Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur Guðný Hrönn skrifar 30. ágúst 2017 09:45 Júlía hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að minnka matarsóun á heimilinu. VÍSIR/ANTON BRINK Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann Matur Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann
Matur Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið