Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld.
Danir gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Pólverja, 4-0, á Parken í E-riðli.
Thomas Delaney, Andreas Cornelius, Nicolai Jörgensen og Christian Eriksen skoruðu mörk danska liðsins sem er með 13 stig í 3. sæti riðilsins, jafn mörg og Svartfjallaland sem er í 2. sætinu. Pólland er með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins.
Svartfellingar unnu 0-3 sigur á Kasökum og Rúmenar báru sigurorð af Armenum, 1-0, á heimavelli í E-riðli.
Staðan á toppi C-riðils er óbreytt eftir úrslit kvöldsins. Englendingar unnu 0-4 sigur á Maltverjum og Slóvakar unnu 1-0 sigur á Slóvenum. England er með 17 stig á toppi riðilsins, tveimur stigum á eftir Slóvakía. Þessi lið mætast á mánudaginn.
Í þriðja leik C-riðils mættust Litháen og Skotland í Vilníus. Stuart Armstrong, Andew Robertson og James McArthur skoruðu mörk Skota í 0-3 sigri.
Heimsmeistarar Þjóðverja eru áfram með fullt hús stiga í F-riðli eftir 1-2 útisigur á Tékkum. Mats Hummels skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru til leiksloka.
N-Írland nýtti sér tap Tékklands og náði sjö stiga forskoti í 2. sæti riðilsins með 0-3 útisigri á San Marinó. Josh Magennis skoraði tvö mörk fyrir N-Íra og Steven Davis eitt.
Þá vann Noregur sinn fyrsta sigur undir stjórn Lars Lagerbäck. Norska liðið lagði þá það aserska að velli, 2-0, í Osló. Noregur er í 4. sæti F-riðils.
Danir rústuðu Pólverjum | Öll úrslit kvöldsins í undankeppni HM

Tengdar fréttir

Fyrsti sigur Lars með norska liðið kom í kvöld
Noregur vann í kvöld sinn fyrsta sigur undir stjórn Lars Lagerbäck. Norska liðið bar þá sigurorð af Aserbaísjan, 2-0, í C-riðli undankeppni HM í kvöld.

Flóðgáttirnar opnuðust undir lokin á Möltu
England er áfram með tveggja stiga forystu á toppi F-riðils undankeppni HM eftir 0-4 sigur á Möltu á útivelli í kvöld.

Hummels tryggði heimsmeisturunum sigur í Tékklandi
Heimsmeistarar Þýskaland eru áfram með fullt hús stiga í C-riðli undankeppni HM eftir 1-2 útisigur á Tékklandi í kvöld.