Góð lög, verri flutningur Jónas Sen skrifar 11. ágúst 2017 12:00 Lagasmíðar Jóels Pálssonar voru góðar segir í dómi. Visir/Vilhelm Tónlist Opnunartónleikar Djasshátíðar Reykjavíkur Kvartett Jóels Pálssonar og Valdimar Guðmundsson fluttu lög eftir Jóel við ljóð íslenskra samtímaskálda. Norðurljós í Hörpu miðvikudaginn 9. ágúst Ég las nýlega smásagnasafn eftir Stephen King. Á undan hverri sögu segir King aðeins frá henni, hvernig hugmyndin kviknaði, o.s.frv. Þetta er dýrmætt, lesandinn skilur betur söguna, fær tilfinningu fyrir því sem er að gerast; sagan öðlast meira líf. Ég saknaði slíkrar umgjarðar á opnunartónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Þar kom fram Kvartett Jóels Pálssonar ásamt Valdimar Guðmundssyni og frumfluttu þeir nokkur lög eftir Jóel við ljóð samtímaskálda. Jóel sagði að vísu stuttlega frá lögunum, en það var í skötulíki. Maður fékk enga innsýn í ljóðin, vissi ekkert um hvað þau snerust. Valdimar söng ekki það skýrt að ljóðin skiluðu sér almennilega; af hverju voru þau ekki prentuð í tónleikaskrá? Lögin sem slík voru þó skemmtileg, en flutningurinn hefði mátt vera betri. Þar munaði mest um söng Valdimars, sem var afskaplega litlaus. Valdimar hefur vissulega fallega rödd, en hann söng allt eins. Ljóðin fjölluðu auðvitað um ólíka hluti, en svo var ekki að heyra á túlkuninni. Það voru engin tilþrif, litbrigði eða hápunktar. Eins og áður segir voru lögin fín og það sem kom best út var Ættjarðarljóð eftir Gerði Kristnýju. Tónlistin byggðist upp á dökkum hljómum og létt-austurlenskum tónstigum sem Eyþór Gunnarsson píanóleikari sá aðallega um. Leikur hans var blæbrigðaríkur og fallegur. Almennt talað voru lögin sungin í byrjun, en svo hófst hljóðfærakafli sem var oft mjög fyrirferðarmikill. Spiluðu þá allir hljóðfæraleikararnir sem mest þeir máttu, sem var ansi einsleitt. Sennilega hefði þurft vera meiri fjölbreytni í útsetningum, hafa kannski bara eitt eða tvö hljóðfæri í einhverjum lögum, draga þannig fram mismunandi stemningu hvers ljóðs. Eyþór spilaði á hljómborð í sumum laganna, en þar skemmdi upplifunina urg úr hátalara á sviðinu sem lagaðist ekki fyrr en nokkuð var liðið á dagskrána. Engin tæknivandamál trufluðu þó raddir hinna hljóðfæraleikaranna sem spiluðu ágætlega. Jóel lék á saxófón af sannfærandi innlifun; Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson var líflegur á kontrabassann, Einar Scheving var kraftmikill á slagverkinu og Valdimar Guðmundsson blés í básúnu af öryggi. Ekkert af þessu dugði þó til að gera tónleikana virkilega spennandi; söngurinn og útsetningarnar voru einfaldlega ekki nógu bitastæðar.Niðurstaða: Góðar lagasmíðar, en einhæfar útsetningar og flatur söngur olli vonbrigðum á upphafstónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur. Tónlistargagnrýni Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Opnunartónleikar Djasshátíðar Reykjavíkur Kvartett Jóels Pálssonar og Valdimar Guðmundsson fluttu lög eftir Jóel við ljóð íslenskra samtímaskálda. Norðurljós í Hörpu miðvikudaginn 9. ágúst Ég las nýlega smásagnasafn eftir Stephen King. Á undan hverri sögu segir King aðeins frá henni, hvernig hugmyndin kviknaði, o.s.frv. Þetta er dýrmætt, lesandinn skilur betur söguna, fær tilfinningu fyrir því sem er að gerast; sagan öðlast meira líf. Ég saknaði slíkrar umgjarðar á opnunartónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Þar kom fram Kvartett Jóels Pálssonar ásamt Valdimar Guðmundssyni og frumfluttu þeir nokkur lög eftir Jóel við ljóð samtímaskálda. Jóel sagði að vísu stuttlega frá lögunum, en það var í skötulíki. Maður fékk enga innsýn í ljóðin, vissi ekkert um hvað þau snerust. Valdimar söng ekki það skýrt að ljóðin skiluðu sér almennilega; af hverju voru þau ekki prentuð í tónleikaskrá? Lögin sem slík voru þó skemmtileg, en flutningurinn hefði mátt vera betri. Þar munaði mest um söng Valdimars, sem var afskaplega litlaus. Valdimar hefur vissulega fallega rödd, en hann söng allt eins. Ljóðin fjölluðu auðvitað um ólíka hluti, en svo var ekki að heyra á túlkuninni. Það voru engin tilþrif, litbrigði eða hápunktar. Eins og áður segir voru lögin fín og það sem kom best út var Ættjarðarljóð eftir Gerði Kristnýju. Tónlistin byggðist upp á dökkum hljómum og létt-austurlenskum tónstigum sem Eyþór Gunnarsson píanóleikari sá aðallega um. Leikur hans var blæbrigðaríkur og fallegur. Almennt talað voru lögin sungin í byrjun, en svo hófst hljóðfærakafli sem var oft mjög fyrirferðarmikill. Spiluðu þá allir hljóðfæraleikararnir sem mest þeir máttu, sem var ansi einsleitt. Sennilega hefði þurft vera meiri fjölbreytni í útsetningum, hafa kannski bara eitt eða tvö hljóðfæri í einhverjum lögum, draga þannig fram mismunandi stemningu hvers ljóðs. Eyþór spilaði á hljómborð í sumum laganna, en þar skemmdi upplifunina urg úr hátalara á sviðinu sem lagaðist ekki fyrr en nokkuð var liðið á dagskrána. Engin tæknivandamál trufluðu þó raddir hinna hljóðfæraleikaranna sem spiluðu ágætlega. Jóel lék á saxófón af sannfærandi innlifun; Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson var líflegur á kontrabassann, Einar Scheving var kraftmikill á slagverkinu og Valdimar Guðmundsson blés í básúnu af öryggi. Ekkert af þessu dugði þó til að gera tónleikana virkilega spennandi; söngurinn og útsetningarnar voru einfaldlega ekki nógu bitastæðar.Niðurstaða: Góðar lagasmíðar, en einhæfar útsetningar og flatur söngur olli vonbrigðum á upphafstónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira