Golf

Ólafía Þórunn: Sýnið frekar hversu góðar manneskjur þið eruð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með Jóni Jónssyni og LPGA-kylfingnum Söndru Gal á Barnaspítala Hringsins.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með Jóni Jónssyni og LPGA-kylfingnum Söndru Gal á Barnaspítala Hringsins. Mynd/Instagram/olafiakri
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vill breyta hegðun fólks á samfélagsmiðlum og hefur farið fyrir nýrri herferð sem á einmitt að stuðla að meiri náungakærleik á netinu.

Ólafía Þórunn hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili á bandarísku atvinnumannamótaröðinni en hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á LPGA-mótaröðina.

Ólafía Þórunn stóð í síðustu viku fyrir góðgerðargolfmóti á Leirdalsvellinum í samvinnu við KPMG. Alls söfnuðust fjórar milljónir til styrktar Barnaspítali Hringsins.

Ólafía Þórunn mætti á Barnaspítala Hringsins með veglega ávísun upp á fjórar milljónir króna sem söfnuðust í mótinu og gaf sér einnig tíma til að gleðja krakkana.  









Ólafía Þórunn ætlar sér hinsvegar að gera fleiri góðverk. Hún setti stuttan pistil inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún biðlar til Íslendinga um að gera góðverk líka.

„Ég skora á ykkur að vera með! Markmiðið mitt er að gera samtals 10 góðverk, stór sem smá. Ég er komin með 5 nú þegar. Í nútímanum snúast samfélagsmiðlar allt of mikið um að monta sig hversu fullkomið líf manns er, sýnið frekar hversu góðar manneskjur þið eruð. Alvöru hamingja er að hjálpa og gleðja aðra,“ skrifaði Ólafía Þórunn en það má lesa pistilinn hennar hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir

Kölluð „Iceland“

Tiffany Joh segir að Ólafía hafi staðið sig vel á sínu fyrsta ári á LPGA-mótaröðinni. Nafnið hennar hafi þó þvælst fyrir kylfingunum.

Hefur enn ekki sýnt sitt besta

Samherji Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur hrósar henni fyrir framgöngu hennar á fyrsta tímabilinu á LPGA-mótaröðinni. Ólafía vill gera enn betur og segist enn eiga eftir að spila mót þar sem allt gengur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×