Sókndjarfari og ferskari Finnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira