Bjartur lifir Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2017 06:00 Ef lögmál framboðs og eftirspurnar gilti um sauðfjárrækt hér á landi sætu bændur ekki uppi með tvö þúsund tonna birgðir af kindakjöti. Birgðir af óseldu kindakjöti er í samhengi sögunnar endurtekið efni og áþreifanleg birtingarmynd þess að eitthvað sé að kerfinu. Íslenska sauðkindin varð ráðandi í íslenskum landbúnaði því aðstæður hér hentuðu kindinni betur en svínum og nautgripum sem landnámsmenn komu með með sér á 9. öld. Sauðfjárrækt hefur þannig fylgt íslensku samfélagi í meira en þúsund ár. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær aðgerðir til að mæta vanda sauðfjárbænda. Markmiðið er að fé verði fækkað um 20 prósent með því að gefa bændum kost á að hætta sauðfjárframleiðslu en halda áfram greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Sauðfjárbændur fá tæplega 5 milljarða króna frá skattgreiðendum árlega í formi beinna millifærslna. Vegna framleiðslukostnaðar eru meðallaun sauðfjárbænda hins vegar langt undir þeirri fjárhæð sem þeir fá úthlutað og fæstir sem stunda sauðfjárrækt byggja afkomu sína á henni einni saman. Fyrir um áratug varð markaðshlutdeild alifuglakjöts (kjúklings) meiri en lambakjöts hér á landi. Í raun ættu ábyrgir íslenskir neytendur að velja lambakjöt fram yfir alifuglakjöt alla daga ársins. Bæði eru framleiðsluhættir í kindakjötsframleiðslu betri fyrir dýrin sjálf og þeir eru í flestum tilvikum umhverfisvænni. Skilningi vísindamanna á heilabúum fugla hefur fleygt hratt fram á síðustu tveimur áratugum. Það er engum vafa undirorpið að kjúklingar á framleiðslubýlum Vesturlanda upplifa ólýsanlegar þjáningar og sársauka. Smekk neytenda verður hins vegar ekki breytt á einni nóttu. Það er ekki hægt að ýta á takka til að örva innlenda eftirspurn eftir lambakjöti. Stjórnmálamenn þurfa því að koma með raunhæfar lausnir á vanda sauðfjárbænda. Þá þurfa bændur að efla markaðssetningu á íslensku lambakjöti erlendis. Sóknarfæri felast í því að selja það sem víðast sem vöru með sérstöðu. Hún felst meðal annars í því að stóran hluta ævinnar lifir lambið villt í óbyggðum og þá er lítil lyfjanotkun í íslenskri sauðfjárrækt. Sjálfstætt fólk er líklega ein áhrifamesta bók sem skrifuð hefur verið um fátækt og lífsbaráttu á Íslandi. Tengslin milli sögunnar og raunveruleikans hafa hins vegar aldrei rofnað því líf margra sauðfjárbænda á Íslandi er einhvers konar 21. aldar útgáfa af tilveru Bjarts í Sumarhúsum. Margir bændanna þurfa viðbótartekjur til að búa fjölskyldum sínum mannsæmandi líf. Ríkisvaldið hefur skyldum að gegna gagnvart þessu fólki. Þess vegna er það rétt skref að veita bændum þann valkost að hætta sauðfjárrækt en halda greiðslum frá ríkinu í fimm ár til að laga sig að breyttum veruleika. Í fyllingu tímans munum við þurfa að nútímavæða sauðfjárrækt á Íslandi. Við getum hins vegar ekki kollvarpað greininni á einni nóttu. Hægfara breytingar og aðlögun, eins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú boðað, er skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ef lögmál framboðs og eftirspurnar gilti um sauðfjárrækt hér á landi sætu bændur ekki uppi með tvö þúsund tonna birgðir af kindakjöti. Birgðir af óseldu kindakjöti er í samhengi sögunnar endurtekið efni og áþreifanleg birtingarmynd þess að eitthvað sé að kerfinu. Íslenska sauðkindin varð ráðandi í íslenskum landbúnaði því aðstæður hér hentuðu kindinni betur en svínum og nautgripum sem landnámsmenn komu með með sér á 9. öld. Sauðfjárrækt hefur þannig fylgt íslensku samfélagi í meira en þúsund ár. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær aðgerðir til að mæta vanda sauðfjárbænda. Markmiðið er að fé verði fækkað um 20 prósent með því að gefa bændum kost á að hætta sauðfjárframleiðslu en halda áfram greiðslum samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Sauðfjárbændur fá tæplega 5 milljarða króna frá skattgreiðendum árlega í formi beinna millifærslna. Vegna framleiðslukostnaðar eru meðallaun sauðfjárbænda hins vegar langt undir þeirri fjárhæð sem þeir fá úthlutað og fæstir sem stunda sauðfjárrækt byggja afkomu sína á henni einni saman. Fyrir um áratug varð markaðshlutdeild alifuglakjöts (kjúklings) meiri en lambakjöts hér á landi. Í raun ættu ábyrgir íslenskir neytendur að velja lambakjöt fram yfir alifuglakjöt alla daga ársins. Bæði eru framleiðsluhættir í kindakjötsframleiðslu betri fyrir dýrin sjálf og þeir eru í flestum tilvikum umhverfisvænni. Skilningi vísindamanna á heilabúum fugla hefur fleygt hratt fram á síðustu tveimur áratugum. Það er engum vafa undirorpið að kjúklingar á framleiðslubýlum Vesturlanda upplifa ólýsanlegar þjáningar og sársauka. Smekk neytenda verður hins vegar ekki breytt á einni nóttu. Það er ekki hægt að ýta á takka til að örva innlenda eftirspurn eftir lambakjöti. Stjórnmálamenn þurfa því að koma með raunhæfar lausnir á vanda sauðfjárbænda. Þá þurfa bændur að efla markaðssetningu á íslensku lambakjöti erlendis. Sóknarfæri felast í því að selja það sem víðast sem vöru með sérstöðu. Hún felst meðal annars í því að stóran hluta ævinnar lifir lambið villt í óbyggðum og þá er lítil lyfjanotkun í íslenskri sauðfjárrækt. Sjálfstætt fólk er líklega ein áhrifamesta bók sem skrifuð hefur verið um fátækt og lífsbaráttu á Íslandi. Tengslin milli sögunnar og raunveruleikans hafa hins vegar aldrei rofnað því líf margra sauðfjárbænda á Íslandi er einhvers konar 21. aldar útgáfa af tilveru Bjarts í Sumarhúsum. Margir bændanna þurfa viðbótartekjur til að búa fjölskyldum sínum mannsæmandi líf. Ríkisvaldið hefur skyldum að gegna gagnvart þessu fólki. Þess vegna er það rétt skref að veita bændum þann valkost að hætta sauðfjárrækt en halda greiðslum frá ríkinu í fimm ár til að laga sig að breyttum veruleika. Í fyllingu tímans munum við þurfa að nútímavæða sauðfjárrækt á Íslandi. Við getum hins vegar ekki kollvarpað greininni á einni nóttu. Hægfara breytingar og aðlögun, eins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú boðað, er skref í rétta átt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun