Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á meðal tíu efstu kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi á Indy Women In Tech Championship mótinu sem fer nú fram í Indiana í Bandaríkjunum.
Eftir að hafa fengið skolla á þriðju holu sinni í gær spilaði hún eins og engill og fékk sex fugla og níu pör á síðustu fimmtán holunum sínum.
Það er mikið í húfi fyrir Ólafíu í dag þar sem að aðeins þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá verðlaunafé. Ólafía er sem stendur í 106. sæti peningalistans en 100 efstu endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni.
Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í þriðja sæti heimslistans og efsta sæti peningalistans, er í forystu eftir fyrsta keppnisdag eftir að hafa spilað á 63 höggum í dag, níu höggum undir pari vallarins. Thompson fékk í gær ellefu fugla og tvo skolla.
Ólafía á rástíma klukkan 11.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gengi hennar á heimasíðu LPGA-síðunnar.
Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 19.00 í kvöld.
Ólafía í níunda sæti þegar keppni hefst
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

