Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:38 Jennifer Lawrence og Javier Bardem í hlutverkum sínum í mother! IMDB Nýjasta kvikmynd Íslandsvinarins Darren Aronofsky, mother!, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af mörgum. Þessi leikstjóri á að baki frábærar myndir á borð við Black Swan, sem hann hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir, The Wrestler og Requiem for a Dream. Því hafa kvikmyndaunnendur verið spenntir að sjá þessa nýjustu afurð leikstjórans. Þá sérstaklega vegna þess að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni, en frá árinu 2011 hefur hún verið tilnefnd fjórum sinnum til þeirra verðlauna og aðeins 27 ára gömul í dag. Fyrstu viðbrögð áhorfenda eru þó blendin ef marka má vefinn CinemaScore. Á þeim vef er tekin saman meðaleinkunn sem áhorfendur gefa myndum og er mother! með falleinkunn sem stendur, eða F.Á vef Vulture er tekið fram að þessi einkunn endurspegli þó einungis þá áhorfendur sem sáu myndina á fyrsta kvöldinu sem hún var í almennum sýningum, og því gæti myndin mögulega náð sér upp í D eða C í einkunn á næstu dögum.Talið var að Jennifer Lawrence myndi hreppa tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mother!IMDBTil samanburðar má nefna að nýjar myndir sem eru frumsýndar á svipuðum tíma og mother!, hafa fengið ögn hærri einkunn. Má þar nefna American Assasin, með B+, og hrollvekjan IT, með B+. Vulture tekur saman nokkrar myndir sem hafa fengið einkunnina F en þar á meðal eru Solaris eftir Steven Soderbergh, Bug eftir William Friedkin, The Box eftir Richard Kelly og I Know Who Killed Me sem skartaði Lindsey Lohan í aðalhlutverki.Mother er sem stendur með einkunnina 6,8 á IMDB.Á vef Rotten Tomatoes er hún metin 68 prósent fersk, en þar er tekin saman umsögn sem á að endurspegla það sem flestir hafa um myndina að segja. Er myndin sögð ögrandi afurð leikstjóra með einstaklega metnaðarfulla sýn, en myndin gæti þó verið full erfið fyrir hinn almenna áhorfanda. Leikaravalið í myndinni er nokkuð tilkomumikið en þar eru á ferðinni Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem, Ed Harris sem hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Michelle Pfieffer sem á að baki þrjár Óskarstilnefningar.Myndin þótti of framsækin fyrir „hefðbundna“ kvikmyndatónlist Jóhanns Jóhannssonar.Vísir/EPAMyndin þykir afar framsækin og er í raun svo framsækin að Darren Aronofsky og íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson ákváðu að hreinlega að henda í burtu þeirri tónlist sem Jóhann hafði samið fyrir myndina. „mother! er mynd sem býður ekki upp á neitt hálfkák. Eftir að ég og Darren höfðum skoðað margar mismunandi aðferðir, þá sagði innsæið mér að henda hreinlega tónlistinni í heild sinni. Svona útþurrkun er stór hluti af skapandi ferli,“ sagði Jóhann við Indiewire um ákvörðunina. Jóhann varð því að tónlistarráðgjafa fyrir myndina í stað þess að vera tónskáld og er notast við hljóðheim í stað tónlistar en lesa má nánar um þetta ferli á vef Indiewire hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta kvikmynd Íslandsvinarins Darren Aronofsky, mother!, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af mörgum. Þessi leikstjóri á að baki frábærar myndir á borð við Black Swan, sem hann hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir, The Wrestler og Requiem for a Dream. Því hafa kvikmyndaunnendur verið spenntir að sjá þessa nýjustu afurð leikstjórans. Þá sérstaklega vegna þess að Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence leikur aðalhlutverkið í myndinni, en frá árinu 2011 hefur hún verið tilnefnd fjórum sinnum til þeirra verðlauna og aðeins 27 ára gömul í dag. Fyrstu viðbrögð áhorfenda eru þó blendin ef marka má vefinn CinemaScore. Á þeim vef er tekin saman meðaleinkunn sem áhorfendur gefa myndum og er mother! með falleinkunn sem stendur, eða F.Á vef Vulture er tekið fram að þessi einkunn endurspegli þó einungis þá áhorfendur sem sáu myndina á fyrsta kvöldinu sem hún var í almennum sýningum, og því gæti myndin mögulega náð sér upp í D eða C í einkunn á næstu dögum.Talið var að Jennifer Lawrence myndi hreppa tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mother!IMDBTil samanburðar má nefna að nýjar myndir sem eru frumsýndar á svipuðum tíma og mother!, hafa fengið ögn hærri einkunn. Má þar nefna American Assasin, með B+, og hrollvekjan IT, með B+. Vulture tekur saman nokkrar myndir sem hafa fengið einkunnina F en þar á meðal eru Solaris eftir Steven Soderbergh, Bug eftir William Friedkin, The Box eftir Richard Kelly og I Know Who Killed Me sem skartaði Lindsey Lohan í aðalhlutverki.Mother er sem stendur með einkunnina 6,8 á IMDB.Á vef Rotten Tomatoes er hún metin 68 prósent fersk, en þar er tekin saman umsögn sem á að endurspegla það sem flestir hafa um myndina að segja. Er myndin sögð ögrandi afurð leikstjóra með einstaklega metnaðarfulla sýn, en myndin gæti þó verið full erfið fyrir hinn almenna áhorfanda. Leikaravalið í myndinni er nokkuð tilkomumikið en þar eru á ferðinni Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem, Ed Harris sem hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Michelle Pfieffer sem á að baki þrjár Óskarstilnefningar.Myndin þótti of framsækin fyrir „hefðbundna“ kvikmyndatónlist Jóhanns Jóhannssonar.Vísir/EPAMyndin þykir afar framsækin og er í raun svo framsækin að Darren Aronofsky og íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson ákváðu að hreinlega að henda í burtu þeirri tónlist sem Jóhann hafði samið fyrir myndina. „mother! er mynd sem býður ekki upp á neitt hálfkák. Eftir að ég og Darren höfðum skoðað margar mismunandi aðferðir, þá sagði innsæið mér að henda hreinlega tónlistinni í heild sinni. Svona útþurrkun er stór hluti af skapandi ferli,“ sagði Jóhann við Indiewire um ákvörðunina. Jóhann varð því að tónlistarráðgjafa fyrir myndina í stað þess að vera tónskáld og er notast við hljóðheim í stað tónlistar en lesa má nánar um þetta ferli á vef Indiewire hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira