Mér finnst að manneskjur ættu að vera plöntur Magnús Guðmundsson skrifar 8. september 2017 10:00 Han Kang er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík og hún segir að bækur hafi alltaf verið stór hluti af lífi hennar. Visir/Eyþór Hvernig gat hún verið svona sjálfselsk? Ég starði á hálflokuð augun, sjálfsöruggan rósemdarsvipinn. Hugmyndin um að hún ætti sér þessa hlið, þar sem hún gerði það sem hún vildi án tillits til annarra, var út í hött. Hverjum hefði dottið í hug að hún gæti verið svona ósanngjörn? „Ertu sem sagt að segja mér að héðan í frá verði ekkert kjöt á boðstólum á heimilinu?“ (Grænmetisætan, bls. 17-18, þýðing Ingunn Snædal). Þetta litla textabrot úr skáldsögunni Grænmetisætan eftir suðurkóreska rithöfundinn Han Kang lýsir ágætlega meginsöguþræði þessarar mögnuðu skáldsögu sem hlaut Man Booker verðlaunin á síðasta ári. Maður sem er svo venjulegur að hann lagði sig fram um að velja venjulega konu til þess að lifa með honum venjulegu lífi segir frá viðbrögðum sínum við því að eiginkonan hefur skyndilega ákveðið að gerast grænmetisæta í kjölfar draums. Ákvörðunin reynist draga dilk á eftir sér í samfélagi þar sem er illa séð að borða ekki kjöt eða að synda á móti straumnum.Svörin og leitin Han Kang er ein af mörgum áhugaverðum gestum Bókmenntahátíðar í Reykjavík og hún segir að það sé reyndar löng saga á bak við skáldsöguna og hún sé í raun alin upp í miklu samlífi við bækur. „Faðir minn er rithöfundur og hann er enn að skrifa. Hann byrjaði ungur að skrifa og við vorum fátæk sem hafði þær afleiðingar að við vorum alltaf að flytja. Þá reyndust bækurnar mér vel, þær vernduðu mig og veittu mér félagsskap, voru vinir mínir þegar ég kom á nýja staði og átti eftir að kynnast krökkunum í skólanum. Ég gekk í eina fimm grunnskóla þannig að það kom sér vel að eiga þetta skjól í bókunum. Mér leið alltaf vel með bókunum, var kát og glöð í minni æsku, en ég minnist þess að faðir minn leit oft út fyrir að vera þreyttur, þannig að ég óttaðist að ef ég fetaði rithöfundarbrautina kæmi ég ekki til með að hafa stjórn á lífi mínu. Þannig að það var þarna bæði ákveðin þrá og ótti á sama tíma.“ Í uppvextinum var Han Kang algjör alæta á bókmenntir. Hún las bókstaflega allt sem hún gat komist yfir; skáldsögur, ljóð, ritgerðir, bókmenntatímarit og þannig mætti áfram telja. „En á táningsárunum átti ég mitt uppreisnartímabil. Það var reyndar ekki ýkja áberandi fyrir aðra vegna þess að þessi bylting átti sér stað innra með mér og ég hélt áfram að vera ljúf eins og ég hafði alltaf verið,“ segir hún og hlær við tilhugsunina. „En það voru mikil átök sem áttu sér stað innra með mér á þessum tíma og ég glímdi við spurningar á borð við: Hver er ég? Hvers vegna er ég fædd inn í þennan heim? Hvað get ég gert? Allar þessu stóru tilvistarspurningar. Á þessum árum reyndi ég að finna svörin í bókmenntunum en fram að því hafði ég bara lesið mér til ánægju. Ég var um leið sannfærð um að rithöfundar tækjust á við að leita svara við þessum stóru spurningum og að svörin hlyti því að vera að finna í bókum. Niðurstaðan var hins vegar að rithöfundar vissu ekki svörin heldur væru þeir líka að leita. Þá fannst mér að ég gæti kannski orðið rithöfundur vegna þess að ég væri reiðubúin til þess að leita svara. Það er leitin að svörum sem skiptir öllu máli.“Visir/EyþórHafnar grimmd „Fyrir mörgum árum fann ég fullt af ljóðum sem ég hafði ort á unglingsárunum og á meðal þeirra var eitt sem bar titilinn: Sorgin sem felst í því að borða kjöt. Ég held að þetta ljóð sé frá því ég var svona átján ára, var að byrja að lesa bókmenntir í háskóla og þar fann ég minnispunkta frá skáldinu Yi Sang. Hann fæddist árið 1910 en dó úr lungnabólgu aðeins 27 ára gamall en hafði engu að síður mikil áhrif á nútímabókmenntir í Kóreu. Á einu af minnisblöðunum rakst ég á eina setningu sem er svona: „Mér finnst að manneskjur ættu að vera plöntur.“ Það var ekkert annað þarna, ekkert sem tengdist þessu, aðeins þessi einfalda lína. Þegar ég fann þetta þá fannst mér að við værum að deila einhverju, að við ættum eitthvað sameiginlegt. Þetta var sterk tilfinning og hún var mér mikilvæg.“ Han Kang segir að hún hafi ekki verið orðin grænmetisæta á þessum tíma en að það sem felst í þessum orðum hafi höfðað til svo margs sem hafði allt frá barnæsku verið henni hugleikið. „Ég varð fyrir ákveðinni reynslu þegar ég var níu ára en í raun hafði ég alltaf verið sérstaklega viðkvæm gagnvart ofbeldi í öllum sínum myndum. Mannleg grimmd olli mér alltaf þjáningu og ég held að það hafi verið það sem skapaði þessi tengsl mín við þessa setningu – við þessa einföldu hugmynd að fólk ætti að vera plöntur.“ Ferill Han Kang byggðist upp á þessum árum. Hún byrjaði á því að skrifa ljóð, síðan smásögur og byrjaði svo á fyrstu skáldsögunni þegar hún var 26 ára. Grænmetisætan var hennar fjórða bók og þó svo henni hafi verið ágætlega tekið þegar hún kom út árið 2007 þá kom velgengni bókarinnar seinna. „Ég hef skrifað sjö bækur og í hverri og einni reyni ég að takast á við stórar spurningar. Í Grænmetisætunni er það mannleg grimmd og ofbeldi. Manneskjan getur verið svo ótrúlega grimm. Mitt markmið var að sýna þessa konu sem hafnaði mannlegu ofbeldi. Þar með hafnar hún aðstæðum mannsins og vill í raun ekki lengur tilheyra mannkyninu sem slíku. Hún gerist planta en fólkið í kringum hana hafnar henni – hafnar því sem hún er að gera og reynir að þvinga hana inn í sitt norm. Ég vildi sýna þetta ferli og deila þessum hugmyndum mínum um mannlegt ofbeldi og grimmd.“Visir/EyþórÞetta óskrifaða Aðspurð hvort aðalsögupersónan sé femínísk hetja leggur Han Kang áherslu á að skilja ekki sjálf sitt sem rithöfundur frá því að vera kona. „Með sama hætti þá þarf sögupersónan mín ekki að aðgreina á milli sjálfs síns sem kona og sjálfs síns sem manneskja. Þetta er eitt og hið sama.“ Í Grænmetisætunni notar Han Kang þrjá sögumenn og hún segir að það sé hennar leið til þess að miðja verksins væri í raun auð. „Með því að skipta svo um sjónarhorn þá má leggja ólíkar áherslur. Sögumenn sem horfa á hana að utan dæma hana og misskilja en svo fær hún sjálf að leggja til sína rödd á meðan þriðja röddin er þarna mitt á milli. Markmiðið er að gera ákveðna kröfu til lesenda, að fá þá til þess að fylla í tómið fremur en að vera mataðir. Minnug þess að rithöfundar hafa ekki svörin þá fannst mér mikilvægt að fá lesendur til þess að leita svara. Það sem er ekki skrifað í sögunni er ekki síður mikilvægt en það sem þar stendur.“ Han Kang segir að þetta sé í raun svipað varðandi viðtökurnar, sem hún velti í raun aldrei fyrir sér í ferlinu þegar hún er að skrifa. „Þegar ég er að skrifa þá er ég lesandinn. Það er enginn annar. Þegar ég er vongóð þá hugsa ég stundum um að kannski takist mér að ljúka við viðkomandi bók en ekkert umfram það. Það kom mér því á óvart þegar Grænmetisætan sló í gegn en það tók sinn tíma. Kannski er það sökum þess að í dag er aukin vitund um ógnina af ofbeldi. Ekki veitir af.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvernig gat hún verið svona sjálfselsk? Ég starði á hálflokuð augun, sjálfsöruggan rósemdarsvipinn. Hugmyndin um að hún ætti sér þessa hlið, þar sem hún gerði það sem hún vildi án tillits til annarra, var út í hött. Hverjum hefði dottið í hug að hún gæti verið svona ósanngjörn? „Ertu sem sagt að segja mér að héðan í frá verði ekkert kjöt á boðstólum á heimilinu?“ (Grænmetisætan, bls. 17-18, þýðing Ingunn Snædal). Þetta litla textabrot úr skáldsögunni Grænmetisætan eftir suðurkóreska rithöfundinn Han Kang lýsir ágætlega meginsöguþræði þessarar mögnuðu skáldsögu sem hlaut Man Booker verðlaunin á síðasta ári. Maður sem er svo venjulegur að hann lagði sig fram um að velja venjulega konu til þess að lifa með honum venjulegu lífi segir frá viðbrögðum sínum við því að eiginkonan hefur skyndilega ákveðið að gerast grænmetisæta í kjölfar draums. Ákvörðunin reynist draga dilk á eftir sér í samfélagi þar sem er illa séð að borða ekki kjöt eða að synda á móti straumnum.Svörin og leitin Han Kang er ein af mörgum áhugaverðum gestum Bókmenntahátíðar í Reykjavík og hún segir að það sé reyndar löng saga á bak við skáldsöguna og hún sé í raun alin upp í miklu samlífi við bækur. „Faðir minn er rithöfundur og hann er enn að skrifa. Hann byrjaði ungur að skrifa og við vorum fátæk sem hafði þær afleiðingar að við vorum alltaf að flytja. Þá reyndust bækurnar mér vel, þær vernduðu mig og veittu mér félagsskap, voru vinir mínir þegar ég kom á nýja staði og átti eftir að kynnast krökkunum í skólanum. Ég gekk í eina fimm grunnskóla þannig að það kom sér vel að eiga þetta skjól í bókunum. Mér leið alltaf vel með bókunum, var kát og glöð í minni æsku, en ég minnist þess að faðir minn leit oft út fyrir að vera þreyttur, þannig að ég óttaðist að ef ég fetaði rithöfundarbrautina kæmi ég ekki til með að hafa stjórn á lífi mínu. Þannig að það var þarna bæði ákveðin þrá og ótti á sama tíma.“ Í uppvextinum var Han Kang algjör alæta á bókmenntir. Hún las bókstaflega allt sem hún gat komist yfir; skáldsögur, ljóð, ritgerðir, bókmenntatímarit og þannig mætti áfram telja. „En á táningsárunum átti ég mitt uppreisnartímabil. Það var reyndar ekki ýkja áberandi fyrir aðra vegna þess að þessi bylting átti sér stað innra með mér og ég hélt áfram að vera ljúf eins og ég hafði alltaf verið,“ segir hún og hlær við tilhugsunina. „En það voru mikil átök sem áttu sér stað innra með mér á þessum tíma og ég glímdi við spurningar á borð við: Hver er ég? Hvers vegna er ég fædd inn í þennan heim? Hvað get ég gert? Allar þessu stóru tilvistarspurningar. Á þessum árum reyndi ég að finna svörin í bókmenntunum en fram að því hafði ég bara lesið mér til ánægju. Ég var um leið sannfærð um að rithöfundar tækjust á við að leita svara við þessum stóru spurningum og að svörin hlyti því að vera að finna í bókum. Niðurstaðan var hins vegar að rithöfundar vissu ekki svörin heldur væru þeir líka að leita. Þá fannst mér að ég gæti kannski orðið rithöfundur vegna þess að ég væri reiðubúin til þess að leita svara. Það er leitin að svörum sem skiptir öllu máli.“Visir/EyþórHafnar grimmd „Fyrir mörgum árum fann ég fullt af ljóðum sem ég hafði ort á unglingsárunum og á meðal þeirra var eitt sem bar titilinn: Sorgin sem felst í því að borða kjöt. Ég held að þetta ljóð sé frá því ég var svona átján ára, var að byrja að lesa bókmenntir í háskóla og þar fann ég minnispunkta frá skáldinu Yi Sang. Hann fæddist árið 1910 en dó úr lungnabólgu aðeins 27 ára gamall en hafði engu að síður mikil áhrif á nútímabókmenntir í Kóreu. Á einu af minnisblöðunum rakst ég á eina setningu sem er svona: „Mér finnst að manneskjur ættu að vera plöntur.“ Það var ekkert annað þarna, ekkert sem tengdist þessu, aðeins þessi einfalda lína. Þegar ég fann þetta þá fannst mér að við værum að deila einhverju, að við ættum eitthvað sameiginlegt. Þetta var sterk tilfinning og hún var mér mikilvæg.“ Han Kang segir að hún hafi ekki verið orðin grænmetisæta á þessum tíma en að það sem felst í þessum orðum hafi höfðað til svo margs sem hafði allt frá barnæsku verið henni hugleikið. „Ég varð fyrir ákveðinni reynslu þegar ég var níu ára en í raun hafði ég alltaf verið sérstaklega viðkvæm gagnvart ofbeldi í öllum sínum myndum. Mannleg grimmd olli mér alltaf þjáningu og ég held að það hafi verið það sem skapaði þessi tengsl mín við þessa setningu – við þessa einföldu hugmynd að fólk ætti að vera plöntur.“ Ferill Han Kang byggðist upp á þessum árum. Hún byrjaði á því að skrifa ljóð, síðan smásögur og byrjaði svo á fyrstu skáldsögunni þegar hún var 26 ára. Grænmetisætan var hennar fjórða bók og þó svo henni hafi verið ágætlega tekið þegar hún kom út árið 2007 þá kom velgengni bókarinnar seinna. „Ég hef skrifað sjö bækur og í hverri og einni reyni ég að takast á við stórar spurningar. Í Grænmetisætunni er það mannleg grimmd og ofbeldi. Manneskjan getur verið svo ótrúlega grimm. Mitt markmið var að sýna þessa konu sem hafnaði mannlegu ofbeldi. Þar með hafnar hún aðstæðum mannsins og vill í raun ekki lengur tilheyra mannkyninu sem slíku. Hún gerist planta en fólkið í kringum hana hafnar henni – hafnar því sem hún er að gera og reynir að þvinga hana inn í sitt norm. Ég vildi sýna þetta ferli og deila þessum hugmyndum mínum um mannlegt ofbeldi og grimmd.“Visir/EyþórÞetta óskrifaða Aðspurð hvort aðalsögupersónan sé femínísk hetja leggur Han Kang áherslu á að skilja ekki sjálf sitt sem rithöfundur frá því að vera kona. „Með sama hætti þá þarf sögupersónan mín ekki að aðgreina á milli sjálfs síns sem kona og sjálfs síns sem manneskja. Þetta er eitt og hið sama.“ Í Grænmetisætunni notar Han Kang þrjá sögumenn og hún segir að það sé hennar leið til þess að miðja verksins væri í raun auð. „Með því að skipta svo um sjónarhorn þá má leggja ólíkar áherslur. Sögumenn sem horfa á hana að utan dæma hana og misskilja en svo fær hún sjálf að leggja til sína rödd á meðan þriðja röddin er þarna mitt á milli. Markmiðið er að gera ákveðna kröfu til lesenda, að fá þá til þess að fylla í tómið fremur en að vera mataðir. Minnug þess að rithöfundar hafa ekki svörin þá fannst mér mikilvægt að fá lesendur til þess að leita svara. Það sem er ekki skrifað í sögunni er ekki síður mikilvægt en það sem þar stendur.“ Han Kang segir að þetta sé í raun svipað varðandi viðtökurnar, sem hún velti í raun aldrei fyrir sér í ferlinu þegar hún er að skrifa. „Þegar ég er að skrifa þá er ég lesandinn. Það er enginn annar. Þegar ég er vongóð þá hugsa ég stundum um að kannski takist mér að ljúka við viðkomandi bók en ekkert umfram það. Það kom mér því á óvart þegar Grænmetisætan sló í gegn en það tók sinn tíma. Kannski er það sökum þess að í dag er aukin vitund um ógnina af ofbeldi. Ekki veitir af.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira