Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, stillir upp sama byrjunarliði gegn Finnum og hann gerði í 1-0 sigrinum á Króötum í júní.
Hörður Björgvin Magnússon, hetjan gegn Króatíu, heldur því stöðu sinni í vinstri bakverðinum.
Emil Hallfreðsson er við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni og Gylfi Þór Sigurðsson er fyrir aftan Alfreð Finnbogason.
Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Hægri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson og Emil Hallfreðsson
Vinstri kantur: Birkir Bjarnason
Framherjar: Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason
Leikur Finnlands og Íslands hefst klukkan 16:00. Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi með því að smella hér.
Sama byrjunarlið og síðast

Tengdar fréttir

Í beinni: Finnland - Ísland | Lykilleikur fyrir íslenska liðið
Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag.