Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 09:30 Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum í gær. Vísir/Eyþór Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira