Ónýtar tennur Bjarni Karlsson skrifar 6. september 2017 07:00 Við lifum í þjóðfélagi þar sem flest er í lagi. Þrátt fyrir þrálátan ójöfnuð sem auðvitað rýrir samfélagið að innan hefur fólk á Íslandi almennt aðstæður og getu til að gera og vera eitthvað sem skiptir það máli því það hefur næg úrræði til að grípa í og nógu góð tengsl til þess að njóta lífsins. Þess vegna finnst okkur svo fáránlegt þegar örfáar manneskjur - bara nokkur þúsund - eru hafðar fátækar. Ellefu prósentin sem Flokkur fólksins fær samkvæmt Gallup er til vitnis um að fólk er hætt að nenna að hafa þetta svona. Fátækt þessara fáu skerðir lífsgæði allra. Ef þú ræðir við reyndan félagsráðgjafa eða fólk sem vinnur við innanlandsaðstoð hjá Rauða krossinum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp eða Hjálpræðishernum að ógleymdri Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálpinni þá er ein birtingarmynd fátæktar sem allir þessir aðilar eru alveg vanmáttugir gagnvart: Fólk með ónýtar tennur sem hefur ekki efni á tannlæknaþjónustu. Þetta fólk þjáist mikið líkamlega og einangrast líka félagslega af því það einfaldlega skammast sín fyrir að brosa. Vorið 2013 tók gildi samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélagsins um tannlækningar barna. Það var stórkostleg réttarbót þar sem margir lögðust á árar um að knýja fram löngu tímabærar breytingar. Á næsta ári mun samningurinn ná marki sínu þannig að 2018 eiga öll börn kost á öruggri tannlæknaþjónustu og þjóðin andar léttar. Væri ekki sanngirnismál að koma því þannig fyrir að fullorðið fólk sem lifir við stöðuga líkamlega þjáningu og félagslega einangrun vegna þess að það er með ónýtar tennur og hefur ekki peninga til að borga geti líka fengið úrlausn sinna mála? Myndi okkur ekki öllum líða betur? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Við lifum í þjóðfélagi þar sem flest er í lagi. Þrátt fyrir þrálátan ójöfnuð sem auðvitað rýrir samfélagið að innan hefur fólk á Íslandi almennt aðstæður og getu til að gera og vera eitthvað sem skiptir það máli því það hefur næg úrræði til að grípa í og nógu góð tengsl til þess að njóta lífsins. Þess vegna finnst okkur svo fáránlegt þegar örfáar manneskjur - bara nokkur þúsund - eru hafðar fátækar. Ellefu prósentin sem Flokkur fólksins fær samkvæmt Gallup er til vitnis um að fólk er hætt að nenna að hafa þetta svona. Fátækt þessara fáu skerðir lífsgæði allra. Ef þú ræðir við reyndan félagsráðgjafa eða fólk sem vinnur við innanlandsaðstoð hjá Rauða krossinum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp eða Hjálpræðishernum að ógleymdri Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálpinni þá er ein birtingarmynd fátæktar sem allir þessir aðilar eru alveg vanmáttugir gagnvart: Fólk með ónýtar tennur sem hefur ekki efni á tannlæknaþjónustu. Þetta fólk þjáist mikið líkamlega og einangrast líka félagslega af því það einfaldlega skammast sín fyrir að brosa. Vorið 2013 tók gildi samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélagsins um tannlækningar barna. Það var stórkostleg réttarbót þar sem margir lögðust á árar um að knýja fram löngu tímabærar breytingar. Á næsta ári mun samningurinn ná marki sínu þannig að 2018 eiga öll börn kost á öruggri tannlæknaþjónustu og þjóðin andar léttar. Væri ekki sanngirnismál að koma því þannig fyrir að fullorðið fólk sem lifir við stöðuga líkamlega þjáningu og félagslega einangrun vegna þess að það er með ónýtar tennur og hefur ekki peninga til að borga geti líka fengið úrlausn sinna mála? Myndi okkur ekki öllum líða betur? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun