Íslenski framherjinn Viðar Örn Kjartansson var áfram á skotskónum með ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í kvöld.
Viðar Örn tryggði þá Maccabi Tel Aviv 1-0 útisigur á austurríska félaginu Rheindorf Altach í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Sigurmark Viðars kom á 67. mínútu leiksins. Maccabi Tel Aviv er því í fínum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli ísraelska liðsins.
Viðar Örn Kjartansson hefur nú þegar skorað þrjú mörk fyrir Maccabi í Evrópudeildinni á þessu tímabili en hann hefur einni gefið tvær stoðsendingar.
Eitt markið og ein önnur stoðsendinganna kom einmitt í leikjunum á móti KR í 2. umferð forkeppninnar.
Viðar Örn með sigurmark Maccabi í Evrópukeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn




Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti



„Manchester er heima“
Enski boltinn