Úrslit leikdags 2 á Eurobasket Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. september 2017 20:37 Edgaras Ulanovas Vísir/getty Heil umferð var leikin í öllum riðlum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Í A-riðli töpuðu Íslendingar gegn Pólverjum, Frakkar unnu Grikki og Slóvenar sigruðu Finna.Sjá einnig: Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórtÞjóðverjar unnu Georgíu 67-57 í fyrsta leik dagsins í B-riðli. Dennis Schröder var atkvæðamestur Þjóðverja með 23 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu. Daniel Theis var hins vegar besti maður vallarins hjá þýska liðinu. Fyrir Georgíu skoraði Zaza Pachulia mest, eða 14 stig. Hann náði 8 fráköstum og var með eina stoðsendingu. Ítalir eru með fullt hús stiga eftir sigur á Úkraínu, 78-66. Marco Belinelli var besti maður Ítala, með 26 stig, eitt frákast og tvær stoðsendingar.Artem Pustovyi var langstigahæstur Úkraínumanna með 21 stig. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum voru Úkraínumenn með betri skotnýtingu í tveggja stiga skotum, og með 90% skotnýtingu úr vítum. Þeir hittu hins vegar aðeins 21% þriggja stiga skota sinna á meðan Ítalir settu 55% af sínum þristum niður. Litháar kláruðu umferðina í B-riðli með 88-73 sigri á Ísrael. Edgaras Ulanovas skoraði 18 stig fyrir Litháen og tók 4 fráköst. Mindaugas Kuzminkas var hins vegar bestur í litháenska liðinu með 16 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hjá Ísrael var Gal Mekel atkvæðamestur með 18 stig, 1 frákast og 4 stoðsendingar. Ítalir og Þjóðverjar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eru á toppi riðilsins. Litháar og Georgíumenn hafa unnið einn og tapað einum, en Úkraína og Ísrael eru án sigurs. Bojan BogdanovicFyrsti leikur C-riðils í dag var viðureign Svartfjallalands og Ungverjalands. Svartfellingar völtuðu yfir Ungverja í 72-48 sigri.Nikola Vucevic og Bojan Dubljevic voru báðir með 13 stig fyrir Svartfjallaland og Nikola Ivanovic skoraði 10. Hjá Ungverjum var David Vojvoda atkvæðamestur með 20 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja fóru létt með Tékka og sigruðu 56-93. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-33 fyrir Spánverja.Pau Gasol fór á kostum fyrir Spán í dag og skoraði 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Næstur kom Ricky Rubio með 17 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Martin Kriz var atkvæðamestur Tékka með 11 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu. Króatar unnu svo Rúmeníu 74-58 í lokaleik C-riðils. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur Króata með 21 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu.Vlad Moldoveanu setti mest niður fyrir Rúmena, 14 stig. Hann átti einnig 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Eftir daginn eru Spánverjar og Króatar með fullt hús stiga. Svartfellingar og Tékkar koma þar á eftir með 3 stig, en Rúmenar og Ungverjar eru á botni riðilsins án sigurs.Janis TimmaBelgar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Letta, sem sigruðu 92-64 í fyrsta leik dagsins í D-riðli.Janis Timma skoraði 27 stig fyrir Letta, tók 7 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Kristaps Porzingis var einnig með 27 stig og 2 stoðsendingar, en tók aðeins 6 fráköst. Báðir voru með tvo stolna bolta. Hjá Belgum var Axel Hervelle atkvæðamestur með 12 stig og þrjár stoðsendingar. Rússar rétt náðu að sigra Serba, 75-72. Alexey Shved fór mikinn í liði Rússlands og skoraði 22 stig ásamt 4 stoðsendingum. Andrey Vorontsevich var þó besti maður vallarins í rússneska liðinu með 8 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta.Boban Marjanovic var bestur fyrir Serba með 19 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Bojan Bogdanovic skoraði einnig 19 stig. Hann sótti 3 fráköst og átti 4 soðsendingar. Tyrkir kláruðu svo daginn í D-riðli með 84-70 sigri á Bretum. Melih Mahmutoglu var stigahæstur í liði Tyrklands með 24 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar. Besti maður Breta var Gabe Olaseni sem gerði sér lítið fyrir og tók 14 fráköst ásamt þvi að skora 15 stig og gefa eina stoðsendingu. Rússar eru á toppi riðilsins með 4 stig úr 2 leikjum. Lettar, Tyrkir, Serbar og Belgar eru allir með 3 stig en Bretar reka lestina án sigurs með 2 stig. Aftur verður leikin heil umferð í öllum riðlum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Heil umferð var leikin í öllum riðlum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Í A-riðli töpuðu Íslendingar gegn Pólverjum, Frakkar unnu Grikki og Slóvenar sigruðu Finna.Sjá einnig: Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórtÞjóðverjar unnu Georgíu 67-57 í fyrsta leik dagsins í B-riðli. Dennis Schröder var atkvæðamestur Þjóðverja með 23 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu. Daniel Theis var hins vegar besti maður vallarins hjá þýska liðinu. Fyrir Georgíu skoraði Zaza Pachulia mest, eða 14 stig. Hann náði 8 fráköstum og var með eina stoðsendingu. Ítalir eru með fullt hús stiga eftir sigur á Úkraínu, 78-66. Marco Belinelli var besti maður Ítala, með 26 stig, eitt frákast og tvær stoðsendingar.Artem Pustovyi var langstigahæstur Úkraínumanna með 21 stig. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum voru Úkraínumenn með betri skotnýtingu í tveggja stiga skotum, og með 90% skotnýtingu úr vítum. Þeir hittu hins vegar aðeins 21% þriggja stiga skota sinna á meðan Ítalir settu 55% af sínum þristum niður. Litháar kláruðu umferðina í B-riðli með 88-73 sigri á Ísrael. Edgaras Ulanovas skoraði 18 stig fyrir Litháen og tók 4 fráköst. Mindaugas Kuzminkas var hins vegar bestur í litháenska liðinu með 16 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hjá Ísrael var Gal Mekel atkvæðamestur með 18 stig, 1 frákast og 4 stoðsendingar. Ítalir og Þjóðverjar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eru á toppi riðilsins. Litháar og Georgíumenn hafa unnið einn og tapað einum, en Úkraína og Ísrael eru án sigurs. Bojan BogdanovicFyrsti leikur C-riðils í dag var viðureign Svartfjallalands og Ungverjalands. Svartfellingar völtuðu yfir Ungverja í 72-48 sigri.Nikola Vucevic og Bojan Dubljevic voru báðir með 13 stig fyrir Svartfjallaland og Nikola Ivanovic skoraði 10. Hjá Ungverjum var David Vojvoda atkvæðamestur með 20 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja fóru létt með Tékka og sigruðu 56-93. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-33 fyrir Spánverja.Pau Gasol fór á kostum fyrir Spán í dag og skoraði 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Næstur kom Ricky Rubio með 17 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Martin Kriz var atkvæðamestur Tékka með 11 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu. Króatar unnu svo Rúmeníu 74-58 í lokaleik C-riðils. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur Króata með 21 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu.Vlad Moldoveanu setti mest niður fyrir Rúmena, 14 stig. Hann átti einnig 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Eftir daginn eru Spánverjar og Króatar með fullt hús stiga. Svartfellingar og Tékkar koma þar á eftir með 3 stig, en Rúmenar og Ungverjar eru á botni riðilsins án sigurs.Janis TimmaBelgar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Letta, sem sigruðu 92-64 í fyrsta leik dagsins í D-riðli.Janis Timma skoraði 27 stig fyrir Letta, tók 7 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Kristaps Porzingis var einnig með 27 stig og 2 stoðsendingar, en tók aðeins 6 fráköst. Báðir voru með tvo stolna bolta. Hjá Belgum var Axel Hervelle atkvæðamestur með 12 stig og þrjár stoðsendingar. Rússar rétt náðu að sigra Serba, 75-72. Alexey Shved fór mikinn í liði Rússlands og skoraði 22 stig ásamt 4 stoðsendingum. Andrey Vorontsevich var þó besti maður vallarins í rússneska liðinu með 8 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta.Boban Marjanovic var bestur fyrir Serba með 19 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Bojan Bogdanovic skoraði einnig 19 stig. Hann sótti 3 fráköst og átti 4 soðsendingar. Tyrkir kláruðu svo daginn í D-riðli með 84-70 sigri á Bretum. Melih Mahmutoglu var stigahæstur í liði Tyrklands með 24 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar. Besti maður Breta var Gabe Olaseni sem gerði sér lítið fyrir og tók 14 fráköst ásamt þvi að skora 15 stig og gefa eina stoðsendingu. Rússar eru á toppi riðilsins með 4 stig úr 2 leikjum. Lettar, Tyrkir, Serbar og Belgar eru allir með 3 stig en Bretar reka lestina án sigurs með 2 stig. Aftur verður leikin heil umferð í öllum riðlum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum