Martin stigahæstur í tapi gegn Rússum Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 11:15 Martin Hermannsson fór fyrir íslenska liðinu í stigaskorun annan leikinn í röð. vísir/bára dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði lokaleik sínum gegn heimamönnum 82-69 í Kazan í Rússlandi í dag en þetta var seinasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Eftir sigurinn á Ungverjum í gær var komið að lokaleiknum þar sem Ísland mætti liði Rússa sem hafði unnið báða leiki sína til þessa. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega tíu stiga forskoti í stöðunni 15-5 en staðan að fyrsta leikhluta loknum var 24-15 fyrir Rússum. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, Rússarnir byrjuðu af krafti og voru fljótir að ná góðu forskoti sem íslenska liðið náði aðeins að laga fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Rússar sautján stiga forskot inn í hálfleikinn, 48-31, en spilamennskan í þriðja leikhluta var sennilega sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt á þessu móti. Varnarlega héldu þeir Rússum niðri og í aðeins tólf stigum en á sama tíma fóru íslensku leikmennirnir að finna skotin sín þótt að þeir hafi farið illa með nokkur góð færi til að minnka enn meira muninn. Var munurinn aðeins sex stig í upphafi fjórða leikhluta, 60-54, en þá settu Rússarnir aftur í gír og kláruðu leikinn á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Náði íslenska liðið að minnka muninn aftur niður í sjö stig þegar stutt var til leiksloka en ekki gafst tími til að gera atlögu að forskoti Rússa og lauk leiknum með þrettán stiga sigri. Þjálfarateymið getur tekið margt jákvætt úr spilamennsku liðsins í dag gegn ógnarsterku liði Rússa, sérstaklega hvernig þeir náðu allri stjórn á leiknum í þriðja leikhluta. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Haukur Helgi Pálsson bætti við tólf stigum og Hörður Axel Vilhjálmsson ellefu. Var Martin valinn maður leiksins í íslenska liðinu af hálfu rússneska körfuboltasambandsins. Þá var gaman að fylgjast með baráttu Tryggva Hlínarsonar og Timofey Mozgov, miðherja Brooklyn Nets, í leiknum en Tryggvi gaf honum ekkert eftir og sýndi að hann er svo sannarlega tilbúinn fyrir stóra sviðið.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira