Lagerbäck: Aldrei tapað svo stórt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2017 11:30 Norðmenn voru niðurlægðir í Stuttgart í gær er þeir töpuðu 6-0 fyrir heimsmeisturum Þýskalands. Norðmenn eru í sárum eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2018 í gær, 6-0. Það er því útlit fyrir að landslðisþjálfarinn Lars Lagerbäck eigi enn mikið verk fyrir höndum að koma norska liðinu aftur upp í fyrri hæðir. „Ég hef aldrei fyrr tapað með svo miklum mun á mínum landsliðsþjálfaraferli,“ sagði hann við norska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég held að stærsta tapið hafi áður verið 3-0 tap gegn Þýskalandi sem þjálfari sænska liðsins.“ Lars Lagerbäck tók við þjálfun íslenska landsliðsins í lok árs 2011 og stýrði því fram yfir EM 2016, síðustu tvö árin með Heimi Hallgrímsson sem meðþjálfara. Á þeim tíma tapaði Ísland aldrei með meira en tveggja marka mun nema í lokaleik Lagerbäck, í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM. Hann hefur nú stýrt norska liðinu í fimm leikjum en unnið aðeins einn, það var gegn Aserum á föstudagskvöldið. Noregur er sem stendur í 85. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en til samanburðar má nefna að Ísland er í 20. sæti. En þrátt fyrir tapið slæma í gær hélt Lagerbäck ró sinni eftir leikinn. „Við hreyfðum okkur ekki nógu vel þegar Þýskaland sótti. Þjóðverjar eru með eitt besta sóknarlið heims og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði hann. „Við munu greina leikinn og læra af honum,“ bætti Svíinn við. Norðmenn eru í næstneðsta sæti í C-riðli og höfðu fyrir sigurinn á Aserum á föstudag aðeins náð að leggja San Marínó að velli í undankeppninni. Noregur er með sjö stig en Þýskaland er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum átta leikjum. Norður-Írland er í öðru sæti með nítján stig. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Norðmenn voru niðurlægðir í Stuttgart í gær er þeir töpuðu 6-0 fyrir heimsmeisturum Þýskalands. Norðmenn eru í sárum eftir að hafa tapað fyrir Þýskalandi í undankeppni HM 2018 í gær, 6-0. Það er því útlit fyrir að landslðisþjálfarinn Lars Lagerbäck eigi enn mikið verk fyrir höndum að koma norska liðinu aftur upp í fyrri hæðir. „Ég hef aldrei fyrr tapað með svo miklum mun á mínum landsliðsþjálfaraferli,“ sagði hann við norska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég held að stærsta tapið hafi áður verið 3-0 tap gegn Þýskalandi sem þjálfari sænska liðsins.“ Lars Lagerbäck tók við þjálfun íslenska landsliðsins í lok árs 2011 og stýrði því fram yfir EM 2016, síðustu tvö árin með Heimi Hallgrímsson sem meðþjálfara. Á þeim tíma tapaði Ísland aldrei með meira en tveggja marka mun nema í lokaleik Lagerbäck, í 5-2 tapi gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM. Hann hefur nú stýrt norska liðinu í fimm leikjum en unnið aðeins einn, það var gegn Aserum á föstudagskvöldið. Noregur er sem stendur í 85. sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en til samanburðar má nefna að Ísland er í 20. sæti. En þrátt fyrir tapið slæma í gær hélt Lagerbäck ró sinni eftir leikinn. „Við hreyfðum okkur ekki nógu vel þegar Þýskaland sótti. Þjóðverjar eru með eitt besta sóknarlið heims og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði hann. „Við munu greina leikinn og læra af honum,“ bætti Svíinn við. Norðmenn eru í næstneðsta sæti í C-riðli og höfðu fyrir sigurinn á Aserum á föstudag aðeins náð að leggja San Marínó að velli í undankeppninni. Noregur er með sjö stig en Þýskaland er efst í riðlinum með fullt hús stiga að loknum átta leikjum. Norður-Írland er í öðru sæti með nítján stig.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira