildi aldrei verða konungur. Hann hefur alltaf verið fórnfýsin uppmáluð. Hann vill bara gera það sem er rétt og verja Norðrið gegn hinum dauðu. Þess vegna tók hann það á sig að verða konungur. Ser Jorah neitaði að taka við sverðinu Longclaw, sem var í eigu Mormontættarinnar áður en Jeor, pabbi Jorah, gaf Jon það. Jorah sagði að sverðið myndi þjóna börnum Jon í framtíðinni. Það er hæpið.Þá reyndi Tyrion að ræða við Daenerys í þættinum um hver tæki við af henni ef hún vinnur krúnuna og deyr. Daenerys er sannfærð um að hún geti ekki eignast börn eftir að nornin Mirri Maz Duur, úr fyrstu þáttaröð, lagði bölvun á hana. Sömuleiðis virðist Jon ekki hæfur til að eignast börn, þar sem hann er ódauður. Án þess að gripið verði til einhverra galdra sem bjarga öllu er ég eiginlega farinn að draga í efa að þau tvö muni stjórna Westeros sem drottning og konungur. Kannski þau en ekki afkomendur þeirra. Þau eru reyndar náskyld en það er svo sem allt í lagi, eða þannig. Targaryenættin hefur stundað sifjaspell í massavís frá því þau tóku fyrir Westeros og það þykir bara töff. Þau eru að vernda blóðlínuna og á einhverjum þrjú hundruð árum virðist sem að engin gífurleg úrkynjun hafi átt sér stað. Jon kallaði hana reyndar Dany, sem Viserys, bróðir hennar og nánast Joffrey-stigs fáviti, kallaði hana og var hann sá eini sem hefur gert það.Fæðingarstaður Næturkonungsins? Þegar Jon og félagar voru á leiðinni norður sáum við mikið af Íslandi í þættinum. Þar á meðal fjallið Kirkjufell sem er í Grundarfirði, en bardagi þáttarins átti sér stað skammt frá fjallinu. R'hllor hafði sýnt Sandor Clegane í eldi að þeir þyrftu að fara þangið. Mér þótti töluvert áhugavert að sjá fjallið því við höfum séð Kirkjufell áður í Game of Thrones. Þessi klippa er úr stiklunni fyrir þáttinn. Kirkjufell er fjallið þarna í lokin.Við sáum Kirkjufell einnig í síðustu þáttaröð. Þegar Bran og Hrafninn með þrjú augu voru að skoða hvernig Börn skógarins sköpuðu Næturkonunginn. Fjallinu bregður fyrir eftir 35 sekúndur.Miðað við þetta virðist sem að Næturkonungurinn hafi verið skapaður við rætur fjallsins sem orrustan í síðasta þætti fór fram við. Það hefði verið mjög áhugavert ef þeir hefðu varpað meira ljósi á uppruna hans eða notað tækifærið einhvern veginn. Jafnvel ef við hefðum bara fengið að sjá steinana og tréð þar sem Börnin ráku hrafntinnu í brjóst mannsins sem varð að Næturkonunginum.Eða þetta gætu líka hafa verið mistök framleiðendanna. Mér finnst það þó ólíklegt miðað við þá nákvæmni sem þeir hafa sýnt hingað til. Einnig kemur til greina að ég sé í ruglinu, en það getur varla verið. Það er alltaf hægt að breyta svona greinum á netinu.Hvað er að gerast í Winterfell? Það veit guð einn og mér er eiginlega orðið alveg sama, þó að Arya sé nagli og Sansa sé, eitthvað. Það eina sem ég vil er að Littlefinger verði drepinn og það sem fyrst. Ætli hundarnir hans Ramsay séu enn þarna einhvers staðar? Bæði Sansa og Arya eru að haga sér mjög skringilega. Bran gæti svo sem reynt að grípa inn í, en hann er væntanlega mjög upptekinn. Svo er hann reyndar ekki Bran lengur heldur hrafninn með þrjú augu. Heilinn í honum er stútfullur af minningum og upplýsingum í svo miklu magni að Bran sem persóna er í rauninni ekki til lengur. Það hefur ekkert komið fram sem gefur í skyn að honum þyki eitthvað vænt um systur sínar. Mögulega er honum skítsama þó þær drepi hvora aðra. Eins og mér. Ég bara nenni þessu ekki lengur. Það er ekkert að gerast þarna.Þessi samskipti þeirra eru lýsandi fyrir nánast alla þessa þáttaröð.Arya virðist bara vera snældugeðveik og Sansa virðist ætla að reyna að drepa hana eða reka hana á brott. Arya hótaði reyndar að skera andlitið af Sönsu. Littlefinger virðist vera að vefja þeim um fingur sér og það er óþolandi. Guð minn góður hvað ég hata þennan gaur. Sansa sendi Brienne í burtu, en hún virðist hafa verið sú eina sem var sannfærð um að Littlefinger væri að plotta eitthvað.Í rauninni hefðu fyrstu samskipti þeirra systra átt að vera einhvern veginn svona: Sansa: „Hæ.“ Arya: „Hæ.“ S: „Hvað ert þú búin að vera að gera í öll þessi sex-ish ár?“ A: Segir sögu í sirka 40-45 mínútur. Eftir því hvað S grípur oft inn í. S: „Shit. Þetta er ekkert smá.“ A: „Já. Ég dó næstum því nokkrum sinnum. En þú?“ S: Segir sögu í, kannski einhvern hálftíma. Þar af færi mestur tími í að segja frá hvernig Joffrey kom fram við hana og svo Ramsay. Hún hefur ekki gert neitt annað en að láta misþyrma sér og læra að ljúga. A: „Fokk. Þetta er hrikalegt.“ S: „Já. Þetta var ekki kúl.“ A: „Eigum við ekki bara að drepa Littlefinger? Hann er greinilega mega fáviti og seldi þig beisiklí til Ramsay.“ S: „Jú. Gerum það.“ Og öll lifðu þau hamingjusöm þar til Næturkonungurinn kom og drap þau. The End.Greyið Tormund fær greinilega ekki að hitta Brienne sína í bráð. Fyrst hún er farin suður. Synd og skömm. Samskipti Hundsins og Tormund voru reyndar frábær.Benjen frændi til bjargar Þá sáum við einnig Benjen frænda aftur. Hann er ekki frændi minn, en hann er frændi Jon Snow. Hann var sem sagt bróðir Eddard og Lyönnu Stark og við sáum hann síðast, lifandi, í fyrstu þáttaröð. Hann sást líka í síðustu þáttaröð líka þar sem hann kom Bran og Meeru til bjargar frá hinum dauðu. Hann flutti þau svo til Veggjarins. Benjen var meðlimur Nightswatch og týndist í fyrstu þáttaröð. Hann sagði Bran svo að hann hefði verið drepinn af Hvítgenglum. Börn skógarins fundu hann þó áður en hann gekk til liðs við her hinna dauðu og létu hann þess í stað þjóna sér. Hann hefur verið fyrir norðan Vegginn síðan.Væntanlega beið hann undir tré í X mörg ár þar til hann gat bjargað Bran og svo sat hann undir öðru tré og beið eftir því að geta bjargað Jon. Hann gerði það líka á síðustu stundu. Þetta atriði virkaði eitthvað furðulega á mig. Eins og þessu væri hent þarna inn bara til þess að geta tekið Benjen af spilaborðinu. Á hverju lifði hesturinn í öll þessi ár?Vegalengdiri og tímiÞessi þáttur, og aðrir í þáttaröðinni, hefur verið gagnrýndur fyrir það hvað hlutirnir gerast hratt. Persónur ferðast um Westeros eins og þau hafi aðgang að einkaþotum og lítil persónusköpun á sér stað. Áður fyrr hefur Game of Thrones verið gagnrýnt fyrir hvað hlutirnir gerast hægt.Eins og einn samstarfsfélagi minn orðaði það: „Hversu margir vildu rífa af sér augnhárin eftir fimmtán atriði af engu í Braavos með Aryu?“Við höfum nú séð sex þáttaraðir af persónusköpun og uppbyggingu. Nú er komið að aksjóni. Það er þó deginum ljósara að sjö þættir eru ekki nóg til þess að koma því til skila sem forsvarsmenn Game of Thrones vilja. Ákvarðanir hafa verið teknar á skringilegum forsendum og það er ýmislegt sem hefur ekki meikað sens. Ég hef þó persónulega ákveðið að fyrirgefa þetta rugl.Í þessum þætti hljóp Gendry eins og Carl Lewis (Google it) í gegnum óbyggðirnar þar sem hann hitti Davos í hliðinu hjá Eastwatch. Davos sendi hrafn til Dragonstone og Daenerys flaug þaðan til Eastwatch og aðeins lengra. Allt þetta virtist gerast á einni nóttu, þó það sé ekki hægt að vera viss.Hvað er sólarhringur langur í Westeros? Þarna erum við að tala um engar smá vegalengdir. Hins vegar er ómögulegt að segja til um hvað þessir drekar fljúga hratt og líka hvað hrafnarnir fljúga hratt. Þar sem þetta er nú ævintýraheimur. Framleiðendurnir hafa vandað sig verulega í öll þessi ár við að gefa eins lítið og mögulegt er upp varðandi hvað langur tími hefur liðið. Ég er ekki frá því að eina vísbendingin sem við höfum fengið hafi verið nú um daginn. Þegar Sam sagði frá því að hann hefði hitt Bran fyrir nokkrum árum.Fyrir utan allt þetta, þá vitum við í rauninni ekki einu sinni hvernig dagatalið er í Westeros né hvað sólarhringurinn er langur. Árstíðir eru ekki marktækar á tíma, því það er breytilegt hvenær veturinn skellur á og hvað hann er langur. Hann á að geta staðið yfir í einhver ár, hvað svo sem það er langt. Í bókinni The World of Ice and Fire segir að maesterarnir í The Citadel hafi lengi reynt að átta sig á því hvernig hægt væri að spá til um komu vetrar, án árangurs. Það er eiginlega bara útskýrt á þann veg að einhverjir galdrar hafi fokkað í árstíðunum. Þær hafi mögulega áður verið reglulegar. GRRM hefur sagt að ástæða þessa muni koma fram í bókunum og þá gerir það vonandi líka í næstu þáttaröð, sem kemur líklegast á undan bókunum. Við þurfum svör. Alan Taylor, leikstjóri þáttarins, sagði í viðtali við Variety að þeir hefðu verið meðvitaðir um að tímalínan væri í svolitlu rugli. Hann sagðist vonast til þess að sagan sjálf væri mikilvægari.Nokkrir punktar eftir þáttinn. ---Voru hinir dauðu búnir að draga þessar risastóru keðjur á eftir sér í mörg ár í von og óvon um að einhvern daginn þyrftu þeir að draga eitthvað stórt? Þegar þeir byrjuðu að herja á svæðið norðan Veggsins voru drekarnir ekki einu sinni til. Hvaðan í ósköpunum komu þessar keðjur? ---Það er líklegast engin tilviljun að Viserion var drepinn en ekki Rhaegal, sem var skírður í höfuðið á föður Jon, Rhaegar Targaryen. Emila Clarke, sem leikur Daenerys, birti á dögunum myndband á Instagram sem ég hugsa/vona að sé ákveðin vísbending. ---Við komumst að einu sem á eftir að verða mjög mikilvægt. Þegar Jon drap sinn annan Hvítgengil, (nagli) „dóu“ einnig þeir uppvakningar sem hann stjórnaði. Það gefur í skyn að þeir stjórni hinum dauðu með einhvers konar kröftum eins og Bran notar og þýðir að takist þeim að drepa Næturkonunginn sé innrásinni svo gott sem lokið. Það verður þó erfiðara en að segja það og þá sérstaklega ef hann er að fara að fljúga um á Viserion. ---Thoros var sá eini sem dó í líkleitinni fyrir norðan. Fyrir utan nokkra villinga sem fylgdu okkar mönnum, en skítt með þá, og Viserion (ekki skítt með hann). Ég átti þó von á að allavega Beric myndi deyja líka. R'hllor hefur greinilega ekki lokið sér af með Beric. Svo dó Thoros líka bara í svefni af sárum sem hann hlaut fyrir að bjarga Sandor. Það var þó gott. ---Sandor Clegane er á leiðinni suður með líkið til að sýna Cersei og Jaime að hinir dauðu eru raunverulegir. #CleganeBowl er að fara að gerast. Það verður dásamlegt. #TakkThoros. ---Hvar er Ghost? Jon er á flakki um heiminn og við sjáum hann hvergi. Það hefði verið mjög gaman að sjá Ghost hitta drekana. ---Án gríns. Það er óskiljandi hvaðan þessar keðjur komu. ---Þetta er í raun ekki í fyrsta sinn sem Daenerys fer norður fyrir Vegginn. Þannig séð. Í House of undying (Myndband) sá hún sýn þar sem hún fór í gegnum hliðið í Castle black (held ég). ---Nú er það aðalmálið. Lokaþátturinn. Hann verður tæplega 80 mínútur, sem er geggjað, og ber nafnið „The Dragon and The Wolf“. Þetta gæta verið vísun í Daenerys og Jon. Eða bara Jon, þar sem Rhaegar er drekinn og Lyanna er úlfurinn. Farið yfir þáttinn Stikla næsta þáttar. Lokaþáttarins. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Bastarðar og erfið verkefni Þrátt fyrir að lítið hafi verið um hasar vörpuðu framleiðendurnir þó nokkrum stórum sprengjum. 16. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Er erfitt að drepa dreka? Hve kröftugir eru drekarnir í söguheimi Game of Thrones. 28. júlí 2017 13:00 Game of Thrones: Taflmennirnir fara að detta af borðinu Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa fyrir það sem koma skal í næstu fimm. 26. júlí 2017 08:45 Game of Thrones: Norðrið man! Sjöunda þáttaröð Game of Thrones rúllar af stað. 19. júlí 2017 08:45 Game of Thrones: Allt í bál og brand Það er allt að komast á fullt. 9. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Nú er það svart Hlaupið yfir helstu vendingar. 2. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Spennuspillir. Jæja. Nú ætlum við að tala um sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones og svo sem margt fleira. Þannig að, ef þið viljið ekki vita meira er best að þið lokið þessum glugga og farið aldrei á internetið fyrr en þið eruð búin að horfa. Jafnvel ekki einu sinni eftir það. via GIPHY Næst síðasti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones var frekar flottur. Það var mikið um hasar en þó tiltölulega lítið sem kom fram varðandi söguna og annað. Þátturinn skilur okkur eftir með fleiri spurningar en svör. Maður ætti að fara að vera vanur því, en það virðist ekki ætla að gerast. Ef þið eruð á sama stað í lífinu og ég eftir þennan þátt er líklega eitt sem þið viljið heyra og annað sem þið þurfið að heyra. Fyrst: Guð minn góður. Norðrið er fucked og það gerist eitthvað brjálað í næstu þáttaröð. Hitt: Takið ykkur saman í andlitinu. Það sem enginn vill heyra: Það er bara einn þáttur eftir! Það var aðallega eitt atriði í þættinum sem var mikilvægast og það var síðasta atriðið. Guð einn veit hvað þetta þýðir. Er Næturkonungurinn nú bara að fara að fljúga yfir Vegginn og drepa (og svo ódrepa) allt sem í vegi hans verður? Hvernig eru ódauðir drekar eins og Viserion sigraðir? Er dauður Viserion með sömu veikleika og hinir dauðu og Hvítgenglar almennt? Það er eldur, stál frá Valyria og hrafntinna (Dragonglass). Mun það virka jafn vel á Viserion og það gerði á dauða ísbjörninn sem réðst á þá snemma í þættinum? Um leið og Jorah stakk hann með rýtingi úr hrafntinnu var hann sigraður. Maður á einhvern veginn erfitt með að ímynda sér að það sama gildi um Viserion. Ef svo er, þá munu stórir lásbogar sem drullusokkurinn Qyburn þróaði koma hinum lifandi vel. Sömuleiðis væri hægt að gera pílur með einhverskonar Wildfire-oddum. Það væri eitthvað. Fyrst mann er farið að dreyma gætu vélbyssur virkað mjög vel.Vaxa dauðir drekar? Sömuleiðis geta drekar drepið dreka. Viserion er mun minni en til dæmis Drogon og hann mun væntanlega ekki stækka meira fyrst hann er dauður. Ef hefðbundinn eldur virkar á hann ætti það ekki að vera svo erfitt fyrir Drogon að ganga frá honum. Fyrir utan þessa byssu sem Næturkonungurinn er með. Hann væri rosalegur í handboltanum.Sjá einnig: Er erfitt að drepa dreka? Hins vegar gæti skipt máli að NK snerti Viserion áður en hann opnaði augað. Hingað til virðist sem hann hafi bara þurft að vekja dýr og menn til lífsins í gegnum gott Wi-Fi eins og við sáum í Hardhome, en ekki snertingu. Hinn hugljúfi Craster gæti gefið vísbendingar um það. Craster bjó norðan við Vegginn með haug af konum sem flestar áttu það sameiginlegt að vera dætur hans. Hann eignaðist fullt af börnum með þeim, en alla drengi bar hann út í skóg. Eitt sinn elti Jon hann út í skóg og sá hann Hvítgengil taka dreng sem Craster hafði borið út. Farið var með drenginn norður til Lands of always winter þar sem Næturkonungurinn var. Hann snerti drenginn og breytti honum í Hvítgengil.Er Viserion þá núna orðinn ísdreki? Varla spúir hann eldi. Kannski við ættum að kalla hann Hvítflygildi. Auga Viserion leit ekki út eins og augu hinna dauðu. Það var nær augum Hvítgengla hugsa ég.Það er ekkert á hreinu með hvert framhaldið verður varðandi ódauðan Viserion og engar vísbendingar heldur. Það eina sem virðist liggja almennilega fyrir er að þetta verður mjög töff.Spjótið sem Næturkonungurinn drap Viserion með virkaði lygilega vel og mun betur en lásboginn hans Qyburn. Spjótið lenti reyndar beint í hálsinum á Viserion og hann virtist svo gott sem dauður þegar hann lenti á ísnum. Konungurinn virtist eiga von á drekunum miðað við það að hann var með nokkur spjót klár. Það er mögulega ástæðan fyrir því að hinir dauðu króuðu Jon og félaga af og réðust ekki á þá strax. Mögulega voru þeir að bíða eftir Daenerys og drekunum. Ég hef séð að einhverjir halda því fram að bardaginn hafi farið fram á sama stað og Bran sá her hinna dauðu á þegar hann stjórnaði hröfnunum fyrr í þáttaröðinni. Eftir að hafa skoðað bæði atriðin sýnist mér það þó ekki vera rétt. Umhverfið er allt annað.Þegar Bran sá NK og herinn voru þeir að ganga eftir löngum dal enn ekki frosnu vatninu sem bardaginn fór fram á.Eldur og ís Það eru einhverjar andstæður í gangi varðandi vopnin í Game of Thrones og Game of Thrones yfir höfuð. Allt „dreka“-eitthvað virðist drepa Hvítgengla og hina dauðu. Það er spurning hvort að hið andstæða virki á dreka.Vopn Hvítgenglanna eru í raun unnin úr klaka og göldrum. Íbúar gömlu Valyria bjuggu til sverð úr stáli og göldrum eins og Hvítgenglarnir. Jafnvel er talið að drekar hafi komið að framleiðslu Valyrian steel. Sjálfur hefur GRRM sagt að Hvítgenglarnir geti „gert hluti við ís sem við getum ekki ímyndað okkur“.Eldur og ís.Orrustan fyrir norðan Vegginn var mjög flott, sama hvað segja má um ástæðu þess að þeir fóru norður, en hluti hennar var tekinn upp á Íslandi. Fyrir hlutann sem gerðist á frosna vatninu byggðu framleiðendur Game of Thrones stærðarinnar sett í námu í Írlandi.Ísland óraunverulegt? Hér má sjá þá David Benioff og D.B. Weiss tala um hvernig það var að taka upp á Íslandi. Þeir segjast þó hafa haft áhyggjur af því að landslagið á Íslandi gæti litið út fyrir að vera of óraunverulegt. Það hlítur að vera hrós. Leikararnir tala einnig um það hvernig tökurnar fóru fram og hvernig þeim lýst á Ísland.Hint: Þeim lýst mjög vel á Ísland. Annað væri líka fáránlegt.Daenerys sá ör Jon og virtist henni vera mjög brugðið. Eða eitthvað. Hún setti allavega upp einhvern svip. Hún hafði verið að velta fyrir sér orðum Davos frá því fyrr í þáttaröðinni um að Jon hefði verið stunginn í hjartað. Það er spurning hvað muni verða úr þessu, en forsvarsmenn Game of Thrones virðast vera að undirbúa okkur fyrir einhverja uppljóstrun.Getur Jon fengið standpínu? Eftir síðasta þátt var ég að velta fyrir mér hvert ástand Jon væri í raun og veru. Er hann ódauður eða var hann lífgaður við? Ég gerði ráð fyrir því að hann hefði verið lífgaður við, en skoðaði það aðeins betur og ég virðist hafa haft rangt fyrir mér. Í temmilega nýlegu viðtali við Time líkti GRRM ástandi Jon við ástand Beric Dondarrion. Báðir voru vaknir upp frá dauðum af prestum R'hllor. Þar sagði GRRM greinilega að Beric væri dauður. Hjarta hans slægi ekki og blóð flæddi ekki um æðar hans. Hann væri í raun uppvakningur, en uppvakningur sem hefði verið vakinn til lífsins með eldi en ekki ís.Eldur og ís.GRRM líkti þeim saman án þess þó að taka af því allan vafa. Líklega fáum við ekki almennileg svör um ástand Jon fyrr en þegar/ef bókin Winds of Winter kemur út. Ef það verður eitthvað aksjón á milli hans og Dany verður það líka vísbending um blóðflæði. Þetta ástand sem GRRM talar um gæti líka verið ástæða þess að Jon drukknaði ekki þegar hann datt ofan í vatnið og hann dó ekki úr ofkælingu.Skömmu seinna virtist Jon komast í hálfa höfn þegar hann og Daenerys tókust í hendur. Hann lýsti yfir hollustu við hana og sagði að lávarðar norðursins myndu fylgja honum þegar þeir kynntust henni. Einmitt. Það er aldrei að fara að gerast. Þessir lávarðar Norðursins eru úti að skíta. Eins og Sansa orðaði það við Littlefinger í þessum þætti þá neituðu þeir að hjálpa Jon Snow gegn Ramsay. Gerðu hann að konungi strax á eftir að hann og Sansa unnu Ramsay og eru strax að reyna að fá Sönsu til að snúast gegn honum. Er hægt að treysta þessum drullusokkum? Lyanna Mormont er augljóslega ekki talin þar með.Þá tel ég mig vera nokkuð vissan um að Jon vildi aldrei verða konungur. Hann hefur alltaf verið fórnfýsin uppmáluð. Hann vill bara gera það sem er rétt og verja Norðrið gegn hinum dauðu. Þess vegna tók hann það á sig að verða konungur. Ser Jorah neitaði að taka við sverðinu Longclaw, sem var í eigu Mormontættarinnar áður en Jeor, pabbi Jorah, gaf Jon það. Jorah sagði að sverðið myndi þjóna börnum Jon í framtíðinni. Það er hæpið.Þá reyndi Tyrion að ræða við Daenerys í þættinum um hver tæki við af henni ef hún vinnur krúnuna og deyr. Daenerys er sannfærð um að hún geti ekki eignast börn eftir að nornin Mirri Maz Duur, úr fyrstu þáttaröð, lagði bölvun á hana. Sömuleiðis virðist Jon ekki hæfur til að eignast börn, þar sem hann er ódauður. Án þess að gripið verði til einhverra galdra sem bjarga öllu er ég eiginlega farinn að draga í efa að þau tvö muni stjórna Westeros sem drottning og konungur. Kannski þau en ekki afkomendur þeirra. Þau eru reyndar náskyld en það er svo sem allt í lagi, eða þannig. Targaryenættin hefur stundað sifjaspell í massavís frá því þau tóku fyrir Westeros og það þykir bara töff. Þau eru að vernda blóðlínuna og á einhverjum þrjú hundruð árum virðist sem að engin gífurleg úrkynjun hafi átt sér stað. Jon kallaði hana reyndar Dany, sem Viserys, bróðir hennar og nánast Joffrey-stigs fáviti, kallaði hana og var hann sá eini sem hefur gert það.Fæðingarstaður Næturkonungsins? Þegar Jon og félagar voru á leiðinni norður sáum við mikið af Íslandi í þættinum. Þar á meðal fjallið Kirkjufell sem er í Grundarfirði, en bardagi þáttarins átti sér stað skammt frá fjallinu. R'hllor hafði sýnt Sandor Clegane í eldi að þeir þyrftu að fara þangið. Mér þótti töluvert áhugavert að sjá fjallið því við höfum séð Kirkjufell áður í Game of Thrones. Þessi klippa er úr stiklunni fyrir þáttinn. Kirkjufell er fjallið þarna í lokin.Við sáum Kirkjufell einnig í síðustu þáttaröð. Þegar Bran og Hrafninn með þrjú augu voru að skoða hvernig Börn skógarins sköpuðu Næturkonunginn. Fjallinu bregður fyrir eftir 35 sekúndur.Miðað við þetta virðist sem að Næturkonungurinn hafi verið skapaður við rætur fjallsins sem orrustan í síðasta þætti fór fram við. Það hefði verið mjög áhugavert ef þeir hefðu varpað meira ljósi á uppruna hans eða notað tækifærið einhvern veginn. Jafnvel ef við hefðum bara fengið að sjá steinana og tréð þar sem Börnin ráku hrafntinnu í brjóst mannsins sem varð að Næturkonunginum.Eða þetta gætu líka hafa verið mistök framleiðendanna. Mér finnst það þó ólíklegt miðað við þá nákvæmni sem þeir hafa sýnt hingað til. Einnig kemur til greina að ég sé í ruglinu, en það getur varla verið. Það er alltaf hægt að breyta svona greinum á netinu.Hvað er að gerast í Winterfell? Það veit guð einn og mér er eiginlega orðið alveg sama, þó að Arya sé nagli og Sansa sé, eitthvað. Það eina sem ég vil er að Littlefinger verði drepinn og það sem fyrst. Ætli hundarnir hans Ramsay séu enn þarna einhvers staðar? Bæði Sansa og Arya eru að haga sér mjög skringilega. Bran gæti svo sem reynt að grípa inn í, en hann er væntanlega mjög upptekinn. Svo er hann reyndar ekki Bran lengur heldur hrafninn með þrjú augu. Heilinn í honum er stútfullur af minningum og upplýsingum í svo miklu magni að Bran sem persóna er í rauninni ekki til lengur. Það hefur ekkert komið fram sem gefur í skyn að honum þyki eitthvað vænt um systur sínar. Mögulega er honum skítsama þó þær drepi hvora aðra. Eins og mér. Ég bara nenni þessu ekki lengur. Það er ekkert að gerast þarna.Þessi samskipti þeirra eru lýsandi fyrir nánast alla þessa þáttaröð.Arya virðist bara vera snældugeðveik og Sansa virðist ætla að reyna að drepa hana eða reka hana á brott. Arya hótaði reyndar að skera andlitið af Sönsu. Littlefinger virðist vera að vefja þeim um fingur sér og það er óþolandi. Guð minn góður hvað ég hata þennan gaur. Sansa sendi Brienne í burtu, en hún virðist hafa verið sú eina sem var sannfærð um að Littlefinger væri að plotta eitthvað.Í rauninni hefðu fyrstu samskipti þeirra systra átt að vera einhvern veginn svona: Sansa: „Hæ.“ Arya: „Hæ.“ S: „Hvað ert þú búin að vera að gera í öll þessi sex-ish ár?“ A: Segir sögu í sirka 40-45 mínútur. Eftir því hvað S grípur oft inn í. S: „Shit. Þetta er ekkert smá.“ A: „Já. Ég dó næstum því nokkrum sinnum. En þú?“ S: Segir sögu í, kannski einhvern hálftíma. Þar af færi mestur tími í að segja frá hvernig Joffrey kom fram við hana og svo Ramsay. Hún hefur ekki gert neitt annað en að láta misþyrma sér og læra að ljúga. A: „Fokk. Þetta er hrikalegt.“ S: „Já. Þetta var ekki kúl.“ A: „Eigum við ekki bara að drepa Littlefinger? Hann er greinilega mega fáviti og seldi þig beisiklí til Ramsay.“ S: „Jú. Gerum það.“ Og öll lifðu þau hamingjusöm þar til Næturkonungurinn kom og drap þau. The End.Greyið Tormund fær greinilega ekki að hitta Brienne sína í bráð. Fyrst hún er farin suður. Synd og skömm. Samskipti Hundsins og Tormund voru reyndar frábær.Benjen frændi til bjargar Þá sáum við einnig Benjen frænda aftur. Hann er ekki frændi minn, en hann er frændi Jon Snow. Hann var sem sagt bróðir Eddard og Lyönnu Stark og við sáum hann síðast, lifandi, í fyrstu þáttaröð. Hann sást líka í síðustu þáttaröð líka þar sem hann kom Bran og Meeru til bjargar frá hinum dauðu. Hann flutti þau svo til Veggjarins. Benjen var meðlimur Nightswatch og týndist í fyrstu þáttaröð. Hann sagði Bran svo að hann hefði verið drepinn af Hvítgenglum. Börn skógarins fundu hann þó áður en hann gekk til liðs við her hinna dauðu og létu hann þess í stað þjóna sér. Hann hefur verið fyrir norðan Vegginn síðan.Væntanlega beið hann undir tré í X mörg ár þar til hann gat bjargað Bran og svo sat hann undir öðru tré og beið eftir því að geta bjargað Jon. Hann gerði það líka á síðustu stundu. Þetta atriði virkaði eitthvað furðulega á mig. Eins og þessu væri hent þarna inn bara til þess að geta tekið Benjen af spilaborðinu. Á hverju lifði hesturinn í öll þessi ár?Vegalengdiri og tímiÞessi þáttur, og aðrir í þáttaröðinni, hefur verið gagnrýndur fyrir það hvað hlutirnir gerast hratt. Persónur ferðast um Westeros eins og þau hafi aðgang að einkaþotum og lítil persónusköpun á sér stað. Áður fyrr hefur Game of Thrones verið gagnrýnt fyrir hvað hlutirnir gerast hægt.Eins og einn samstarfsfélagi minn orðaði það: „Hversu margir vildu rífa af sér augnhárin eftir fimmtán atriði af engu í Braavos með Aryu?“Við höfum nú séð sex þáttaraðir af persónusköpun og uppbyggingu. Nú er komið að aksjóni. Það er þó deginum ljósara að sjö þættir eru ekki nóg til þess að koma því til skila sem forsvarsmenn Game of Thrones vilja. Ákvarðanir hafa verið teknar á skringilegum forsendum og það er ýmislegt sem hefur ekki meikað sens. Ég hef þó persónulega ákveðið að fyrirgefa þetta rugl.Í þessum þætti hljóp Gendry eins og Carl Lewis (Google it) í gegnum óbyggðirnar þar sem hann hitti Davos í hliðinu hjá Eastwatch. Davos sendi hrafn til Dragonstone og Daenerys flaug þaðan til Eastwatch og aðeins lengra. Allt þetta virtist gerast á einni nóttu, þó það sé ekki hægt að vera viss.Hvað er sólarhringur langur í Westeros? Þarna erum við að tala um engar smá vegalengdir. Hins vegar er ómögulegt að segja til um hvað þessir drekar fljúga hratt og líka hvað hrafnarnir fljúga hratt. Þar sem þetta er nú ævintýraheimur. Framleiðendurnir hafa vandað sig verulega í öll þessi ár við að gefa eins lítið og mögulegt er upp varðandi hvað langur tími hefur liðið. Ég er ekki frá því að eina vísbendingin sem við höfum fengið hafi verið nú um daginn. Þegar Sam sagði frá því að hann hefði hitt Bran fyrir nokkrum árum.Fyrir utan allt þetta, þá vitum við í rauninni ekki einu sinni hvernig dagatalið er í Westeros né hvað sólarhringurinn er langur. Árstíðir eru ekki marktækar á tíma, því það er breytilegt hvenær veturinn skellur á og hvað hann er langur. Hann á að geta staðið yfir í einhver ár, hvað svo sem það er langt. Í bókinni The World of Ice and Fire segir að maesterarnir í The Citadel hafi lengi reynt að átta sig á því hvernig hægt væri að spá til um komu vetrar, án árangurs. Það er eiginlega bara útskýrt á þann veg að einhverjir galdrar hafi fokkað í árstíðunum. Þær hafi mögulega áður verið reglulegar. GRRM hefur sagt að ástæða þessa muni koma fram í bókunum og þá gerir það vonandi líka í næstu þáttaröð, sem kemur líklegast á undan bókunum. Við þurfum svör. Alan Taylor, leikstjóri þáttarins, sagði í viðtali við Variety að þeir hefðu verið meðvitaðir um að tímalínan væri í svolitlu rugli. Hann sagðist vonast til þess að sagan sjálf væri mikilvægari.Nokkrir punktar eftir þáttinn. ---Voru hinir dauðu búnir að draga þessar risastóru keðjur á eftir sér í mörg ár í von og óvon um að einhvern daginn þyrftu þeir að draga eitthvað stórt? Þegar þeir byrjuðu að herja á svæðið norðan Veggsins voru drekarnir ekki einu sinni til. Hvaðan í ósköpunum komu þessar keðjur? ---Það er líklegast engin tilviljun að Viserion var drepinn en ekki Rhaegal, sem var skírður í höfuðið á föður Jon, Rhaegar Targaryen. Emila Clarke, sem leikur Daenerys, birti á dögunum myndband á Instagram sem ég hugsa/vona að sé ákveðin vísbending. ---Við komumst að einu sem á eftir að verða mjög mikilvægt. Þegar Jon drap sinn annan Hvítgengil, (nagli) „dóu“ einnig þeir uppvakningar sem hann stjórnaði. Það gefur í skyn að þeir stjórni hinum dauðu með einhvers konar kröftum eins og Bran notar og þýðir að takist þeim að drepa Næturkonunginn sé innrásinni svo gott sem lokið. Það verður þó erfiðara en að segja það og þá sérstaklega ef hann er að fara að fljúga um á Viserion. ---Thoros var sá eini sem dó í líkleitinni fyrir norðan. Fyrir utan nokkra villinga sem fylgdu okkar mönnum, en skítt með þá, og Viserion (ekki skítt með hann). Ég átti þó von á að allavega Beric myndi deyja líka. R'hllor hefur greinilega ekki lokið sér af með Beric. Svo dó Thoros líka bara í svefni af sárum sem hann hlaut fyrir að bjarga Sandor. Það var þó gott. ---Sandor Clegane er á leiðinni suður með líkið til að sýna Cersei og Jaime að hinir dauðu eru raunverulegir. #CleganeBowl er að fara að gerast. Það verður dásamlegt. #TakkThoros. ---Hvar er Ghost? Jon er á flakki um heiminn og við sjáum hann hvergi. Það hefði verið mjög gaman að sjá Ghost hitta drekana. ---Án gríns. Það er óskiljandi hvaðan þessar keðjur komu. ---Þetta er í raun ekki í fyrsta sinn sem Daenerys fer norður fyrir Vegginn. Þannig séð. Í House of undying (Myndband) sá hún sýn þar sem hún fór í gegnum hliðið í Castle black (held ég). ---Nú er það aðalmálið. Lokaþátturinn. Hann verður tæplega 80 mínútur, sem er geggjað, og ber nafnið „The Dragon and The Wolf“. Þetta gæta verið vísun í Daenerys og Jon. Eða bara Jon, þar sem Rhaegar er drekinn og Lyanna er úlfurinn. Farið yfir þáttinn Stikla næsta þáttar. Lokaþáttarins.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Bastarðar og erfið verkefni Þrátt fyrir að lítið hafi verið um hasar vörpuðu framleiðendurnir þó nokkrum stórum sprengjum. 16. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Er erfitt að drepa dreka? Hve kröftugir eru drekarnir í söguheimi Game of Thrones. 28. júlí 2017 13:00 Game of Thrones: Taflmennirnir fara að detta af borðinu Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa fyrir það sem koma skal í næstu fimm. 26. júlí 2017 08:45 Game of Thrones: Norðrið man! Sjöunda þáttaröð Game of Thrones rúllar af stað. 19. júlí 2017 08:45 Game of Thrones: Allt í bál og brand Það er allt að komast á fullt. 9. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Nú er það svart Hlaupið yfir helstu vendingar. 2. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Bastarðar og erfið verkefni Þrátt fyrir að lítið hafi verið um hasar vörpuðu framleiðendurnir þó nokkrum stórum sprengjum. 16. ágúst 2017 08:45
Game of Thrones: Er erfitt að drepa dreka? Hve kröftugir eru drekarnir í söguheimi Game of Thrones. 28. júlí 2017 13:00
Game of Thrones: Taflmennirnir fara að detta af borðinu Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa fyrir það sem koma skal í næstu fimm. 26. júlí 2017 08:45