Hannes vippaði sér úr buxunum fyrir fimm ára aðdáanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2017 11:00 Haraldur tekur mynd af Gunnari Áka sem var eðlilega í skýjunum. Vísir/Kolbeinn Tumi Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu, sá til þess að ungur aðdáandi fór að sofa með stjörnur í augunum í gærkvöldi. Ungi pilturinn fékk minjagrip sem reyndar eru nokkur ár í að hann geti nýtt sjálfur. Hannes Þór gaf honum nefnilega stuttbuxurnar sem hann klæddist í 2-0 sigrinum á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þegar flestir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll héldu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Hannes Þór aftur út á völlinn. Gengu þeir yfir grasið og til Tólfunnar, stuðningssveitar landsliðsins, sem enn trallaði í austurstúkunni. Heimir hefur haft þetta fyrir hefð eftir landsleiki og sagði nokkur vel valin orð við Tólfuna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum þar sem fjölmiðlamenn mega ekki heyra. Ég bað alla um að slökkva á símanum þegar ég talaði,“ sagði Heimir. Orð hans væru líkast til ekki boðleg í fjölmenni. Hannes Þór gaf treyju sína og hanska stuðningsmönnum og hélt aftur yfir völlinn. Þar veitti hann ungum aðdáendum í stúkunni athygli og hélt til þeirra til að gefa áritanir þegar heyrðist kallað: „Hannes, má strákurinn fá buxurnar þínar?“Hannes lítur upp í stúku á feðgana.Vísir/Kolbeinn TumiHannes leit undrandi upp í stúku þar sem feðgarnir Haraldur Líndal Pétursson og Gunnar Áki Blöndal Haraldsson stóðu enn vaktina og virtust ekki á förum eftir eftirminnilegt kvöld í Laugardalnum. Það átti bara eftir að vera eftirminnilegra. Um mínútu síðar, þegar Hannes hafði gefið nokkrar áritanir, fór hann að skimast eftir feðgunum í stúkunni. Spurði hann þá hvort þeir vildu virkilega stuttbuxurnar sínar. Haraldur jánkaði. Skipti engum toga því Hannes reif sig úr stuttbuxunum og kastaði til feðganna. Hannes kastar stuttbuxunum til feðganna sem gripu að sjálfsögðu.Vísir/Kolbeinn TumiÓhætt að segja að sá stutti hafi verið yfir sig ánægður. Og þvílíkt kvöld fyrir þann fimm ára sem var klæddur í íslenskan landsliðsbúning. Hann hafði fyrir leik leitt Birki Bjarnason inn á völlinn, upplifað 2-0 sigur og var nú með rauðar stuttbuxur hetjunnar sinnar milli handanna. Auk Hannesar væri Gylfi Þór Sigurðsson hans uppáhaldsleikmaður.Hannes heldur til búningsklefa öllu fáklæddari en þegar hann hélt út á völl.Vísir/Kolbeinn TumiÍ ljós kom að faðirinn Haraldur er stuðningsmaður Everton og hefur lengi verið. En nú er það eðlilega sérstaklega gaman eftir að Gylfi Þór gekk í raðir félagsins. Haraldur upplýsti blaðamann að Gunnar Áki væri stuðningsmaður Manchester United en útilokaði ekki að það myndi breytast eftir félagaskipti Gylfa.Buxurnar eru aðeins of stórar á Gunnar Áka en hann sagði sjálfur að pabbi sinn gæti notað þær í bili.Vísir/Kolbeinn TumiGaman verður að sjá hvort Gunnar Áki nái langt á sviði íþrótta en móðir hans, Anna Bryndís Blöndal, er fyrrverandi landsliðskona í handbolta þannig að hann á ekki langt að sækja íþróttagenin.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42