Framtíð íslenskrar bransamennsku Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. ágúst 2017 10:00 Teymið bakvið hiphop hátíðina er allt saman fætt eftir 2000. Vísir/Andri Marinó „Þetta er annað skiptið okkar í ár – þetta byrjaði í fyrra með því að ég fékk hugmynd og hafði samband við nokkra vini mína og sagði þeim frá hugmyndinni eftir að ég hafði sent inn umsókn til Reykjavíkurborgar til að fá að halda þetta. Við fengum smávegis styrk og þá byrjuðum við að þróa hugmyndina sem endaði í hiphop-partíi Menningarnætur. Í fyrra vorum við meira að strögla í gegnum þetta ferli því að við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera. En við enduðum á að halda mjög góða tónleika. Í ár fórum við að skoða að gera þetta aftur, sóttum um betri styrk – og fengum og það stefnir í algjöra neglu,“ segir Snorri Ástráðsson en hann og Jason Daði, Róbert Vilhjálmur, Egill Orri, Þorsteinn Hængur og Úlfur Stígsson halda Hiphop-hátíð á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin, en í fyrra mættu yfir 3.000 manns á hana. Þetta væri nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessir piltar sem halda hátíðina eru allir fæddir árið 2000, nema Snorri sem fæddist ári síðar. Þeir hafa ekki fengið neina aðstoð við þetta – nema smávegis hjálp frá Agli Ástráðssyni, bróður Snorra, en hann er umboðsmaður stórrar sneiðar íslenska rappbransans.Frá hátíðinni í fyrra.„Við sögðum við okkur sjálfa að ef það mættu 500 manns værum við sáttir. Klukkan sjö vorum við komnir í létt „panic“ því að það voru kannski 300 mættir – en um átta bættust við þúsund og eftir það bættist hellingur við og þetta endaði í 3.000-3.500 manns.“ Í fyrra komu til að mynda fram GKR, Aron Can og Gísli Pálmi og hátíðin fór fram á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. „Við verðum á Ingólfstorgi í ár. Við munum tilkynna um hverjir spila í partíi í Húrra Reykjavík á miðvikudaginn þar sem verða plötusnúðar og við sýnum myndband sem við erum búnir að gera þar sem allir listamennirnir verða tilkynntir – en þetta verður bara stærra núna en í fyrra. Ég fékk til dæmis vin minn sem vinnur í þessum bransa til að hanna svið fyrir mig, hanna ljósakerfin og hvernig við setjum þetta upp. Svo erum við á fullu að semja við styrktaraðila og svona,“ segir Snorri. Liggur ekki beinast við að þið gerið skemmtanabransann að ævistarfi? „Ég býst við því, ég hef allavega enga löngun til að vinna frá níu til fimm. Ég held að þetta sé bara málið.“ Menningarnótt Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er annað skiptið okkar í ár – þetta byrjaði í fyrra með því að ég fékk hugmynd og hafði samband við nokkra vini mína og sagði þeim frá hugmyndinni eftir að ég hafði sent inn umsókn til Reykjavíkurborgar til að fá að halda þetta. Við fengum smávegis styrk og þá byrjuðum við að þróa hugmyndina sem endaði í hiphop-partíi Menningarnætur. Í fyrra vorum við meira að strögla í gegnum þetta ferli því að við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera. En við enduðum á að halda mjög góða tónleika. Í ár fórum við að skoða að gera þetta aftur, sóttum um betri styrk – og fengum og það stefnir í algjöra neglu,“ segir Snorri Ástráðsson en hann og Jason Daði, Róbert Vilhjálmur, Egill Orri, Þorsteinn Hængur og Úlfur Stígsson halda Hiphop-hátíð á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin, en í fyrra mættu yfir 3.000 manns á hana. Þetta væri nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessir piltar sem halda hátíðina eru allir fæddir árið 2000, nema Snorri sem fæddist ári síðar. Þeir hafa ekki fengið neina aðstoð við þetta – nema smávegis hjálp frá Agli Ástráðssyni, bróður Snorra, en hann er umboðsmaður stórrar sneiðar íslenska rappbransans.Frá hátíðinni í fyrra.„Við sögðum við okkur sjálfa að ef það mættu 500 manns værum við sáttir. Klukkan sjö vorum við komnir í létt „panic“ því að það voru kannski 300 mættir – en um átta bættust við þúsund og eftir það bættist hellingur við og þetta endaði í 3.000-3.500 manns.“ Í fyrra komu til að mynda fram GKR, Aron Can og Gísli Pálmi og hátíðin fór fram á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. „Við verðum á Ingólfstorgi í ár. Við munum tilkynna um hverjir spila í partíi í Húrra Reykjavík á miðvikudaginn þar sem verða plötusnúðar og við sýnum myndband sem við erum búnir að gera þar sem allir listamennirnir verða tilkynntir – en þetta verður bara stærra núna en í fyrra. Ég fékk til dæmis vin minn sem vinnur í þessum bransa til að hanna svið fyrir mig, hanna ljósakerfin og hvernig við setjum þetta upp. Svo erum við á fullu að semja við styrktaraðila og svona,“ segir Snorri. Liggur ekki beinast við að þið gerið skemmtanabransann að ævistarfi? „Ég býst við því, ég hef allavega enga löngun til að vinna frá níu til fimm. Ég held að þetta sé bara málið.“
Menningarnótt Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira