Einn með ballerínum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2017 09:45 Hólmgeir Gauti Agnarsson stundar jöfnum höndum nám í efnaverkfræði við Háskóla Íslands og ballettnám við Klassíska listdansskólann. MYND/EYÞÓR Þegar Breiðhyltingurinn og efnaverkfræðineminn Hólmgeir Gauti Agnarsson byrjaði í ballettnámi sagði hann engum nema sínum nánustu frá því að hann væri farinn að klæðast sokkabuxum og dansa. „Það vantar stráka í ballett,“ segir Hólmgeir Gauti sem fann fljótt til stolts og gleði yfir því að vera ballettdansari, enda naut hann skjótt virðingar og aðdáunar sem slíkur. „Allir strákar dansa, á djamminu eða við tónlist heima, og allir hafa sitt tempó og tjútt. Fæstir taka þó stökkið eða hafa hugsun á því að fara í ballettnám né átta sig á því hvað það er gaman. Þá eru alltaf einhverjir smeykir um að fá á sig hommastimpil en þar er ekkert að óttast. Allan þann tíma sem ég hef lært dans hef ég hitt aðeins einn samkynhneigðan dansara; allir hinir eru gagnkynhneigðir. Því er tímabært að útrýma þessari mýtu, enda endemis vitleysa.“Hólmgeir Gauti segist heillaður af bæði nútíma listdansi og klassískum ballet. MYND/KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNDansar í ÞjóðleikhúsinuHólmgeir Gauti æfði karate frá sjö til sautján ára aldurs, og segir að hann hefði aldrei getað farið í dansinn ef ekki væri fyrir söng- og leiklistarskólann Sönglist sem ýtti undir sjálfstraust hans og hjálpaði honum að stíga út fyrir rammann. „Það var svo á leiksýningunni Billy Elliott sem mér flaug í hug að byrja í ballett. Mamma greip það strax á lofti og setti sig í samband við dansara sem mælti með því að ég færi í inntökupróf í Klassíska listdansskólanum. Ég hafði ekkert betra að gera, skellti mér í prófið, fékk inni og mætti í balletttíma vikuna á eftir, sem ég vissi reyndar ekki að væri tími í klassískum ballett en hélt að væri nútímadans. Það reyndist svo ótrúlega gaman og hefur verið samfellt ævintýri síðan,“ segir Hólmgeir Gauti sem var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf það árið. Í sumar fetuðu fleiri strákar í fótspor hans og eru nú byrjaðir í náminu. „Ég hef aldrei fengið neikvæðar athugasemdir vegna ballettsins, bara mikið af hrósi og áhuga. Ég heyri reglulega að ég sé farinn að ganga eins og ballettdansari en í ballett er manni kennt að bera höfuðið hátt og ganga teinréttur í baki. Sjálfstraustið eykst í takt við það og maður er stoltur af því að dansa,“ segir hann og brosir. Hólmgeir Gauti stendur nú frammi fyrir lokaári sínu við Klassíska listdansskólann. Frá mánudögum til fimmtudaga æfir hann tvisvar á dag, í einn og hálfan tíma í senn. Á föstudögum og laugardögum æfir hann þrisvar á dag, í fjórar og hálfa klukkustund hvorn dag fyrir sig. Sunnudagar eru frídagar en þá dansar Hólmgeir Gauti í Fjarskalandi Þjóðleikhússins. „Dansinn útheimtir tíma og þrek en ef maður elskar að dansa er það algjörlega þess virði og maður hugsar ekki „Æ, það er æfing“ heldur „Ú, það er æfing!“ af einskærri tilhlökkun. Ætli maður í dansnám má reikna með að það taki jafn langan tíma og annað nám og þannig er ég jafn mikið í ballett og háskólanum. Æfa þarf stíft til að ná fullkominni tækni í klassískum ballett, en við dönsum þó ekki alveg allan tímann, því hluti af náminu er kóreógrafía og dansverk sem við sýnum á jóla- og vorsýningum skólans.“ Hólmgeir Gauti nýtur þess einna mest að dansa tvídans við ballerínur. MYND/KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNStyrk til að lyfta ballerínumHólmgeir Gauti segir það hafa breytt sér á líkama og sál að fara í ballettnám. „Ég er orðinn miklu liðugri og fer nú næstum í splitt á meðan ég gat rétt svo snert á mér tærnar áður. Grunnurinn í karate gaf mér góða hreyfifærni en í ballettinum hefur hún enn aukist og dýpkað. Ég hef aldrei verið í jafn góðu líkamsformi, öll aukafita hvarf hratt og ég fann hvernig líkaminn mótaðist og breyttist með dansinum, auk þess sem ég get hoppað hærra og stokkið lengra,“ útskýrir Hólmgeir Gauti og kveðst alveg sáttur við stæltan líkamsvöxtinn sem dansarar uppskera. „Þótt ég stefndi ekki á að verða massaður kom fljótt að því að ég kæmist ekki í buxurnar fyrir stórum lær- og kálfavöðvum. Styrkur manns eykst til muna enda þarf maður að vera hraustur til að geta lyft og sveiflað ballerínum yfir höfuð sér.“ Hann bætir við að ballett sé listnám frekar en íþróttagrein. „Í ballett tileinkar maður sér gríðarlegan aga og öðlast færni í mannlegum samskiptum ásamt virðingu fyrir öllu sem lifir og hrærist. Stundum er maður búinn eftir æfingar og getur vart labbað niður stigann heima, en þá skiptir öllu að hugsa vel um líkamann, borða hollt, fara í sund og heit böð og kæla þrútna vöðva.“Hólmgeir Gauti segist örugglega öfundaður að vera eini strákurinn innan um ballerínurnar.MYND/EYÞÓRJú, ég er ballettgæinnEftirlæti Hólmgeirs Gauta er tvídans í klassískum ballett; þar sem hann dansar við ballerínu sem hann lyftir og snýr í höndum sér. „Jú, ég er örugglega öfundaður af því að vera eini strákurinn innan um ballerínurnar en þær eru æfingafélagar mínir og góðir vinir. Ég elska að vera með þessum stelpum, þær eru æðislegur félagsskapur og hver stund með þeim er skemmtilegt ævintýr.“ Hann neitar því ekki að finna fyrir auknum áhuga og athygli ungra kvenna. „Það er nú ekkert vandamál en margar koma og spyrja hvort ég sé ekki ballettgæinn. Mér finnst það ósköp eðlilegt því ég er búinn að dansa mikið og dansinn orðinn stór partur af lífi mínu, rétt eins og þegar ég var karategæinn,“ segir hann hlæjandi. Vinir Hólmgeirs Gauta hafa stutt hann dyggilega í ballettnum og fylgt honum á sýningar og svo æfingar, sem hann segir hafa vakið undrun en kátínu og gleði ballerínanna. „Ég á góða vini sem styðja mig í einu og öllu, og stundum segjast þeir dást að hugrekki mínu fyrir að hafa þorað í ballettinn. Fyrir mér snýst það ekki um hugrekki. Ég fór bara að dansa, sem mér þykir núorðið jafn venjulegt og hvað annað. Ég á enn margt ólært þótt ég sé kannski góður miðað við stuttan tímann sem ég hef lagt stund á ballett, en maður verður ekki fullnuma í ballett á tveimur árum frekar en í karate eða fótbolta. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að maður eigi að elta drauma sína og kýla á hlutina, því það er engu að tapa. Það er til alls að vinna því hvað ef maður svo fílar það?“ Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist David Lynch er látinn Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar Breiðhyltingurinn og efnaverkfræðineminn Hólmgeir Gauti Agnarsson byrjaði í ballettnámi sagði hann engum nema sínum nánustu frá því að hann væri farinn að klæðast sokkabuxum og dansa. „Það vantar stráka í ballett,“ segir Hólmgeir Gauti sem fann fljótt til stolts og gleði yfir því að vera ballettdansari, enda naut hann skjótt virðingar og aðdáunar sem slíkur. „Allir strákar dansa, á djamminu eða við tónlist heima, og allir hafa sitt tempó og tjútt. Fæstir taka þó stökkið eða hafa hugsun á því að fara í ballettnám né átta sig á því hvað það er gaman. Þá eru alltaf einhverjir smeykir um að fá á sig hommastimpil en þar er ekkert að óttast. Allan þann tíma sem ég hef lært dans hef ég hitt aðeins einn samkynhneigðan dansara; allir hinir eru gagnkynhneigðir. Því er tímabært að útrýma þessari mýtu, enda endemis vitleysa.“Hólmgeir Gauti segist heillaður af bæði nútíma listdansi og klassískum ballet. MYND/KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNDansar í ÞjóðleikhúsinuHólmgeir Gauti æfði karate frá sjö til sautján ára aldurs, og segir að hann hefði aldrei getað farið í dansinn ef ekki væri fyrir söng- og leiklistarskólann Sönglist sem ýtti undir sjálfstraust hans og hjálpaði honum að stíga út fyrir rammann. „Það var svo á leiksýningunni Billy Elliott sem mér flaug í hug að byrja í ballett. Mamma greip það strax á lofti og setti sig í samband við dansara sem mælti með því að ég færi í inntökupróf í Klassíska listdansskólanum. Ég hafði ekkert betra að gera, skellti mér í prófið, fékk inni og mætti í balletttíma vikuna á eftir, sem ég vissi reyndar ekki að væri tími í klassískum ballett en hélt að væri nútímadans. Það reyndist svo ótrúlega gaman og hefur verið samfellt ævintýri síðan,“ segir Hólmgeir Gauti sem var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf það árið. Í sumar fetuðu fleiri strákar í fótspor hans og eru nú byrjaðir í náminu. „Ég hef aldrei fengið neikvæðar athugasemdir vegna ballettsins, bara mikið af hrósi og áhuga. Ég heyri reglulega að ég sé farinn að ganga eins og ballettdansari en í ballett er manni kennt að bera höfuðið hátt og ganga teinréttur í baki. Sjálfstraustið eykst í takt við það og maður er stoltur af því að dansa,“ segir hann og brosir. Hólmgeir Gauti stendur nú frammi fyrir lokaári sínu við Klassíska listdansskólann. Frá mánudögum til fimmtudaga æfir hann tvisvar á dag, í einn og hálfan tíma í senn. Á föstudögum og laugardögum æfir hann þrisvar á dag, í fjórar og hálfa klukkustund hvorn dag fyrir sig. Sunnudagar eru frídagar en þá dansar Hólmgeir Gauti í Fjarskalandi Þjóðleikhússins. „Dansinn útheimtir tíma og þrek en ef maður elskar að dansa er það algjörlega þess virði og maður hugsar ekki „Æ, það er æfing“ heldur „Ú, það er æfing!“ af einskærri tilhlökkun. Ætli maður í dansnám má reikna með að það taki jafn langan tíma og annað nám og þannig er ég jafn mikið í ballett og háskólanum. Æfa þarf stíft til að ná fullkominni tækni í klassískum ballett, en við dönsum þó ekki alveg allan tímann, því hluti af náminu er kóreógrafía og dansverk sem við sýnum á jóla- og vorsýningum skólans.“ Hólmgeir Gauti nýtur þess einna mest að dansa tvídans við ballerínur. MYND/KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNStyrk til að lyfta ballerínumHólmgeir Gauti segir það hafa breytt sér á líkama og sál að fara í ballettnám. „Ég er orðinn miklu liðugri og fer nú næstum í splitt á meðan ég gat rétt svo snert á mér tærnar áður. Grunnurinn í karate gaf mér góða hreyfifærni en í ballettinum hefur hún enn aukist og dýpkað. Ég hef aldrei verið í jafn góðu líkamsformi, öll aukafita hvarf hratt og ég fann hvernig líkaminn mótaðist og breyttist með dansinum, auk þess sem ég get hoppað hærra og stokkið lengra,“ útskýrir Hólmgeir Gauti og kveðst alveg sáttur við stæltan líkamsvöxtinn sem dansarar uppskera. „Þótt ég stefndi ekki á að verða massaður kom fljótt að því að ég kæmist ekki í buxurnar fyrir stórum lær- og kálfavöðvum. Styrkur manns eykst til muna enda þarf maður að vera hraustur til að geta lyft og sveiflað ballerínum yfir höfuð sér.“ Hann bætir við að ballett sé listnám frekar en íþróttagrein. „Í ballett tileinkar maður sér gríðarlegan aga og öðlast færni í mannlegum samskiptum ásamt virðingu fyrir öllu sem lifir og hrærist. Stundum er maður búinn eftir æfingar og getur vart labbað niður stigann heima, en þá skiptir öllu að hugsa vel um líkamann, borða hollt, fara í sund og heit böð og kæla þrútna vöðva.“Hólmgeir Gauti segist örugglega öfundaður að vera eini strákurinn innan um ballerínurnar.MYND/EYÞÓRJú, ég er ballettgæinnEftirlæti Hólmgeirs Gauta er tvídans í klassískum ballett; þar sem hann dansar við ballerínu sem hann lyftir og snýr í höndum sér. „Jú, ég er örugglega öfundaður af því að vera eini strákurinn innan um ballerínurnar en þær eru æfingafélagar mínir og góðir vinir. Ég elska að vera með þessum stelpum, þær eru æðislegur félagsskapur og hver stund með þeim er skemmtilegt ævintýr.“ Hann neitar því ekki að finna fyrir auknum áhuga og athygli ungra kvenna. „Það er nú ekkert vandamál en margar koma og spyrja hvort ég sé ekki ballettgæinn. Mér finnst það ósköp eðlilegt því ég er búinn að dansa mikið og dansinn orðinn stór partur af lífi mínu, rétt eins og þegar ég var karategæinn,“ segir hann hlæjandi. Vinir Hólmgeirs Gauta hafa stutt hann dyggilega í ballettnum og fylgt honum á sýningar og svo æfingar, sem hann segir hafa vakið undrun en kátínu og gleði ballerínanna. „Ég á góða vini sem styðja mig í einu og öllu, og stundum segjast þeir dást að hugrekki mínu fyrir að hafa þorað í ballettinn. Fyrir mér snýst það ekki um hugrekki. Ég fór bara að dansa, sem mér þykir núorðið jafn venjulegt og hvað annað. Ég á enn margt ólært þótt ég sé kannski góður miðað við stuttan tímann sem ég hef lagt stund á ballett, en maður verður ekki fullnuma í ballett á tveimur árum frekar en í karate eða fótbolta. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að maður eigi að elta drauma sína og kýla á hlutina, því það er engu að tapa. Það er til alls að vinna því hvað ef maður svo fílar það?“
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist David Lynch er látinn Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira