Það er orðin löng hefð fyrir gjörningum á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 09:00 Rúrí verður með gjörninginn Tortími II í Ketilhúsinu á laugardag. Mynd/Sonja Heines A! Gjörningahátíð er haldin í þriðja sinn um helgina, hefst í dag fimmtudag og endar á sunnudaginn,“ segir Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri. „Það er orðin löng hefð fyrir gjörningum á Akureyri alveg frá því á dögum Rauða hússins. Að venju mun listafólk sem býr hér og starfar taka þátt og við fáum gesti úr borginni og erlendis frá. Allir gjörningarnir eru frumfluttir nema þeirra Örnu Valsdóttur og Suchan Kinoshita sem fluttu sama efni fyrir 30 árum í Samkomuhúsinu.“ Guðrúnu telst til að þátttakendur hátíðarinnar séu um 50 og þeir koma víða að. Hún nefnir Katrine Faber frá Danmörku, Gabrielle Cerberville frá Ameríku og Magnús Loga Kristinsson sem kemur frá Gautaborg. Einnig Gjörningaklúbbinn og myndlistarkonuna Rúrí. „Svo eru 18 stúdentar frá Hollandi sem koma, því kennarinn þeirra, Suchan Kinoshita, var svo sniðug að taka þá með sér í vinnu- og skólaferð. Stúdentarnir fremja vídeógjörninga á vídeólistahátíðinni Heim sem hefur fylgt A! frá upphafi, hún er haldin í heimahúsi,“ upplýsir hún. Af þeim listamönnum sem búa og starfa á Akureyri fyrir utan Örnu Vals munu þær Heiðdís Hólm og Hekla Björt Helgadóttir taka þátt, líka Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, ásamt norskri samstarfskonu, Liv-K. Nome.Sýning hinnar bandarísku Gabrielle Cerberville nefnist „between the flo/es“ og hún verður í Hofi.Hátíðin verður um allan bæ að sögn Guðrúnar. Auk Ketilhússins, sem er eins konar bækistöð A!, eru sýningar í Hofi, Samkomuhúsinu, Rósenborg, Deiglunni og Ketilhúsinu. Já, og Lystigarðinum líka. „Af því Akureyri er svo lítil er hægt að ganga á milli sýningarstaðanna, það er kostur þegar um ræðir jafn þétta dagskrá,“ bendir hún á. Verksmiðjan á Hjalteyri verður líka vettvangur gjörninga, Voiceland nefnist atriði sem kórinn Hymnodia, ásamt Gísla Grétarssyni og Mareike Dobewall, flytur þar. „Sýningarnar verða tvær á Hjalteyri og þrátt fyrir stærð Verksmiðjunnar þá komast ekki nema 30 manns á hvora,“ útskýrir Guðrún. Margir leggjast á eitt við að gera gjörningahátíðina að veruleika, að sögn Guðrúnar. „Ragnheiður Skúladóttir, ein af upphafsmönnum hátíðarinnar, ásamt Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins, ætlar að mæta og elda fiskisúpu handa þátttakendum, það hefur hún líka gert tvö síðustu ár. Svo endar hátíðin á því að Aðalheiður Eysteinsdóttir listakona býður í morgunmat í Ketilhúsinu. Það verður gjörningur út af fyrir sig.“ Akureyrarbær ætlar að nota tækifærið og heiðra Örn Inga Gíslason gjörningalistamann á laugardag. „Örn Ingi framdi ógleymanlegan gjörning á fyrstu hátíðinni þegar hann gerði foss úr kirkjutröppunum okkar,“ rifjar Guðrún upp. „Svo var að bætast við eitt atriði. Listamaðurinn Antonín Brinda frá Tékklandi mun fremja gjörning á þjóðveginum.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist David Lynch er látinn Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
A! Gjörningahátíð er haldin í þriðja sinn um helgina, hefst í dag fimmtudag og endar á sunnudaginn,“ segir Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri. „Það er orðin löng hefð fyrir gjörningum á Akureyri alveg frá því á dögum Rauða hússins. Að venju mun listafólk sem býr hér og starfar taka þátt og við fáum gesti úr borginni og erlendis frá. Allir gjörningarnir eru frumfluttir nema þeirra Örnu Valsdóttur og Suchan Kinoshita sem fluttu sama efni fyrir 30 árum í Samkomuhúsinu.“ Guðrúnu telst til að þátttakendur hátíðarinnar séu um 50 og þeir koma víða að. Hún nefnir Katrine Faber frá Danmörku, Gabrielle Cerberville frá Ameríku og Magnús Loga Kristinsson sem kemur frá Gautaborg. Einnig Gjörningaklúbbinn og myndlistarkonuna Rúrí. „Svo eru 18 stúdentar frá Hollandi sem koma, því kennarinn þeirra, Suchan Kinoshita, var svo sniðug að taka þá með sér í vinnu- og skólaferð. Stúdentarnir fremja vídeógjörninga á vídeólistahátíðinni Heim sem hefur fylgt A! frá upphafi, hún er haldin í heimahúsi,“ upplýsir hún. Af þeim listamönnum sem búa og starfa á Akureyri fyrir utan Örnu Vals munu þær Heiðdís Hólm og Hekla Björt Helgadóttir taka þátt, líka Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, ásamt norskri samstarfskonu, Liv-K. Nome.Sýning hinnar bandarísku Gabrielle Cerberville nefnist „between the flo/es“ og hún verður í Hofi.Hátíðin verður um allan bæ að sögn Guðrúnar. Auk Ketilhússins, sem er eins konar bækistöð A!, eru sýningar í Hofi, Samkomuhúsinu, Rósenborg, Deiglunni og Ketilhúsinu. Já, og Lystigarðinum líka. „Af því Akureyri er svo lítil er hægt að ganga á milli sýningarstaðanna, það er kostur þegar um ræðir jafn þétta dagskrá,“ bendir hún á. Verksmiðjan á Hjalteyri verður líka vettvangur gjörninga, Voiceland nefnist atriði sem kórinn Hymnodia, ásamt Gísla Grétarssyni og Mareike Dobewall, flytur þar. „Sýningarnar verða tvær á Hjalteyri og þrátt fyrir stærð Verksmiðjunnar þá komast ekki nema 30 manns á hvora,“ útskýrir Guðrún. Margir leggjast á eitt við að gera gjörningahátíðina að veruleika, að sögn Guðrúnar. „Ragnheiður Skúladóttir, ein af upphafsmönnum hátíðarinnar, ásamt Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins, ætlar að mæta og elda fiskisúpu handa þátttakendum, það hefur hún líka gert tvö síðustu ár. Svo endar hátíðin á því að Aðalheiður Eysteinsdóttir listakona býður í morgunmat í Ketilhúsinu. Það verður gjörningur út af fyrir sig.“ Akureyrarbær ætlar að nota tækifærið og heiðra Örn Inga Gíslason gjörningalistamann á laugardag. „Örn Ingi framdi ógleymanlegan gjörning á fyrstu hátíðinni þegar hann gerði foss úr kirkjutröppunum okkar,“ rifjar Guðrún upp. „Svo var að bætast við eitt atriði. Listamaðurinn Antonín Brinda frá Tékklandi mun fremja gjörning á þjóðveginum.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist David Lynch er látinn Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira