Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2017 20:38 Gylfli Þór skorar seinna mark sitt eftir fallega skyndisókn Íslands. Vísir/Anton Brink Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í knattspyrnu unnu frækinn 2-0 sigur á Úkraínu í gríðarlega þýðingamiklum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson bauð upp á enn eina sýninguna á iðagrænum vellinum og skoraði bæði mörk þeirra bláklæddu. Gylfi Þór var maður leiksins en allir leikmenn Íslands stóðu vaktina með prýði. Að loknum öguðum fyrri hálfleik náðu okkar menn að skora tvívegis snemma í seinni hálfleiknum. Eftir það geislaði sjálfstraustið af okkar mönnum. Sigurinn þýðir að Ísland er komið með 16 stig eins og Króatía í toppsæti I-riðils. Tyrkland og Úkraína koma þar á eftir með 14 stig. Ísland á eftir útileik gegn Tyrkjum og svo heimaleik gegn Kósóvó. Efsta liðið kemst beint á HM í Rússlandi á næsta ári og átta lið af níu, sem hafna í öðru sæti riðla sinna, komast þangað líka. Allt bendir til þess að annað sætið í I-riðli dugi í umspilið eins og sakir standa. Að neðan má sjá einkunnir okkar manna í kvöld.Hannes Þór Halldórsson 8 Varði frá Konoplyanka af stuttu færi eftir aðeins sex mínútur. Öruggur í sínum aðgerðum og átti mikilvægar vörslur á blautum vellinum í seinni hálfleiknum.Birkir Már Sævarsson 8Það var alltaf ljóst að Birkiri ætti erfiðan dag fyrir höndum í baráttunni við Konoplyanka á vængnum. Sá úkraínski reyndist honum erfiður framan af en Birkir náði betri tökum á honum eftir því sem á leikinn leið.Sverrir Ingi Ingason 8 Fékk að sumra mati loksins sénsins vegna þreytu Kára. Húðskammaður af fyrirliðanum í fyrri hálfleik þegar hann steig sitt eina feilspor í leiknum. Yfirvegaður og skynsamur. Framtíðarmiðvörður landsliðsins að öðlast dýramæta reynslu og sjálfstraust.Ragnar Sigurðsson 9 Leiðtoginn í vörninni fór fyrir sínum mönnum enn einu sinni. Var með framherja Úkraínu í vassanum, stýrði vörninni og línunni af ákveðni. Fékk dauðafæri seint í leiknum en hitti ekki gullfallega aukaspyrnu Gylfa. Svo grimmur að Úkraínumenn virkuðu á köflum hræddir við hann, en agaður þó og þurfti aldrei að brjóta af sér.Hörður Björgvin Magnússon 8 Stóð vaktina með stakri prýði gegn skærustu stjörnu Úkraínumanna, Andiy Yarmolenko. Sjálfstraust hans eykst með hverjum leik en vonandi fara fyrirgjafir hans að hitta á íslenskan koll enda drengurinn með frábæra spyrnugetu. Gleymdi sér undir lokin en kom ekki að sök.Jóhann Berg Guðmundsson 7 Sinnti varnarskyldu sinni vel í fyrri hálfleik en komst lítið áleiðis í sókninni. Átti ágætt skot um miðjan seinni hálfleik sem sleikti stöngina. Átti frábæran sprett í aðdraganda seinna marks Gylfa. Virkar fullur sjálfstrausts og alltaf líklegur.Aron Einar Gunnarsson 9Fyrirliðinn bar bandið sem fyrr eins og fyrirliða sæmir. Öskraði sína menn áfram og átti góðar sendingar fram völlinn þegar hann fékk tíma. Lenti stundum í því að vera illa staðsettur þegar seinni bolti hafnaði hjá Úkraínumanni á vallarhelmingi Íslands en kom ekki að sök. Reyndi að halda mönnum á tánum allt til loka.Emil Hallfreðsson 8Fékk á sig heimskulegt gult spjald eftir aðeins níutíu sekúndur. Ekki sniðugt að vera á gulu spjaldi frá svo til upphafi og eiga svo til engin brot inni. Spilaði þó af skynsemi og átti einn sinn besta landsleik. Lagði upp fyrsta mark Íslands eftir laglegt spil og frábæra fyrirgjöf.Birkir Bjarnason 7Fékk besta færi fyrri hálfleiksins en hitti boltann skelfilega. Komst lítið áleiðis í fyrri hálfleik en mætti fullur sjálfstrausts til leiks í þeim síðari og sýndi góða takta.Gylfi Þór Sigurðsson 10Gæði, gæði og aftur gæði. Þvílíkur leikmaður og langsamlega mikilvægasti leikmaður Íslands. Skoraði bæði mörkin, lagði upp dauðafæri, duglegur í vörn og heilinn í sókn. Skilar boltanum ávallt á fullkominn hátt á samherja sína sem skiptir öllu fyrir sóknarleik Íslands. Fékk á sig óþarfa gult spjald seint í leiknum. Maður leiksins og besti knattspyrnumaðurinn í Laugardalnum í kvöld.Jón Daði Böðvarsson 8Hlaupagikkurinn stimplaði sig inn í fyrstu sókn Íslands eftir langar átta mínútur og lagði upp dauðafæri. Lokaði vel á sendingar út úr vörn Úkraínu og angraði þá úkraínsku eins og hann gat. Lagði upp seinna markið fyrir Gylfa. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 67. mínútu) Kom inn á með kraft sinn og styrk. Fékk dauðafæri eftir enn eina sendingu frá gullfæti Gylfa en skallaði boltann yfir. Ólafur Ingi Skúlason og Alfreð Finnbogason spiluðu ekki nóg til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í knattspyrnu unnu frækinn 2-0 sigur á Úkraínu í gríðarlega þýðingamiklum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson bauð upp á enn eina sýninguna á iðagrænum vellinum og skoraði bæði mörk þeirra bláklæddu. Gylfi Þór var maður leiksins en allir leikmenn Íslands stóðu vaktina með prýði. Að loknum öguðum fyrri hálfleik náðu okkar menn að skora tvívegis snemma í seinni hálfleiknum. Eftir það geislaði sjálfstraustið af okkar mönnum. Sigurinn þýðir að Ísland er komið með 16 stig eins og Króatía í toppsæti I-riðils. Tyrkland og Úkraína koma þar á eftir með 14 stig. Ísland á eftir útileik gegn Tyrkjum og svo heimaleik gegn Kósóvó. Efsta liðið kemst beint á HM í Rússlandi á næsta ári og átta lið af níu, sem hafna í öðru sæti riðla sinna, komast þangað líka. Allt bendir til þess að annað sætið í I-riðli dugi í umspilið eins og sakir standa. Að neðan má sjá einkunnir okkar manna í kvöld.Hannes Þór Halldórsson 8 Varði frá Konoplyanka af stuttu færi eftir aðeins sex mínútur. Öruggur í sínum aðgerðum og átti mikilvægar vörslur á blautum vellinum í seinni hálfleiknum.Birkir Már Sævarsson 8Það var alltaf ljóst að Birkiri ætti erfiðan dag fyrir höndum í baráttunni við Konoplyanka á vængnum. Sá úkraínski reyndist honum erfiður framan af en Birkir náði betri tökum á honum eftir því sem á leikinn leið.Sverrir Ingi Ingason 8 Fékk að sumra mati loksins sénsins vegna þreytu Kára. Húðskammaður af fyrirliðanum í fyrri hálfleik þegar hann steig sitt eina feilspor í leiknum. Yfirvegaður og skynsamur. Framtíðarmiðvörður landsliðsins að öðlast dýramæta reynslu og sjálfstraust.Ragnar Sigurðsson 9 Leiðtoginn í vörninni fór fyrir sínum mönnum enn einu sinni. Var með framherja Úkraínu í vassanum, stýrði vörninni og línunni af ákveðni. Fékk dauðafæri seint í leiknum en hitti ekki gullfallega aukaspyrnu Gylfa. Svo grimmur að Úkraínumenn virkuðu á köflum hræddir við hann, en agaður þó og þurfti aldrei að brjóta af sér.Hörður Björgvin Magnússon 8 Stóð vaktina með stakri prýði gegn skærustu stjörnu Úkraínumanna, Andiy Yarmolenko. Sjálfstraust hans eykst með hverjum leik en vonandi fara fyrirgjafir hans að hitta á íslenskan koll enda drengurinn með frábæra spyrnugetu. Gleymdi sér undir lokin en kom ekki að sök.Jóhann Berg Guðmundsson 7 Sinnti varnarskyldu sinni vel í fyrri hálfleik en komst lítið áleiðis í sókninni. Átti ágætt skot um miðjan seinni hálfleik sem sleikti stöngina. Átti frábæran sprett í aðdraganda seinna marks Gylfa. Virkar fullur sjálfstrausts og alltaf líklegur.Aron Einar Gunnarsson 9Fyrirliðinn bar bandið sem fyrr eins og fyrirliða sæmir. Öskraði sína menn áfram og átti góðar sendingar fram völlinn þegar hann fékk tíma. Lenti stundum í því að vera illa staðsettur þegar seinni bolti hafnaði hjá Úkraínumanni á vallarhelmingi Íslands en kom ekki að sök. Reyndi að halda mönnum á tánum allt til loka.Emil Hallfreðsson 8Fékk á sig heimskulegt gult spjald eftir aðeins níutíu sekúndur. Ekki sniðugt að vera á gulu spjaldi frá svo til upphafi og eiga svo til engin brot inni. Spilaði þó af skynsemi og átti einn sinn besta landsleik. Lagði upp fyrsta mark Íslands eftir laglegt spil og frábæra fyrirgjöf.Birkir Bjarnason 7Fékk besta færi fyrri hálfleiksins en hitti boltann skelfilega. Komst lítið áleiðis í fyrri hálfleik en mætti fullur sjálfstrausts til leiks í þeim síðari og sýndi góða takta.Gylfi Þór Sigurðsson 10Gæði, gæði og aftur gæði. Þvílíkur leikmaður og langsamlega mikilvægasti leikmaður Íslands. Skoraði bæði mörkin, lagði upp dauðafæri, duglegur í vörn og heilinn í sókn. Skilar boltanum ávallt á fullkominn hátt á samherja sína sem skiptir öllu fyrir sóknarleik Íslands. Fékk á sig óþarfa gult spjald seint í leiknum. Maður leiksins og besti knattspyrnumaðurinn í Laugardalnum í kvöld.Jón Daði Böðvarsson 8Hlaupagikkurinn stimplaði sig inn í fyrstu sókn Íslands eftir langar átta mínútur og lagði upp dauðafæri. Lokaði vel á sendingar út úr vörn Úkraínu og angraði þá úkraínsku eins og hann gat. Lagði upp seinna markið fyrir Gylfa. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 67. mínútu) Kom inn á með kraft sinn og styrk. Fékk dauðafæri eftir enn eina sendingu frá gullfæti Gylfa en skallaði boltann yfir. Ólafur Ingi Skúlason og Alfreð Finnbogason spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59