Leynifundur á Íslandi endaði með einum stærstu svikum í sögu EVE Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2017 11:15 CCP hefur náð gífurlegum vinsældum um heim allan með leik sínum EVE online. Vísir/CCP Ein stærstu svik í sögu tölvuleiksins Eve voru skipulögð á Íslandi. Einn af forsvarsmönnum eins af stærstu bandalögunum stakk af með tæki og tól virði billjóna og afhenti tvemur helstu óvinabandalögum lyklana af geimstöðvum bandalagsins. Leikmaður að nafni The Judge sem spilaði undir merkjum bandalagsins Circle of Two (CO2) virðist hafa svikið bandalag sitt á ósvífinn hátt. Í frétt PC Gamer kemur fram að hann hafi stungið af með billjóna (þúsund milljarða) virði af geimskipum og ýmsum tækjum í eigu eða undir stjórn bandalagsins, reiknað í gjaldmiðli tölvuleiksins. Svo virðist sem The Judge hafi einnig látið helstu óvinabandalög CO2 fá lyklavöldin að geimstöðvum bandalagsins og eru því þúsundir liðsmanna bandalagsins í miklum vandræðum víða um geim í tölvuleiknum vinsæla, strandaðir í geimnum án griðastaða Þá er mikil atlaga nú gerð að helsta vígi CO2, einskonar Helstirni Eve Online, og því ljóst að staða bandalagsins er afar veik eftir svik The Judge. Leiðtoginn sofandi meðan svikin voru framinFjölmargir spilarar Eve Online leggja leið sína til Íslands á hverju ári til að taka þátt í Eve Fanfest.Vísir/VihelmÞetta virðist hafa farið afar illa í liðsmenn bandalagsins, þá sérstaklega leikmann að nafni gigX sem sagður er hafa verið sofandi þegar svikin áttu sér stað, sem hótaði að skera hendurnar af The Judge. Óskaði hann eftir því við aðra spilara að fá upplýsingar um raunverulegt nafn, heimilisfang og aðrar upplýsingar um The Judge. GigX virðist þó ekki hafa áttað sig á því að spjallið þar sem hann hótaði The Judge var sýnt í beinni útsendingu í gegnum Twitch. Forsvarsmenn EVE, sem framleiddur er af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP, sáu hótun gigX og hefur hann verið settur í ótímabundið bann frá leiknum enda stranglega bannað að hóta að meiða aðra spilara leiksins. Útlit er fyrir að CO2 bandalagið muni tvístrast en svo virðist sem að svikin hafi verið úthugsið. Leikmaður að nafni Mittani, sem er leiðtogi eins af óvinabandalögum CO2, hefur sagt að svikin hafi verið skipulögð á Íslandi. Þar hafi útsendarar hans komið að máli við The Judge þar sem þeir voru staddir á fundi einskonar ráðgjafaráðs CCP um tölvuleikinn Eve. Ráðið er skipað tíu leikmönnum sem kjörnir eru á lýðræðislegan hátt. Ráðið fundar gjarnan hér á landi og borgar CCP kostnaðinn við för meðlima ráðsins. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með bardaganum um Helstirnið í beinni útsendingu hér. Leikjavísir Tengdar fréttir Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Notendur sem spila ókeypis munu þó ekki hafa aðgang að öllum notkunarmöguleikum. 31. ágúst 2016 14:36 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ein stærstu svik í sögu tölvuleiksins Eve voru skipulögð á Íslandi. Einn af forsvarsmönnum eins af stærstu bandalögunum stakk af með tæki og tól virði billjóna og afhenti tvemur helstu óvinabandalögum lyklana af geimstöðvum bandalagsins. Leikmaður að nafni The Judge sem spilaði undir merkjum bandalagsins Circle of Two (CO2) virðist hafa svikið bandalag sitt á ósvífinn hátt. Í frétt PC Gamer kemur fram að hann hafi stungið af með billjóna (þúsund milljarða) virði af geimskipum og ýmsum tækjum í eigu eða undir stjórn bandalagsins, reiknað í gjaldmiðli tölvuleiksins. Svo virðist sem The Judge hafi einnig látið helstu óvinabandalög CO2 fá lyklavöldin að geimstöðvum bandalagsins og eru því þúsundir liðsmanna bandalagsins í miklum vandræðum víða um geim í tölvuleiknum vinsæla, strandaðir í geimnum án griðastaða Þá er mikil atlaga nú gerð að helsta vígi CO2, einskonar Helstirni Eve Online, og því ljóst að staða bandalagsins er afar veik eftir svik The Judge. Leiðtoginn sofandi meðan svikin voru framinFjölmargir spilarar Eve Online leggja leið sína til Íslands á hverju ári til að taka þátt í Eve Fanfest.Vísir/VihelmÞetta virðist hafa farið afar illa í liðsmenn bandalagsins, þá sérstaklega leikmann að nafni gigX sem sagður er hafa verið sofandi þegar svikin áttu sér stað, sem hótaði að skera hendurnar af The Judge. Óskaði hann eftir því við aðra spilara að fá upplýsingar um raunverulegt nafn, heimilisfang og aðrar upplýsingar um The Judge. GigX virðist þó ekki hafa áttað sig á því að spjallið þar sem hann hótaði The Judge var sýnt í beinni útsendingu í gegnum Twitch. Forsvarsmenn EVE, sem framleiddur er af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP, sáu hótun gigX og hefur hann verið settur í ótímabundið bann frá leiknum enda stranglega bannað að hóta að meiða aðra spilara leiksins. Útlit er fyrir að CO2 bandalagið muni tvístrast en svo virðist sem að svikin hafi verið úthugsið. Leikmaður að nafni Mittani, sem er leiðtogi eins af óvinabandalögum CO2, hefur sagt að svikin hafi verið skipulögð á Íslandi. Þar hafi útsendarar hans komið að máli við The Judge þar sem þeir voru staddir á fundi einskonar ráðgjafaráðs CCP um tölvuleikinn Eve. Ráðið er skipað tíu leikmönnum sem kjörnir eru á lýðræðislegan hátt. Ráðið fundar gjarnan hér á landi og borgar CCP kostnaðinn við för meðlima ráðsins. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með bardaganum um Helstirnið í beinni útsendingu hér.
Leikjavísir Tengdar fréttir Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Notendur sem spila ókeypis munu þó ekki hafa aðgang að öllum notkunarmöguleikum. 31. ágúst 2016 14:36 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00
Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Notendur sem spila ókeypis munu þó ekki hafa aðgang að öllum notkunarmöguleikum. 31. ágúst 2016 14:36