

Það var mikið stuð og stemning þegar Arnar Björnsson hitti gamlar körfuboltagoðsagnir á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins í körfubolta fyrir leik dagsins.
Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag.
Hörður Axel Vilhjálmsson stóð upp úr í íslenska körfuboltalandsliðinu í tapinu fyrir Pólverjum í dag. Hörður Axel skoraði 16 stig og hitti úr sex af 10 skotum sínum.
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16.
Brynjar Þór Björnsson minnti á sig í lok leiksins á móti Póllandi þegar hann kom inn og setti niður tveir glæsilegar þriggja stiga körfur. Því miður komu þær alltof seint fyrir íslenska liðið.
Martin Hermannsson og strákarnir okkar hafa fengið tvo skelli í upphafi Evrópumótsins og liðið hefur varla getað keypt sér körfu í þessum tapleikjum á móti Grikklandi og Póllandi.
Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun.