Þór sigraði Gróttu 1-3 í Inkasso deildinni í dag.
Fyrir leikinn sátu Þórsarar í sjöunda sæti deildarinnar en Grótta í 11. sætinu.
Grótta komst yfir í leiknum þegar að Alexander Kostic skoraði úr vítaspyrnu eftir 14 mínútna leik eftir að brotið hafði verið á Agnari Guðjónssyni, leikmanni Gróttu, inn í vítateig Þórsara. Atli Sigurjónsson jafnaði hinsvegar metin fyrir Þór á 27. mínútu leiksins.
Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan jöfn, 1-1.
Aron Kristófer Lárusson kom svo Þórsurum yfir í leiknum á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Jónas Björgvin Sigurbergsson þriðja mark Þórs í leiknum og góður sigur Þórsara í höfn.
Eftir sigurinn í dag sitja Þórsarar í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum á eftir Þrótti Reykjavík sem eru í sætinu fyrir ofan þá.
Gróttumenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 9 stig þegar að 18 umferðir eru búnar af deildinni.
Upplýsingarnar um úrslit og markarskorara fengust af www.fotbolti.net
Þórsarar með góðan sigur á Gróttu
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið




„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn

„Við vorum mjög sigurvissar“
Körfubolti


Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Íslenski boltinn

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn

Real Madríd í vænlegri stöðu
Fótbolti

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn