Jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 23:51 Sigrún Halla segir að hugleiðsla sé gott tæki til að vinna úr erfiðum upplifunum. Sigrún Halla „Ég á það til að setja ullarsokka á hendurnar á barninu mínu, skilja eftir kveikt á eldavélarhellunum og fara út úr húsi og ég man aldrei nokkurn tíman eftir afmælisdögum.“ Þetta segir Sigrún Halla, jógakennari, um kveikjuna að námskeiðinu sem hún er að fara af stað með sem er undir yfirskriftinni „jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður.“ Hún segir að sín leið til að „halda sönsum“ sé að stunda Kundalini jóga og því segir Sigrún að titill námskeiðsins sé í höfuðið á sjálfri sér „Ég veit að það eru ótalmargir þarna úti, konur og karlar, sem eru í sömu sporum og ég. Þaðan spratt þessi hugmynd að vera með jóga fyrir tættar mæður og þreytta pabba,“ segir Sigrún.Sigrún Halla segir fjölskyldur vera undir miklu álagi.Helgi ÓmarssonÍ námskeiðslýsingunni segir: „Álag og áreiti sem við búum við í dag er gríðarlegt“ og þá segir Sigrún í samtali við Vísi að utanaðkomandi álag hafi aukist til muna á fjölskyldur eins og þær leggi sig. „Það er svo mikil pressa að standa sig á öllum vígstöðvum; í vinnunni, í uppeldinu og í félagslífinu. Það er svo mikið álag sem fylgir öllu þessu upplýsingaflæði sem við verðum fyrir í gegnum samfélagsmiðla, án þess að gera lítið úr upplifun fyrri kynslóða,“ segir Sigrún sem bætir við að í sífellu þurfi að gera og græja. Spurð að því hvort hún mæli með námskeiðinu fyrir konur sem þjáist af fæðingarþunglyndi svarar Sigrún játandi. „Hugleiðsla er gott tækifæri til úrvinnslu á erfiðum upplifunum,“ segir Sigrún sem bendir á að ávinningur þess að stunda jóga sé fjölþættur: „Kundalini jóga, sem er það jóga sem ég kenni er, kallað jóga meðvitundar. Tækni til að finna tengingu við sjálfan sig og umheiminn. Það styrkir taugakerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, lungun, eykur einbeitingu, minnkar streitu. Ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Sigrún. Á námskeiðinu segir Sigrún að verði lögð áhersla á að minnka streitu, auka einbeitingu og jafnvægi í líkamanum. „Ójafnvægi í huganum getur komið fram sem líkamleg einkenni og líkamlegir kvillar geta valdið ójafnvægi í huganum. Ef við erum þreytt og tætt og eigum erfitt með að ná utan um hlutina, þá er besta ráðið að koma jafnvægi á sjálfan sig. Um leið og því er náð er auðveldara að koma jafnvægi á hlutina í kringum þig,“ segir Sigrún.Standa fyrir „jógaþoni“Námskeiðið er kennt í jógasal Ljósheima en í boði er „opin vika“ dagana 28. ágúst – 2. september þar sem frítt er í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Svo ætla þær að enda dagskrána á sunnudeginum 3. sept. með jógaþoni. Fólk getur stundað jóga allan daginn. „Við ætlum að vera með stanslaust jóga frá 10:00-22:00 þar sem allir tímarnir eru kenndir í stuttri útgáfu eða 30 mínútur hver tími. Þá gefst fólki tækifæri á að prófa sem flestar tegundir af jóga sem boði eru í Ljósheimum í vetur,“ segir Sigrún. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
„Ég á það til að setja ullarsokka á hendurnar á barninu mínu, skilja eftir kveikt á eldavélarhellunum og fara út úr húsi og ég man aldrei nokkurn tíman eftir afmælisdögum.“ Þetta segir Sigrún Halla, jógakennari, um kveikjuna að námskeiðinu sem hún er að fara af stað með sem er undir yfirskriftinni „jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður.“ Hún segir að sín leið til að „halda sönsum“ sé að stunda Kundalini jóga og því segir Sigrún að titill námskeiðsins sé í höfuðið á sjálfri sér „Ég veit að það eru ótalmargir þarna úti, konur og karlar, sem eru í sömu sporum og ég. Þaðan spratt þessi hugmynd að vera með jóga fyrir tættar mæður og þreytta pabba,“ segir Sigrún.Sigrún Halla segir fjölskyldur vera undir miklu álagi.Helgi ÓmarssonÍ námskeiðslýsingunni segir: „Álag og áreiti sem við búum við í dag er gríðarlegt“ og þá segir Sigrún í samtali við Vísi að utanaðkomandi álag hafi aukist til muna á fjölskyldur eins og þær leggi sig. „Það er svo mikil pressa að standa sig á öllum vígstöðvum; í vinnunni, í uppeldinu og í félagslífinu. Það er svo mikið álag sem fylgir öllu þessu upplýsingaflæði sem við verðum fyrir í gegnum samfélagsmiðla, án þess að gera lítið úr upplifun fyrri kynslóða,“ segir Sigrún sem bætir við að í sífellu þurfi að gera og græja. Spurð að því hvort hún mæli með námskeiðinu fyrir konur sem þjáist af fæðingarþunglyndi svarar Sigrún játandi. „Hugleiðsla er gott tækifæri til úrvinnslu á erfiðum upplifunum,“ segir Sigrún sem bendir á að ávinningur þess að stunda jóga sé fjölþættur: „Kundalini jóga, sem er það jóga sem ég kenni er, kallað jóga meðvitundar. Tækni til að finna tengingu við sjálfan sig og umheiminn. Það styrkir taugakerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, lungun, eykur einbeitingu, minnkar streitu. Ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Sigrún. Á námskeiðinu segir Sigrún að verði lögð áhersla á að minnka streitu, auka einbeitingu og jafnvægi í líkamanum. „Ójafnvægi í huganum getur komið fram sem líkamleg einkenni og líkamlegir kvillar geta valdið ójafnvægi í huganum. Ef við erum þreytt og tætt og eigum erfitt með að ná utan um hlutina, þá er besta ráðið að koma jafnvægi á sjálfan sig. Um leið og því er náð er auðveldara að koma jafnvægi á hlutina í kringum þig,“ segir Sigrún.Standa fyrir „jógaþoni“Námskeiðið er kennt í jógasal Ljósheima en í boði er „opin vika“ dagana 28. ágúst – 2. september þar sem frítt er í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Svo ætla þær að enda dagskrána á sunnudeginum 3. sept. með jógaþoni. Fólk getur stundað jóga allan daginn. „Við ætlum að vera með stanslaust jóga frá 10:00-22:00 þar sem allir tímarnir eru kenndir í stuttri útgáfu eða 30 mínútur hver tími. Þá gefst fólki tækifæri á að prófa sem flestar tegundir af jóga sem boði eru í Ljósheimum í vetur,“ segir Sigrún.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið