Golf

GR Íslandsmeistarar í kvennaflokki 2017 | GKG hafði betur í karlaflokki

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sveit GR með bikarinn á Akranesi í dag.
Sveit GR með bikarinn á Akranesi í dag. Mynd/SETH/GSÍ
Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur hafði betur gegn sveit Golfklúbbsins Keilis í úrslitum Íslandsmóts golfklúbba í 1. deild kvenna.

Leikið var á Garðavelli á Akranesi í dag en GR-ingum tókst með því að verja titilinn.

GR var með 13 vinninga gegn 12 vinningum hjá GK sem tryggði þeim sigurinn í nítjánda skipti og í þriðja skiptið á síðustu þremur árum.

Sveit GKG með bikarinn.Mynd/SETH/GSÍ
Í karlaflokki vann sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar úrslitaleikinn gegn GR en leikið var á Kiðjabergsvelli.

Keilismenn sem höfðu titil að verja þessa helgina komust ekki í úrslitaleikinn í ár.

Var þetta í fimmta skiptið sem GKG tekur þennan titil og í fyrsta skiptið frá árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×