Everton vann tveggja marka heimasigur í fyrri leik sínum á móti króatíska liðinu Hadjuk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Everton vann leikinn 2-0 á Goodison Park í kvöld og er því langt frá því að vera öruggt með sæti í Evrópudeildinni enda seinni leikurinn eftir í Króatíu.
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins fyrir leikinn og fylgdist með nýju liðsfélögunum síðan úr stúkunni.
Bæði mörk Everton-liðsins komu í fyrri hálfleiknum. Miðvörðurinn Michael Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 30. mínútu og Idrissa Gueye skoraði síðan annað markið á 45. mínútu eftir stoðsendingu frá Wayne Rooney.
Everton spilaði vel fyrsta klukkutímann en gaf svo eftir. Það hefði munað miklu um það að ná inn fleiri mörkum í seinni hálfleiknum en þeir verða vonandi með Gylfa Þór Sigurðsson í búning í seinni leiknum í næstu viku.
Markvörðurinn Jordan Pickford átti líka mjög góðan leik fyrir Everton og sá til þess að Króatarnir sluppu ekki heim með mikilvægt útivallarmark.
Everton hélt upp á komu Gylfa með 2-0 sigri í Evrópudeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn

Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn



