Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Hörður Ægisson skrifar 23. ágúst 2017 07:30 Kevin Stanford er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað Karen Millen ásamt eiginkonu sinni. Kaupþing hefur keypt kröfu af Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi í eigu ríkissjóðs Íslands, á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford. Ekki fást upplýsingar um fjárhæð kröfunnar en samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna af eignaumsýslufélagi ríkisins fyrr í sumar. Deilur og málaferli milli Kaupþings og Stanfords hafa staðið yfir um margra ára skeið. Stanford, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað tískuverslanakeðjunar Karen Millen, var einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans og sömuleiðis fjórði stærsti hluthafi hans með um 4,3 prósenta eignarhlut. Kaupþing vildi ekki svara fyrirspurn Markaðarins hvað félagið hefði keypt kröfuna á né heldur hver tilgangurinn með kaupunum hafi verið. Félagið Lindarhvoll, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, var sett á stofn í apríl 2016 og heldur utan um eignir sem voru framseldar til ríkissjóðs í tengslum við stöðugleikaframlög fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna meðal annars í því skyni að styrkja stöðu sína í mögulegum samningaviðræðum við Stanford en krafan sem um ræðir beinist að honum persónulega. Kaupin komu í kjölfar þess að Paul Copley, forstjóri Kaupþings, gerði Stanford óformlegt tilboð um að ljúka öllum ágreiningsmálum milli hans og Kaupþings með greiðslu til Stanfords. Í skriflegu svari til Markaðarins segir Kaupþing að það sé ekki rétt, eins og heimildir blaðsins herma, að það tilboð hafi hljóðað upp á um 60 milljónir punda, jafnvirði 8 milljarða króna, sem Stanford hafi hafnað. „Viðræður aðila njóta trúnaðar en Kaupþing getur staðfest að félagið hefur ekki gert Kevin Stanford tilboð um greiðslu umræddrar fjárhæðar.“ Þá segir einnig í svari Kaupþings að „málaferli hafa staðið yfir milli Kaupþings og Kevin Stanford í Lúxemborg frá árinu 2011. Þær sáttaumleitanir sem hafa átt sér stað hafa engan árangur borið og eru frekari sáttaumleitanir hvorki yfirstandandi né fyrirhugaðar. […] Eins og sakir standa á Kaupþing ekki von á að ná sáttum við Kevin Stanford og mun neyta allra lagalegra úrræða til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í viðeigandi lögsögum.“ Í árslok 2015 gerði Stanford kröfu um að Kaupþing myndi greiða honum 545 milljónir punda, jafnvirði 74 milljarða króna. Greint var frá kröfunni á heimasíðu Kaupþings og sagt að hún kæmi til vegna atburða sem hafi átt sér stað í lok árs 2008 og ársbyrjun 2009. Í mars 2009 var tilkynnt um að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir 25,4 prósenta hlut Stanford í töskufyrirtækinu Bulberry vegna skulda hans við Kaupþing.Stanford skuldaði Kaupþingi háar fjárhæðir við fall bankans og var einnig fjórði stærsti hlutahafi hans.Einnig í deilum við LBI Stanford hefur einnig átt í deilum við slitabú gamla Landsbankans (LBI). Slitastjórn LBI hafnaði á sínum tíma 11,6 milljarða króna gagnkröfum Stanfords sem fjárfestirinn vildi að gengi upp í skuld hans við kröfuhafa slitabúsins. Málið er komið til kasta íslenskra dómstóla og verður fyrirtaka í málinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan næsta mánuð. Stanford var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Þá var hann stór hluthafi í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti einnig hlut í Baugi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Kaupþing hefur keypt kröfu af Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi í eigu ríkissjóðs Íslands, á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford. Ekki fást upplýsingar um fjárhæð kröfunnar en samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna af eignaumsýslufélagi ríkisins fyrr í sumar. Deilur og málaferli milli Kaupþings og Stanfords hafa staðið yfir um margra ára skeið. Stanford, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað tískuverslanakeðjunar Karen Millen, var einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans og sömuleiðis fjórði stærsti hluthafi hans með um 4,3 prósenta eignarhlut. Kaupþing vildi ekki svara fyrirspurn Markaðarins hvað félagið hefði keypt kröfuna á né heldur hver tilgangurinn með kaupunum hafi verið. Félagið Lindarhvoll, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, var sett á stofn í apríl 2016 og heldur utan um eignir sem voru framseldar til ríkissjóðs í tengslum við stöðugleikaframlög fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna meðal annars í því skyni að styrkja stöðu sína í mögulegum samningaviðræðum við Stanford en krafan sem um ræðir beinist að honum persónulega. Kaupin komu í kjölfar þess að Paul Copley, forstjóri Kaupþings, gerði Stanford óformlegt tilboð um að ljúka öllum ágreiningsmálum milli hans og Kaupþings með greiðslu til Stanfords. Í skriflegu svari til Markaðarins segir Kaupþing að það sé ekki rétt, eins og heimildir blaðsins herma, að það tilboð hafi hljóðað upp á um 60 milljónir punda, jafnvirði 8 milljarða króna, sem Stanford hafi hafnað. „Viðræður aðila njóta trúnaðar en Kaupþing getur staðfest að félagið hefur ekki gert Kevin Stanford tilboð um greiðslu umræddrar fjárhæðar.“ Þá segir einnig í svari Kaupþings að „málaferli hafa staðið yfir milli Kaupþings og Kevin Stanford í Lúxemborg frá árinu 2011. Þær sáttaumleitanir sem hafa átt sér stað hafa engan árangur borið og eru frekari sáttaumleitanir hvorki yfirstandandi né fyrirhugaðar. […] Eins og sakir standa á Kaupþing ekki von á að ná sáttum við Kevin Stanford og mun neyta allra lagalegra úrræða til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í viðeigandi lögsögum.“ Í árslok 2015 gerði Stanford kröfu um að Kaupþing myndi greiða honum 545 milljónir punda, jafnvirði 74 milljarða króna. Greint var frá kröfunni á heimasíðu Kaupþings og sagt að hún kæmi til vegna atburða sem hafi átt sér stað í lok árs 2008 og ársbyrjun 2009. Í mars 2009 var tilkynnt um að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir 25,4 prósenta hlut Stanford í töskufyrirtækinu Bulberry vegna skulda hans við Kaupþing.Stanford skuldaði Kaupþingi háar fjárhæðir við fall bankans og var einnig fjórði stærsti hlutahafi hans.Einnig í deilum við LBI Stanford hefur einnig átt í deilum við slitabú gamla Landsbankans (LBI). Slitastjórn LBI hafnaði á sínum tíma 11,6 milljarða króna gagnkröfum Stanfords sem fjárfestirinn vildi að gengi upp í skuld hans við kröfuhafa slitabúsins. Málið er komið til kasta íslenskra dómstóla og verður fyrirtaka í málinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan næsta mánuð. Stanford var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Þá var hann stór hluthafi í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti einnig hlut í Baugi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur