Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Evian-risamótinu í Frakklandi.
Ólafía lék hringina þrjá samtals á þremur höggum yfir pari, og varð fyrsti Íslendingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á risamóti.
Hún hefur nú þénað rúmlega 187 þúsund dollara og er í 69. sæti peningalista LPGA mótaraðarinnar.
100 efstu kyflingarnir tryggja sér þáttökurétt á mótaröðinni á næsta ári. Sú sem er í 100. sæti listans hefur þénað um 93 þúsund dollara, svo Ólafía er því nokkuð örugg á meðal 100 efstu.
Ólafía fékk 1,3 milljónir króna

Tengdar fréttir

Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir erfiðleika um miðbik hringsins lék hún stórgott golf á lokaholunum og kom í hús á pari sem dugði henni til þess að enda í 48. sæti á mótinu.

Besti árangur Íslendingsins á risamóti | Sjáðu brot af spilamennsku Ólafíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 48. sæti á Evian-meistaramótinu í golfi sem lauk í dag. Þetta er besti árangur Íslendings á risamóti í golfi.

Ólafía Þórunn: Ég varð ekkert reið en kannski smá pirruð
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær fyrst íslenskra kylfinga til að spila á lokadegi á risamóti í golfi en hún tryggði sér 48. sæti á Evian risamótinu með því að spila lokadaginn á pari.