Seinni bylgjan, nýr þáttur um Olísdeildirnar í handbolta, hefur göngu sína í kvöld en þá verður hitað upp fyrir tímabilið í Olísdeild karla.
Tómas Þór Þórðarson stýrir þættinum eins og hann mun gera í allan vetur en honum til halds og trausts í kvöld verða tveir af sérfræðingum þáttarins - Jóhann Gunnar Einarsson og Gunnar Berg Viktorsson.
Aðrir sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru Sigfús Sigurðsson, Sebastían Alexandersson og Dagur Sigurðsson.
Þátturinn, sem hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport, verður sýndur í opinni dagskrá og streymt beint á íþróttavef Vísis.
Í kvöld munu strákarnir taka fyrir öll lið deildarinnar og spá í spilin fyrir veturinn. Birt verður spá þáttarins um gengi liðanna í vetur og rætt við alla þjálfara liða í deildinni.
Á mánudagskvöld klukkan 21.30 verður Seinni bylgjan aftur á ferðinni en þá verður hitað upp fyrir tímabilið í Olísdeild kvenna. Þátturinn verður einnig sýndur í opinni dagskrá og á Vísi.
Fyrsti þáttur Seinni bylgjunnar í opinni dagskrá í kvöld
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti






„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

Fleiri fréttir
