Íslenski framherjinn Viðar Örn Kjartansson var áfram á skotskónum með ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í kvöld.
Viðar Örn tryggði þá Maccabi Tel Aviv 1-0 útisigur á austurríska félaginu Rheindorf Altach í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Sigurmark Viðars kom á 67. mínútu leiksins. Maccabi Tel Aviv er því í fínum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli ísraelska liðsins.
Viðar Örn Kjartansson hefur nú þegar skorað þrjú mörk fyrir Maccabi í Evrópudeildinni á þessu tímabili en hann hefur einni gefið tvær stoðsendingar.
Eitt markið og ein önnur stoðsendinganna kom einmitt í leikjunum á móti KR í 2. umferð forkeppninnar.
Viðar Örn með sigurmark Maccabi í Evrópukeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti