Fjöldagrafir íslenskunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Tækninni fleytir geipilega fram. Hún tekur risastór stökk á hverjum degi og ef maður ætlar að taka þátt í samfélaginu verður maður að halda í við hana. Ekki síst hér á Íslandi. En hvernig eru framtíðarhorfurnar ef tæknin, sem opnar heiminn svona rækilega fyrir okkur, talar ekki tungumálið okkar? Þegar tungumálið okkar er svo lítið, talað af svo fáum í stóra samhenginu, að það virðist ekki borga sig að kenna tækninni það. Þegar tafarlaust gróðatækifæri er ekki í augsýn. Ég held til dæmis að íslenskar gæsalappir verði eitt af því fyrsta sem við jarðsetjum. Frænkur þeirra, “þær ensku”, eru nú þegar byrjaðar að ganga af þeim dauðum. Þær eru töluvert þekktari, koma betur fyrir, og eru auðveldari í notkun á næstum öllum lyklaborðum. Næst verða samsett orð líklega lögð til hinstu hvílu. Banamein: Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður sem slítur þau í sundur svo blóðið spýtist. Það þarf tvær grafir – aðra fyrir „flugvallar“ og hin fyrir „starfsmann“. Svo verða það kannski broddstafirnir. A, o og i herða takið á hálsi á, ó og í. Að lokum er síðasti andardrátturinn dreginn, það tekur því ekki að hengja kommuna á. Þar á eftir gefur þ upp öndina. Næst ákveðinn greinir. Og svo framvegis. En ég meina, er hægt að búast við öðru en fjöldagröfum þegar góð, vönduð íslensk orðabók er ekki einu sinni aðgengileg öllum, ókeypis, á netinu? Þegar fyrst núna er verið að setja saman neyðarnefndir til að sporna við hnignun tungumálsins? Ég vona bara, fyrir mitt leyti, að við séum ekki of sein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Tækninni fleytir geipilega fram. Hún tekur risastór stökk á hverjum degi og ef maður ætlar að taka þátt í samfélaginu verður maður að halda í við hana. Ekki síst hér á Íslandi. En hvernig eru framtíðarhorfurnar ef tæknin, sem opnar heiminn svona rækilega fyrir okkur, talar ekki tungumálið okkar? Þegar tungumálið okkar er svo lítið, talað af svo fáum í stóra samhenginu, að það virðist ekki borga sig að kenna tækninni það. Þegar tafarlaust gróðatækifæri er ekki í augsýn. Ég held til dæmis að íslenskar gæsalappir verði eitt af því fyrsta sem við jarðsetjum. Frænkur þeirra, “þær ensku”, eru nú þegar byrjaðar að ganga af þeim dauðum. Þær eru töluvert þekktari, koma betur fyrir, og eru auðveldari í notkun á næstum öllum lyklaborðum. Næst verða samsett orð líklega lögð til hinstu hvílu. Banamein: Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður sem slítur þau í sundur svo blóðið spýtist. Það þarf tvær grafir – aðra fyrir „flugvallar“ og hin fyrir „starfsmann“. Svo verða það kannski broddstafirnir. A, o og i herða takið á hálsi á, ó og í. Að lokum er síðasti andardrátturinn dreginn, það tekur því ekki að hengja kommuna á. Þar á eftir gefur þ upp öndina. Næst ákveðinn greinir. Og svo framvegis. En ég meina, er hægt að búast við öðru en fjöldagröfum þegar góð, vönduð íslensk orðabók er ekki einu sinni aðgengileg öllum, ókeypis, á netinu? Þegar fyrst núna er verið að setja saman neyðarnefndir til að sporna við hnignun tungumálsins? Ég vona bara, fyrir mitt leyti, að við séum ekki of sein.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun