Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 20:30 Logi Gunnarsson. Vísir/ÓskarÓ Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017. „Við erum bara spenntir. Við erum vel undirbúnir að mínu mati og okkur hlakkar bara til. Við erum búnir að gera þetta áður þannig að þetta er aðeins öðruvísi tilfinning að vera að fara í fyrsta leik. Ég man fyrir fyrsta leik á móti Þjóðverjum fyrir tveimur árum þá var maður með rosalegan hnút í maganum allan daginn,“ segir Logi. Hann er í stóru hlutverki í íslenska liðinu alveg eins og fyrir tveimur árum á EM í Berlín. „Þetta er öðruvísi núna og meiri tilhlökkun. Auðvitað var maður rosalega spenntur fyrir hinu líka en þegar þú ert búinn að gera eitthvað einu sinni þá veistu út í hvað þú ert að fara,“ segir Logi. Logi er nú að fara að mæta Grikkjum í fyrsta sinn á löngum landsliðsferli. „Þetta er ein af þessum þjóðum sem ég hef ekki mætt á ferlinum. Ég hef aldrei spilað á móti Grikkjum á öllum þessum árum. Það eru algjör forréttindi að fá að spila við svona risa í evrópskum körfubolta eins og Grikkir eru. Það eru forréttindi að vera að fara taka þátt í svona leik á svona stóru sviði á móti Grikkjum. Við erum kokhraustir og förum í leikinn og trúum virkilega að við getum unnið þá,“ segir Logi. Hann þekkir vel til leikmanna gríska liðsins. „Þetta eru strákar sem maður er búinn að fylgjast með í gegnum árin, annaðhvort í NBA-deildinni eða í Eurobasket áður en við komust þangað. Nú er maður að mæta þeim og við erum rosalega spenntir og tilbúnir í þetta,“ segir Logi. Logi fagnar því samt að þurfa ekki að glíma við „The Greek Freak", Giannis Antetokounmpo, í þessum leik. Giannis fékk ekki leyfi frá NBA-liðinu Milwaukee Bucks til að taka þátt í Evrópumótinu í ár. „Það bara eykur líkurnar að við getum unnið leikinn. Það er ekkert flóknara. Ég er ekkert hérna til að spila á móti einhverjum stórstjörnum því maður er mættur hingað til þess að vinna leiki. Ég var mjög sáttur að heyra það að hann væri ekki með,“ sagði Logi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira