Hannes Þór: Setjum fulla stefnu á fyrsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2017 22:00 Hannes Þór í þjóðsöngvunum. Vísir/Eyþór „Ég er ótrúlega ánægður og þetta var algjört lykilatriði fyrir okkur að koma til baka. Við vorum mjög sárir eftir tapið gegn Finnum og fannst við eiga að gera betur þar og vorum gríðarlega ákveðnir í að gera það hér. Við erum ánægðir með að uppskera,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn Úkraínu í kvöld. Íslenska liðið hafði ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir tapið í Tampere en Hannes sagði reynsluna í liðinu hafði skipt máli í þeirri vinnu. „Það var stuttur tími, aðeins tveir dagar en við erum reyndir og vitum út á hvað þetta gengur. Það voru haldnir góðir fundir um Úkraínu og maður sá það í augunum á mönnum að menn ætluðu sér að bæta upp fyrir þetta Finnadæmi.“ „Eins og ég upplifi þetta erum við búnir að gera ótrúlega góða hluti og við ætluðum ekki að fara að klúðra því með því að tapa fyrir Finnum og ná svo ekki úrslitum hér í kvöld. Það hefði verið svo mikil sóun,“ bætti Hannes Þór við. Úkraína fékk gott færi í upphafi leiks en þá bjargaði Hannes Þór vel. Gestirnir voru svo hættulegir en ógnuðu helst með langskotum og hættulegum fyrirgjöfum. „Þeir náðu einu þarna mjög óvæntu skoti á nærstöngina snemma leiks. Ég var feginn að ná niður í þann bolta. Síðan náum við að halda þeim frá markinu en þeir voru auðvitað hættulegir. Þeir koma með fyrirgjafir sem við hendum okkur fyrir og svo áttu þeir einhver langskot. Við vörðumst mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hannes Þór bætti við að íslenska liðið búi að reynslu undanfarinna ára þegar þeir hafa þurft að halda í úrslit sem þeir eru ánægðir með. „Við erum mjög góðir í að sigla heim úrslitum og sérstaklega ef við erum með tveggja marka forystu. Við höfum lent í því á síðustu árum að þurfa að halda úrslitum og erum virkilega góðir í því. Það er einn af helstu styrkleikum liðsins.“ Eftir úrslit kvöldsins er Íslands á ný komið í seilingarfjarlægð frá toppsætinu og því mikil spenna framundan enda aðeins tvær umferðir eftir í riðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Tyrkjum á útivelli og svo endar Íslands á heimaleik gegn Kósovó. „Þetta voru ánægjuleg úrslit að mínu mati að Króatía skyldi tapa í kvöld. Við setjum bara fulla stefnu á fyrsta sætið. Það er í raun auðveldara að fara þannig í gegnum þetta heldur en í gegnum umspil, að vinna Tyrkland úti og Kósovó heima ef maður horfir á mögulega andstæðinga í umspili. Við gerum auðvitað allt sem við getum til að vinna riðilinn í stað þess að fara í umspil,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel. 5. september 2017 21:39 Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu. 5. september 2017 20:30 Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja "Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. 5. september 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður og þetta var algjört lykilatriði fyrir okkur að koma til baka. Við vorum mjög sárir eftir tapið gegn Finnum og fannst við eiga að gera betur þar og vorum gríðarlega ákveðnir í að gera það hér. Við erum ánægðir með að uppskera,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn gegn Úkraínu í kvöld. Íslenska liðið hafði ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir tapið í Tampere en Hannes sagði reynsluna í liðinu hafði skipt máli í þeirri vinnu. „Það var stuttur tími, aðeins tveir dagar en við erum reyndir og vitum út á hvað þetta gengur. Það voru haldnir góðir fundir um Úkraínu og maður sá það í augunum á mönnum að menn ætluðu sér að bæta upp fyrir þetta Finnadæmi.“ „Eins og ég upplifi þetta erum við búnir að gera ótrúlega góða hluti og við ætluðum ekki að fara að klúðra því með því að tapa fyrir Finnum og ná svo ekki úrslitum hér í kvöld. Það hefði verið svo mikil sóun,“ bætti Hannes Þór við. Úkraína fékk gott færi í upphafi leiks en þá bjargaði Hannes Þór vel. Gestirnir voru svo hættulegir en ógnuðu helst með langskotum og hættulegum fyrirgjöfum. „Þeir náðu einu þarna mjög óvæntu skoti á nærstöngina snemma leiks. Ég var feginn að ná niður í þann bolta. Síðan náum við að halda þeim frá markinu en þeir voru auðvitað hættulegir. Þeir koma með fyrirgjafir sem við hendum okkur fyrir og svo áttu þeir einhver langskot. Við vörðumst mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hannes Þór bætti við að íslenska liðið búi að reynslu undanfarinna ára þegar þeir hafa þurft að halda í úrslit sem þeir eru ánægðir með. „Við erum mjög góðir í að sigla heim úrslitum og sérstaklega ef við erum með tveggja marka forystu. Við höfum lent í því á síðustu árum að þurfa að halda úrslitum og erum virkilega góðir í því. Það er einn af helstu styrkleikum liðsins.“ Eftir úrslit kvöldsins er Íslands á ný komið í seilingarfjarlægð frá toppsætinu og því mikil spenna framundan enda aðeins tvær umferðir eftir í riðlinum. Næsti leikur liðsins er gegn Tyrkjum á útivelli og svo endar Íslands á heimaleik gegn Kósovó. „Þetta voru ánægjuleg úrslit að mínu mati að Króatía skyldi tapa í kvöld. Við setjum bara fulla stefnu á fyrsta sætið. Það er í raun auðveldara að fara þannig í gegnum þetta heldur en í gegnum umspil, að vinna Tyrkland úti og Kósovó heima ef maður horfir á mögulega andstæðinga í umspili. Við gerum auðvitað allt sem við getum til að vinna riðilinn í stað þess að fara í umspil,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel. 5. september 2017 21:39 Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu. 5. september 2017 20:30 Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja "Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. 5. september 2017 21:48 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel. 5. september 2017 21:39
Tyrkir unnu Króata | Ísland og Króatía jöfn á toppnum Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króatíu í I-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Tyrkir eru því komnir með 14 stig, eins og Úkraína, en fara upp fyrir þá í þriðja sætið á markatölu. 5. september 2017 20:30
Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja "Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. 5. september 2017 21:48
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17