Björgvin Páll Gústavsson fékk 10 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 29-23 sigri Hauka á ÍBV og það kom því lítið á óvart að hann var valinn Nocco leikmaður umferðarinnar.
Björgvin Páll hefur farið frábærlega af stað á tímabgilinu og varið eins og berserkur í fyrstu tveimur leikjum Hauka sem báðir unnust.
Björgvin Páll var að sjálfsögðu í liði 2. umferðar. Haukar áttu tvo aðra fulltrúa í því, Daníel Þór Ingason og Hákon Daða Styrmisson, og þá var Gunnar Magnússon valinn þjálfari umferðarinnar.
FH-ingarnir Ágúst Birgisson og Ásbjörn Friðriksson voru einnig í liði umferðarinnar ásamt ÍR-ingnum Kristjáni Orra Jóhannssyni og Selfyssingnum Teiti Erni Einarssyni.
Hákon Daði var svo valinn hörkutól umferðarinnar.
Nocco leikmaður umferðarinnar