Björgvin Páll Gústavsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís-deildinni síðan 2008 þegar Haukar unnu tveggja marka sigur á ÍR, 21-19, fyrr í vikunni.
Björgvin átti frábæran leik og varði tæpan helming þeirra skota sem hann fékk á sig.
„Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að spila þennan leik. Hann talaði um að hann hafi verið stressaður. Það eru gerðar miklar væntingar og kröfur til hans. Allra augu eru á honum og bíða eftir að hann geri upp á bak,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær.
Sigfús Sigurðsson er himinlifandi að fá Björgvin aftur í Olís-deildina.
„Ég spilaði með Bjögga í landsliðinu og veit hvernig hann hugsar. Það er virkilega flott hvernig hann vinnur sína vinnu með vörninni,“ sagði Sigfús. Hann segir að Björgvin muni pakka deildinni saman.
„Já, ég vil meina það. Hann er þannig týpa og karakter. Þetta er Bjöggi. Fólk elskar Bjögga og ég held að það vilji miklu frekar sjá hann eiga svona leiki. Þetta er frábær gæi og ég er svo ánægður að fá hann heim í deildina. Þetta er svo mikil lyftistöng fyrir okkur,“ sagði Sigfús.
Innslagið í heild sinni hér að ofan.
Seinni bylgjan: Fólk elskar Bjögga
Tengdar fréttir

Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik
"Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla.

Björgvin Páll nýtur lífsins á Íslandi: Vinnur með krökkum með fjölþættan vanda
Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot, eða tæpan helming þeirra skota sem hann fékk á sig, þegar Haukar unnu ÍR, 21-19, í 1. umferð Olís-deildar karla í gær. Þetta var fyrsti leikur Björgvins í Olís-deildinni síðan 2008.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka
Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil.