Enski boltinn

Simon Mignolet er algjör vítabani

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simon Mignolet ver hér vítaspyrnuna í kvöld.
Simon Mignolet ver hér vítaspyrnuna í kvöld. Vísir/Getty
Simon Mignolet, markvörður Liverpool, var betri en enginn í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu strax á 12. mínútu í fyrri leik Liverpool og Hoffenheim í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool komst í 2-0 í leiknum og vann á endanum 2-1 sigur eftir að Hoffenheim minnkaði muninn í lokin.

Simon Mignolet er algjör vítabani því belgíski markvörðurinn er núna búinn að verja fjórar af síðustu sjö vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í öllum keppnum.

Síðan að Simon Mignolet kom til Liverpool þá hefur hann ennfremur varið 7 af 20 vítum en það gerir 35 prósent vítamarkvörslu.

Ekki slæmt fyrir Liverpool að treysta á þennan markvörð þegar liðið fær dæmt á sig víti.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×