Bandaríkin leiða eftir fyrsta dag Solheim bikarsins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 11:00 Lizette Salas og félagi hennar Angel Yin áttu stærsta sigur gærdagsins þegar þær unnu 6&5 á móti Carlota Ciganda og Emily Pedersen Mynd/BBC Bandaríkjakonur unnu allar fjórboltakeppnir (e. fourballs) gærdagsins og leiða keppni í Solheimbikarnum í golfi með 5 og hálfu stigi gegn 2 og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn vel og náðu forystu í fjórmenningskeppninni (e. foursomes), en náðu ekki að halda henni út daginn og þurfa því á góðum degi að halda í dag til að eiga möguleika á að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjunum. Breiddin hjá Bandaríkjakonum var þeirra aðal styrkleikamerki í dag og átti nýliðinn Danielle Kang frábæran dag í gær með sigra bæði um morguninn og seinni partinn. Angel Yin, Brittany Lang og Brittany Lincicome áttu einnig góðan dag fyrir Bandaríkin í gær. Georgia Hall er einnig nýliði í mótinu, en fyrir Evrópuliðið, og hún spilaði mjög vel í gær. Charley Hull er hins vegar meidd á úlnlið svo útlitið er ekki gott fyrir framhaldið hjá Evrópu. Keppni verður haldið áfram í dag með svipuðu fyrirkomulagi, þ.e. keppt í fjórmennings og fjórboltakeppnum, en svo á sunnudaginn eru spilaðar 12 einstaklingsviðureignir. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12:00. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjakonur unnu allar fjórboltakeppnir (e. fourballs) gærdagsins og leiða keppni í Solheimbikarnum í golfi með 5 og hálfu stigi gegn 2 og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn vel og náðu forystu í fjórmenningskeppninni (e. foursomes), en náðu ekki að halda henni út daginn og þurfa því á góðum degi að halda í dag til að eiga möguleika á að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjunum. Breiddin hjá Bandaríkjakonum var þeirra aðal styrkleikamerki í dag og átti nýliðinn Danielle Kang frábæran dag í gær með sigra bæði um morguninn og seinni partinn. Angel Yin, Brittany Lang og Brittany Lincicome áttu einnig góðan dag fyrir Bandaríkin í gær. Georgia Hall er einnig nýliði í mótinu, en fyrir Evrópuliðið, og hún spilaði mjög vel í gær. Charley Hull er hins vegar meidd á úlnlið svo útlitið er ekki gott fyrir framhaldið hjá Evrópu. Keppni verður haldið áfram í dag með svipuðu fyrirkomulagi, þ.e. keppt í fjórmennings og fjórboltakeppnum, en svo á sunnudaginn eru spilaðar 12 einstaklingsviðureignir. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12:00.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira